Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur krabbamein borist frá móður til fósturs?

Krabbamein sem slíkt, það er krabbameinsfrumur, geta ekki borist frá móður til fósturs. Almennt berast engar frumur um fylgjuna til fóstursins. En fóstrið fær að sjálfsögðu gen frá móður og föður og þeirra á meðal geta verið gen sem hugsanlega eru stökkbreytt og geta valdið aukinni tilhneigingu til þess að fá krabbamein síðar á ævinni.

Sárasjaldgæft er að slík tilhneiging segi til sín í bernsku, en eitt dæmi um slíkt er meðfædd stökkbreyting í æxlisbæligeninu RB (sjá nánar í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er æxlisbæligen?). Í slíkum tilvikum eru talsverðar líkur á því að heilbrigða eintak gensins tapist og afleiðingin er krabbameinsmyndun í auga (retinoblastoma).

Veirur geta borist frá móður til fósturs og hugsanlegt er að einhverjar þeirra geti valdið aukinni tilhneigingu til þess að börn fái hvítblæði. Nánar tiltekið er um að ræða svokallaða Epstein-Barr veiru af flokki herpesveira, en sú veira getur valdið einkirningasótt, þótt langflestir smitist reyndar af henni án þess að fá nein sjúkdómseinkenni.

Krabbamein sem slíkt berst því ekki frá móður til fósturs, en gen eða veirur frá móður geta aukið áhættu afkvæmisins á að fá krabbamein síðar á ævinni.

Útgáfudagur

8.6.2004

Spyrjandi

Sandra Eyjólfsdóttir, f. 1986

Höfundur

Helga Ögmundsdóttir

prófessor í læknisfræði við HÍ

Tilvísun

Helga Ögmundsdóttir. „Getur krabbamein borist frá móður til fósturs?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2004. Sótt 21. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4327.

Helga Ögmundsdóttir. (2004, 8. júní). Getur krabbamein borist frá móður til fósturs? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4327

Helga Ögmundsdóttir. „Getur krabbamein borist frá móður til fósturs?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4327>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sumarliði Ragnar Ísleifsson

1955

Sumarliði R. Ísleifsson er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa snúið að atvinnu- og félagssögu Íslands og beinst að ímyndum Íslands og Íslendinga og hvernig þær hafa tengst viðhorfum til Grænlands.