Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er jihad?

Magnús Þorkell Bernharðsson

Hugtakið jihad birtist oft í Kóraninum, sem er helgirit múslima. Orðið jihad merkir barátta eða átök. Á íslensku er það oft þýtt sem „heilagt stríð“ sem gefur satt að segja ekki alltaf rétta mynd af þessu fyrirbæri. Íslensku orðin „heilagt stríð“ eiga sér enga samsvörun í arabísku. Stríð er harb og muqaddas merkir helgi og þessi orð koma aldrei fyrir saman.

Hlutverk Kóransins og lagasetninga múslima var meðal annars að mynda nýjan flöt á samskiptum manna og kvenna og losa þau undan hefðum ættbálkasamfélagsins í Arabíu. Eitt af því sem einkenndi ættbálkana var svonefnd rassía sem var stjórnlaust stríð milli ættbálkanna. Af því orði er íslenska orðið rassía dregið, eins og þegar sagt er „lögreglan gerði rassíu”.

Íslam kom á reglu í samskiptum manna og jihad kom í stað rassíu. Jihad í Kóraninum hefur þar af leiðandi mjög jákvæða merkingu því meginmarkmið þess er að varðveita friðinn og spyrna gegn rassíu. Jihad felur þó í sér viðurkenningu á því að maðurinn hafi tilhneigingu til að syndga og virða ekki rétt náungans eða velferð samfélagsins almennt. Hugtakið jihad viðurkennir líka það eðli samfélaga að vera oft í stríði við hvort annað.

Í grófum dráttum skiptist jihad í tvennt: Stærra jihad (jihad al-akbar) og smærra jihad (jihad al-aksar). Hið stærra jihad er erfiðara og lýsir baráttunni sem við heyjum hvern einasta dag. Það er jihad innra með okkur sem merkir baráttu einstaklingsins við að standast freistingar djöfulsins.

Hið smærra jihad er hið ytra jihad. Bæði í Kóraninum og í Hadith, sem mynda grundvöllinn að lagakerfi múslima sem nefnist Sharía, eru til skýrar reglur um rétta hegðun í stríðsrekstri. Í reglunum endurspeglast áhyggjur af því að múslimar hegði sér með ofbeldisfullum hætti og drepi og ræni í nafni trúarinnar. Það myndi spilla friði samfélagsins og er því talið óæskilegt. Því eru settar skýrar reglur um það hvenær aðstæður eru réttar fyrir hið ytra jihad. Kóraninn fjallar um hið ytra jihad sem baráttu múslima gegn trúleysingjum. Ef samfélagi múslima stafar ógn af trúleysingjum er það skylda múslima (fard kifaya) að berjast gegn slíkri ógn. Múslimar eru hvattir til að berjast eins og er sagt í Kóraninum, „bi amwalihim wa anfusihim“ eða ‘með lífi sínu og eignum’.

Til að hvetja menn enn frekar til dáða eru lýsingar Kóransins mjög skýrar hvað varðar umbun hermanna falli þeir í þess konar stríði. Ef hermaðurinn er píslavottur (shahid) fær hann rakleiðis inngöngu í himnaríki en þarf ekki að bíða eftir endalokum tímans. Í þessum stríðsrekstri verða múslimar þó fyrst að gefa trúleysingjunum tækifæri til þess að gerast múslimar. Ef trúleysingjarnir gerast múslimar þá eru forsendur jihad ekki lengur fyrir hendi. Þá eru til margvíslegar reglur um það hvaða einstaklingar geta fengið undanþágu frá herþjónustu, um að ekki eigi að drepa konur og börn óvinarins, um meðferð stríðsfanga og farið er mjög nákvæmlega yfir það hvernig megi og eigi að skipta herfangi.

Kóraninn gefur ekki skýr svör um það hvort múslimar geti stundað jihad í sókn eða í vörn og stangast vers Kóransins á um þessi mál. Velflestir ritskýrendur bæði nú og fyrr telja að jihad sé einungis réttlætanlegt sem sjálfsvörn. Einungis megi beita því í sókn ef landsvæði múslima og trúariðkun þeirra sé í hættu. En margir telja líka að jihad ætti einnig að beita í sókn og að bardögum ættu ekki að linna fyrr en allur heimurinn tilheyrir múslimum og allir séu undir verndarvæng umma, sem er samfélag trúaðra. Í umma gera múslimar ráð fyrir að gyðingar og kristnir geta áfram stundað trú sína þó að þeir verði annars flokks þegnar. Þetta viðhorf er ekki einstakt fyrir íslam heldur hafa velflest trúarbrögð það að markmiði, meðal annars kristnin, „að gera allar þjóðir að lærisveinum”.

Hægt er að lesa meira um jihad á Vísindavefnum í grein eftir sama höfund sem heitir Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda. Þetta svar er byggt á greininni.

Höfundur

Magnús Þorkell Bernharðsson

prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College, Massachussets

Útgáfudagur

10.6.2004

Síðast uppfært

8.11.2018

Spyrjandi

Hinrik Örn Þorfinnsson
Alma Ágústsdóttir

Tilvísun

Magnús Þorkell Bernharðsson. „Hvað er jihad?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2004, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4339.

Magnús Þorkell Bernharðsson. (2004, 10. júní). Hvað er jihad? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4339

Magnús Þorkell Bernharðsson. „Hvað er jihad?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2004. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4339>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er jihad?
Hugtakið jihad birtist oft í Kóraninum, sem er helgirit múslima. Orðið jihad merkir barátta eða átök. Á íslensku er það oft þýtt sem „heilagt stríð“ sem gefur satt að segja ekki alltaf rétta mynd af þessu fyrirbæri. Íslensku orðin „heilagt stríð“ eiga sér enga samsvörun í arabísku. Stríð er harb og muqaddas merkir helgi og þessi orð koma aldrei fyrir saman.

Hlutverk Kóransins og lagasetninga múslima var meðal annars að mynda nýjan flöt á samskiptum manna og kvenna og losa þau undan hefðum ættbálkasamfélagsins í Arabíu. Eitt af því sem einkenndi ættbálkana var svonefnd rassía sem var stjórnlaust stríð milli ættbálkanna. Af því orði er íslenska orðið rassía dregið, eins og þegar sagt er „lögreglan gerði rassíu”.

Íslam kom á reglu í samskiptum manna og jihad kom í stað rassíu. Jihad í Kóraninum hefur þar af leiðandi mjög jákvæða merkingu því meginmarkmið þess er að varðveita friðinn og spyrna gegn rassíu. Jihad felur þó í sér viðurkenningu á því að maðurinn hafi tilhneigingu til að syndga og virða ekki rétt náungans eða velferð samfélagsins almennt. Hugtakið jihad viðurkennir líka það eðli samfélaga að vera oft í stríði við hvort annað.

Í grófum dráttum skiptist jihad í tvennt: Stærra jihad (jihad al-akbar) og smærra jihad (jihad al-aksar). Hið stærra jihad er erfiðara og lýsir baráttunni sem við heyjum hvern einasta dag. Það er jihad innra með okkur sem merkir baráttu einstaklingsins við að standast freistingar djöfulsins.

Hið smærra jihad er hið ytra jihad. Bæði í Kóraninum og í Hadith, sem mynda grundvöllinn að lagakerfi múslima sem nefnist Sharía, eru til skýrar reglur um rétta hegðun í stríðsrekstri. Í reglunum endurspeglast áhyggjur af því að múslimar hegði sér með ofbeldisfullum hætti og drepi og ræni í nafni trúarinnar. Það myndi spilla friði samfélagsins og er því talið óæskilegt. Því eru settar skýrar reglur um það hvenær aðstæður eru réttar fyrir hið ytra jihad. Kóraninn fjallar um hið ytra jihad sem baráttu múslima gegn trúleysingjum. Ef samfélagi múslima stafar ógn af trúleysingjum er það skylda múslima (fard kifaya) að berjast gegn slíkri ógn. Múslimar eru hvattir til að berjast eins og er sagt í Kóraninum, „bi amwalihim wa anfusihim“ eða ‘með lífi sínu og eignum’.

Til að hvetja menn enn frekar til dáða eru lýsingar Kóransins mjög skýrar hvað varðar umbun hermanna falli þeir í þess konar stríði. Ef hermaðurinn er píslavottur (shahid) fær hann rakleiðis inngöngu í himnaríki en þarf ekki að bíða eftir endalokum tímans. Í þessum stríðsrekstri verða múslimar þó fyrst að gefa trúleysingjunum tækifæri til þess að gerast múslimar. Ef trúleysingjarnir gerast múslimar þá eru forsendur jihad ekki lengur fyrir hendi. Þá eru til margvíslegar reglur um það hvaða einstaklingar geta fengið undanþágu frá herþjónustu, um að ekki eigi að drepa konur og börn óvinarins, um meðferð stríðsfanga og farið er mjög nákvæmlega yfir það hvernig megi og eigi að skipta herfangi.

Kóraninn gefur ekki skýr svör um það hvort múslimar geti stundað jihad í sókn eða í vörn og stangast vers Kóransins á um þessi mál. Velflestir ritskýrendur bæði nú og fyrr telja að jihad sé einungis réttlætanlegt sem sjálfsvörn. Einungis megi beita því í sókn ef landsvæði múslima og trúariðkun þeirra sé í hættu. En margir telja líka að jihad ætti einnig að beita í sókn og að bardögum ættu ekki að linna fyrr en allur heimurinn tilheyrir múslimum og allir séu undir verndarvæng umma, sem er samfélag trúaðra. Í umma gera múslimar ráð fyrir að gyðingar og kristnir geta áfram stundað trú sína þó að þeir verði annars flokks þegnar. Þetta viðhorf er ekki einstakt fyrir íslam heldur hafa velflest trúarbrögð það að markmiði, meðal annars kristnin, „að gera allar þjóðir að lærisveinum”.

Hægt er að lesa meira um jihad á Vísindavefnum í grein eftir sama höfund sem heitir Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda. Þetta svar er byggt á greininni.

...