Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 33 svör fundust

Er Kóraninn til á íslensku?

Kóraninn kom út í íslenskri þýðingu Helga Hálfdanarsonar árið 1993 og endurskoðuð þýðing var gefin út tíu árum síðar. Kóraninn er víða til í enskum þýðingum á Netinu. Á síðunni Hypertext Qur'an er til að mynda hægt að lesa hann í tveimur mismunandi enskum þýðingum og einnig á frummálinu sem er arabíska. Hér...

Nánar

Hvaða bók er mest selda bók allra tíma?

Biblían er mest selda og mest lesna bók allra tíma. Vefsetur Guinness World Records áætlar að um 2.500.000.000 (2,5 milljarðar) eintaka hafi verið seld í heiminum síðan 1815! Biblían hefur verið þýdd á 2.233 tungumál og mállýskur. Reikna má með að annað trúarrit, Kóraninn, komi í öðru sæti en á þó harðri barátt...

Nánar

Hver eru meginatriðin í íslamstrú?

Múslímar nefnast þeir sem játa íslamstrú. Þeir skiptast í nokkrar fylkingar og nefnast tvær stærstu súnnítar og sjítar. Aðrir hópar innan íslam eru til dæmis vahabítar og ísmaelítar. Það sem allar fylkingarnar innan íslam eiga sameiginlegt, er trúin á einn guð, Allah, og að spámaður hans, Múhameð, hafi fyrir op...

Nánar

Hver skrifaði Kóraninn?

Múslímar telja að Kóraninn hafi vitrast Múhameð spámanni smám saman á 20 ára tímabili. Þá var Múhameð í leiðslu og Gabríel erkiengill birtist honum og opinberaði honum textann sem síðar varð að Kóraninum. Þegar Múhameð vaknaði úr leiðslunni fór hann með orðin sem honum höfðu vitrast. Sumir lærðu þau utanbókar e...

Nánar

Af hverju er talað um að vera í sjöunda himni en ekki þeim áttunda?

Orðasambandið að vera í sjöunda himni ‛vera afar glaður’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Þótt hugmyndin um sjö himna sé mjög gömul virðist þetta fasta orðasamband hafa borist hingað um það leyti, sennilega frá Danmörku, það er at være i den syvende himmel. Danir hafa líklegast f...

Nánar

Hver er munurinn á súnnítum og sjíta-múslimum?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Sigurðar Hólm Gunnarssonar og Andra Arnar Víðissonar: Hvað er múslími? Hverju trúa múslimar?Múslimar skiptast í tvær meginfylkingar, súnníta og sjíta. Súnna þýðir erfikenning, hin rétta kenning sem Múhameð lét skrá á Kóraninn eftir opinberunum sem hann fékk frá Allah, hinu...

Nánar

Hvað er jihad?

Hugtakið jihad birtist oft í Kóraninum, sem er helgirit múslima. Orðið jihad merkir barátta eða átök. Á íslensku er það oft þýtt sem „heilagt stríð“ sem gefur satt að segja ekki alltaf rétta mynd af þessu fyrirbæri. Íslensku orðin „heilagt stríð“ eiga sér enga samsvörun í arabísku. Stríð er harb og muqaddas merkir...

Nánar

Er sama tímatal notað í íslamstrú og kristinni trú?

Einfalda svarið við þessari spurningu er: nei, það er ekki sama tímatal notað í íslamstrú og í kristinni trú. Tímatal kristinna manna kallast gregoríanska tímatalið og er notað í flestum Vesturlöndum. Tímatal múslima er hins vegar kallað Hijri-tímatalið og er notað opinberlega í löndum við Persaflóa og þá sérstakl...

Nánar

Hver var Múhameð?

Múhameð (Muhammad Ibn Abdullah: Múhameð sonur Abdullah) er talinn hafa fæðst árið 570 samkvæmt okkar tímatali, í markaðsborginni Mekka á Arabíuskaga (í Hejaz). Abdullah, faðir Múhameðs, dó þegar Aminah, móðir Múhameðs, var komin tvo mánuði á leið. Afi Múhameðs varð verndari drengsins eftir fæðingu, en hann lést þe...

Nánar

Er til trúartákn í íslam hliðstætt krossinum í kristinni trú?

Ekkert slíkt tákn er í trúarbrögðum múslíma. Þó er mánasigð og stjarna oft talin svara til krossins. Þetta er oft kallað íslamski hálfmáninn. Til dæmis er Rauði hálfmáninn tákn hjálparstarfs Rauða krossins í löndum íslam. Í átrúnaði múslíma er þó ekki talað um mánasigðina sem slíkt tákn, enda var hún fyrst not...

Nánar

Af hverju er Jerúsalem heilög borg?

Þrenn trúarbrögð telja Abraham vera ættföður sinn: gyðingdómur, kristni og íslam. Margir sem aðhyllast þessi trúarbrögð líta svo á að Jerúsalem sé heilög borg. Frá 10. öld f.Kr. hafa gyðingar álitið Jerúsalem vera heilaga borg. Þeir beina bænum sínum enn í dag í átt að Jerúsalem og trúa því að Ísrael hafi verið...

Nánar

Hvernig breiddist íslam út?

Sú skoðun að íslam hafi breiðst út með „eldi og sverði“ er bæði útbreidd og á sér rætur langt aftur í aldir. Kannski er hún á vissan hátt forsenda þess að svo auðvelt sé að sannfæra fjölda fólks um heim allan um að múslimar séu að eðlisfari ofbeldisfullir og herskáir; að bæði liggi það einhvern veginn í trúnni sjá...

Nánar

Hverjir voru helstu leiðtogar íslams strax eftir dauða Múhameðs?

Rashidun er nafn sem fyrsta kalífadæminu eftir dauða Múhameðs var gefið. Fjórir kalífar stjórnuðu því frá 632-661. Orðið Rashidun mætti þýða sem hinir réttlátu eða hinir réttmætu; enska þýðingin er yfirleitt the rightly guided. Samkvæmt íslam var Múhameð síðasti spámaður guðs á jörðu. Múhameð lést árið 632 og þá v...

Nánar

Hvenær fóru konur að erfa til jafns við karla?

Sé litið til fornra hátta á vestrænu menningarsvæði í víðum skilningi birtast tvær leiðir við skiptingu arfs eftir kynjum. Í Gamla testamentinu er gert ráð fyrir því að synir erfi á undan dætrum, enda segir Drottinn í 4. Mósebók: En til Ísraelsmanna skalt þú mæla þessum orðum: Nú deyr maður og á ekki son, skul...

Nánar

Fleiri niðurstöður