Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvers vegna þurfa konur í íslamskri trú að hylja sig með blæju ef ekkert stendur í Kóraninum um það?

Ása Guðný Ásgeirsdóttir

Skiptar skoðanir eru um það hvort sú hefð að íslamskar konur hylji sig með blæju sé upprunnin í Kóraninum eða aðeins túlkun ráðandi afla á orðum Kóransins. Frá upphafi hefur verið deilt um hvernig túlka beri Kóraninn og hver hafi vald til þess. Lengst af hafa konur verið útilokaðar frá því ferli.

Í arabísku er orðið hijap notað yfir það þegar konur þurfa að hylja sig með blæju eða halda sig frá karlmönnum, öðrum en þeirra nánustu ættingjum. Nokkur vers í Kóraninum (til dæmis 33:59, 24:30-31) fjalla um hijap og hvernig hylja eigi ákveðna líkamsparta til þess að fyllsta siðgæðis sé gætt. Vers 33:59 hljómar til dæmis svona í íslenskri þýðingu Helga Hálfdanarsonar:

Spámaður, seg þú konum þínum, dætrum þínum og konum sanntrúaðra, að sveipa þétt um sig skikkjum sínum. Best fer á því, svo að þær þekkist og verði ekki fyrir áreitni. Allah er sáttfús og miskunnsamur.
Flestir túlka þessi vers á þann hátt að þau eigi við um allar konur og að þeim beri að hylja sig. Konur ættu að vera í kuflum og bera blæju svo að enginn óskyldur þeim þurfi að horfa á þær og "óhreinkist" eða "óhreinki" þær. Samt sem áður eru til aðrar skýringar á þessum versum.

Samkvæmt fræðimanninum Brooks (1995) er upphafleg merking orðsins hijap tjald eða skilrúm og á það rætur að rekja til kvenna Múhameðs, sem höfðu samskipti við óskylda karlmenn með því að dyljast á bak við tjald, svo að hvorki þær né sá sem talaði við þær "óhreinkaðist". Ef þær fóru út urðu þær að einnig að hylja sig. Þetta átti aðeins við um konur spámannsins og á meðan hann lifði hélst það þannig. Með tímanum fóru þessar reglur að eiga við allar konur og hefur það haldist til dagsins í dag.

Barazangi (2004) kemur með enn aðra skýringu. Hann telur að þessi vers hafi verið í Kóraninum til þess að leggja áherslu á að konur séu sjálfstæðir einstaklingar, aðgreindar frá fjölskyldu og eiginmönnum og geti iðkað trú sína sjálfstætt.


Blæjur: Val kvenna eða kúgun þeirra?

Í augum margra Vesturlandabúa ber blæjan vott um kúgun íslamskra kvenna; um leið og kona hefur sett upp blæjuna viðurkennir hún að eitthvað sé óhreint við líkama hennar og að hún sé undirgefin karlmanninum (Brooks, 1995). Oft er ekki skoðað hvaða skilning konurnar sjálfar leggja í þessa hefð og hvernig merkingin hefur breyst með tíð og tíma.

Það eru mismunandi ástæður fyrir því að konur hylja sig og þær gera það ekki alltaf vegna þess að þær séu neyddar til þess. Margar íslamskar konur tala um að þessi hefð veiti þeim frelsi frá því að vera eingöngu metnar vegna útlitsins. Einnig eru dæmi um að konur taki upp blæjur í pólitískum tilgangi. Samkvæmt Brooks (1995) fóru konur í Íran að vera með blæju og ganga í kufli (arab. chador) fyrir byltinguna 1979 til þess að mótmæla spillingu valdhafa sem vildu aðlaga Íran að háttum Vesturlanda og höfðu bannað slíkan klæðnað. Fyrir mörgum konum var kuflinn tákn um frelsi frá fyrri lífsháttum og vestrænum áhrifum. Nú eru konur alls staðar minntar á að þær séu í kufli vegna sigurs íslams og ef þær hætti að hylja sig stofni þær ríki íslams í hættu. Íslamskar konur huldar frá toppi til táar er orðnar að tákni fyrir framgang íslam og er þetta tákn nýtt til þess að árétta sérstöðu íslamskra ríkja gagnvart Vesturlöndum (Brooks, 1995).

Í Egyptalandi hefur bókstafstrúarmönnum vaxið ásmegin og hefur það haft áhrif á aðstæður kvenna. Í Kaíró hafa konur klæðst vestrænum fötum síðan um 1970 en nú hefur það færst í vöxt að konur úr lægri millistétt hylji sig. Enn eru þau viðhorf ríkjandi í samfélaginu að staður konunnar sé á heimilinu. Þær þurfa samt að vinna úti til þess að geta haldið í þann lífsstíl sem einkennir neðri millistéttina. Þær hylja sig til að vera álitnar góðar og siðsamar íslamskar konur, en geta samt haldið áfram að vinna úti.

Ástæðan fyrir því að konurnar hylja sig telur MacLeod (1992) liggja í árekstrinum sem verður milli þess sem ætti að vera og þess sem er. Þó konurnar vinna úti þýðir ekki að þær búi við aukið jafnrétti; störf þeirra eru illa launuð og krefjast ekki mikils af þeim. Þær geta ekki búist við því að eiginmennirnir létti undir við heimilisstörfin því karlar og konur eru talin hafa mismunandi eðli sem er óbreytanlegt. Konur verða að finna leiðir til þess að brjótast út úr hefðbundnum gildum samfélagsins með því að nota aðferðir sem eru innan ramma þess. Þetta gera þær með því að nota íslamska hefð, að hylja sig, og þannig halda þær þeim réttindum að vinna störf utan heimilisins. Þessi aðferð getur þó snúist í höndunum á þeim. Þær hafa lagt mikla áherslu á að þær kjósi þetta sjálfar en nú eru karlar farnir að krefjast þess af konum sínum að þær hylji sig. Hugsanlega líður ekki á löngu þangað til að valið hættir að vera þeirra (MacLeod, 1992).

Það má í raun bera þetta saman við þá umræðu sem á sér stað í íslensku samfélagi um þær miklu kröfur sem gerðar eru til kvenna í sambandi við útlit. Konur fara í fegrunaraðgerðir til þess að uppfylla óraunhæfa staðla sem samfélagið setur þeim. Margir tala mikið um val í þessu sambandi; konur velji að fara í þessar aðgerðir til þess að vera sáttar við sjálfa sig. Það má samt spyrja sig hvort um raunverulegt val sé að ræða, þegar tekið er til greina að enn er það samfélag sem við búum í gegnsýrt af hugmyndum gamla feðraveldisins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Brooks, G. (1995). Nine Parts of Desire, The Hidden World of Islamic Women. New York: Anchor Books Doubleday.
  • McLeod, A. E. (1992). Hegemonic Relations and Gender Resistence: The New Veiling as Accommodating Protest in Cairo. Signs, 17, 533-557.
  • Barazangi, N. H. (2004). Woman´s Identity and the Qur’an, a New Reading. Gainesville: University Press of Florida.
  • Myndin er af The many layers of the veil. Newswire: Religion.

Höfundur

M.A. í asískum fræðum

Útgáfudagur

9.12.2005

Spyrjandi

Berglind Eva Hauksdóttir, f. 1991

Tilvísun

Ása Guðný Ásgeirsdóttir. „Hvers vegna þurfa konur í íslamskri trú að hylja sig með blæju ef ekkert stendur í Kóraninum um það?“ Vísindavefurinn, 9. desember 2005. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5474.

Ása Guðný Ásgeirsdóttir. (2005, 9. desember). Hvers vegna þurfa konur í íslamskri trú að hylja sig með blæju ef ekkert stendur í Kóraninum um það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5474

Ása Guðný Ásgeirsdóttir. „Hvers vegna þurfa konur í íslamskri trú að hylja sig með blæju ef ekkert stendur í Kóraninum um það?“ Vísindavefurinn. 9. des. 2005. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5474>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna þurfa konur í íslamskri trú að hylja sig með blæju ef ekkert stendur í Kóraninum um það?
Skiptar skoðanir eru um það hvort sú hefð að íslamskar konur hylji sig með blæju sé upprunnin í Kóraninum eða aðeins túlkun ráðandi afla á orðum Kóransins. Frá upphafi hefur verið deilt um hvernig túlka beri Kóraninn og hver hafi vald til þess. Lengst af hafa konur verið útilokaðar frá því ferli.

Í arabísku er orðið hijap notað yfir það þegar konur þurfa að hylja sig með blæju eða halda sig frá karlmönnum, öðrum en þeirra nánustu ættingjum. Nokkur vers í Kóraninum (til dæmis 33:59, 24:30-31) fjalla um hijap og hvernig hylja eigi ákveðna líkamsparta til þess að fyllsta siðgæðis sé gætt. Vers 33:59 hljómar til dæmis svona í íslenskri þýðingu Helga Hálfdanarsonar:

Spámaður, seg þú konum þínum, dætrum þínum og konum sanntrúaðra, að sveipa þétt um sig skikkjum sínum. Best fer á því, svo að þær þekkist og verði ekki fyrir áreitni. Allah er sáttfús og miskunnsamur.
Flestir túlka þessi vers á þann hátt að þau eigi við um allar konur og að þeim beri að hylja sig. Konur ættu að vera í kuflum og bera blæju svo að enginn óskyldur þeim þurfi að horfa á þær og "óhreinkist" eða "óhreinki" þær. Samt sem áður eru til aðrar skýringar á þessum versum.

Samkvæmt fræðimanninum Brooks (1995) er upphafleg merking orðsins hijap tjald eða skilrúm og á það rætur að rekja til kvenna Múhameðs, sem höfðu samskipti við óskylda karlmenn með því að dyljast á bak við tjald, svo að hvorki þær né sá sem talaði við þær "óhreinkaðist". Ef þær fóru út urðu þær að einnig að hylja sig. Þetta átti aðeins við um konur spámannsins og á meðan hann lifði hélst það þannig. Með tímanum fóru þessar reglur að eiga við allar konur og hefur það haldist til dagsins í dag.

Barazangi (2004) kemur með enn aðra skýringu. Hann telur að þessi vers hafi verið í Kóraninum til þess að leggja áherslu á að konur séu sjálfstæðir einstaklingar, aðgreindar frá fjölskyldu og eiginmönnum og geti iðkað trú sína sjálfstætt.


Blæjur: Val kvenna eða kúgun þeirra?

Í augum margra Vesturlandabúa ber blæjan vott um kúgun íslamskra kvenna; um leið og kona hefur sett upp blæjuna viðurkennir hún að eitthvað sé óhreint við líkama hennar og að hún sé undirgefin karlmanninum (Brooks, 1995). Oft er ekki skoðað hvaða skilning konurnar sjálfar leggja í þessa hefð og hvernig merkingin hefur breyst með tíð og tíma.

Það eru mismunandi ástæður fyrir því að konur hylja sig og þær gera það ekki alltaf vegna þess að þær séu neyddar til þess. Margar íslamskar konur tala um að þessi hefð veiti þeim frelsi frá því að vera eingöngu metnar vegna útlitsins. Einnig eru dæmi um að konur taki upp blæjur í pólitískum tilgangi. Samkvæmt Brooks (1995) fóru konur í Íran að vera með blæju og ganga í kufli (arab. chador) fyrir byltinguna 1979 til þess að mótmæla spillingu valdhafa sem vildu aðlaga Íran að háttum Vesturlanda og höfðu bannað slíkan klæðnað. Fyrir mörgum konum var kuflinn tákn um frelsi frá fyrri lífsháttum og vestrænum áhrifum. Nú eru konur alls staðar minntar á að þær séu í kufli vegna sigurs íslams og ef þær hætti að hylja sig stofni þær ríki íslams í hættu. Íslamskar konur huldar frá toppi til táar er orðnar að tákni fyrir framgang íslam og er þetta tákn nýtt til þess að árétta sérstöðu íslamskra ríkja gagnvart Vesturlöndum (Brooks, 1995).

Í Egyptalandi hefur bókstafstrúarmönnum vaxið ásmegin og hefur það haft áhrif á aðstæður kvenna. Í Kaíró hafa konur klæðst vestrænum fötum síðan um 1970 en nú hefur það færst í vöxt að konur úr lægri millistétt hylji sig. Enn eru þau viðhorf ríkjandi í samfélaginu að staður konunnar sé á heimilinu. Þær þurfa samt að vinna úti til þess að geta haldið í þann lífsstíl sem einkennir neðri millistéttina. Þær hylja sig til að vera álitnar góðar og siðsamar íslamskar konur, en geta samt haldið áfram að vinna úti.

Ástæðan fyrir því að konurnar hylja sig telur MacLeod (1992) liggja í árekstrinum sem verður milli þess sem ætti að vera og þess sem er. Þó konurnar vinna úti þýðir ekki að þær búi við aukið jafnrétti; störf þeirra eru illa launuð og krefjast ekki mikils af þeim. Þær geta ekki búist við því að eiginmennirnir létti undir við heimilisstörfin því karlar og konur eru talin hafa mismunandi eðli sem er óbreytanlegt. Konur verða að finna leiðir til þess að brjótast út úr hefðbundnum gildum samfélagsins með því að nota aðferðir sem eru innan ramma þess. Þetta gera þær með því að nota íslamska hefð, að hylja sig, og þannig halda þær þeim réttindum að vinna störf utan heimilisins. Þessi aðferð getur þó snúist í höndunum á þeim. Þær hafa lagt mikla áherslu á að þær kjósi þetta sjálfar en nú eru karlar farnir að krefjast þess af konum sínum að þær hylji sig. Hugsanlega líður ekki á löngu þangað til að valið hættir að vera þeirra (MacLeod, 1992).

Það má í raun bera þetta saman við þá umræðu sem á sér stað í íslensku samfélagi um þær miklu kröfur sem gerðar eru til kvenna í sambandi við útlit. Konur fara í fegrunaraðgerðir til þess að uppfylla óraunhæfa staðla sem samfélagið setur þeim. Margir tala mikið um val í þessu sambandi; konur velji að fara í þessar aðgerðir til þess að vera sáttar við sjálfa sig. Það má samt spyrja sig hvort um raunverulegt val sé að ræða, þegar tekið er til greina að enn er það samfélag sem við búum í gegnsýrt af hugmyndum gamla feðraveldisins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

  • Brooks, G. (1995). Nine Parts of Desire, The Hidden World of Islamic Women. New York: Anchor Books Doubleday.
  • McLeod, A. E. (1992). Hegemonic Relations and Gender Resistence: The New Veiling as Accommodating Protest in Cairo. Signs, 17, 533-557.
  • Barazangi, N. H. (2004). Woman´s Identity and the Qur’an, a New Reading. Gainesville: University Press of Florida.
  • Myndin er af The many layers of the veil. Newswire: Religion.
...