Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Stendur einhvers staðar í Kóraninum að konur eigi að hylja sig og bera blæju?

Vala Bjarney Gunnarsdóttir

Á nokkrum stöðum í Kóraninum er að finna texta sem hægt er að túlka sem tilmæli um að konum beri að hylja sig. Sumir textarnir virðast einungis fela í sér boð um almenna hógværð og látleysi en ekki endilega fyrirmæli um ákveðinn klæðaburð.

Mikill munur er á því hvernig fræðimenn túlka þessa texta. Sumir líta svo á að Kóraninn geri alls engar kröfur um að konur skuli klæðast slæðu. Þeir sem lengst ganga í túlkun sinni telja hins vegar að það eina sem megi sjást af konu sé annað auga hennar (Jackson og Monk-Turner, 2015).

Sumir líta svo á að Kóraninn geri alls engar kröfur um að konur skuli klæðast slæðu. Aðrir túlka ritið þannig að það eina sem megi sjást af konu sé annað auga hennar.

Arabíska orðið híjab er í dag notað sem samheiti yfir slæðuna sem sumar múslímakonur bera. Híjab er nefnt sjö sinnum í Kóraninum, en þó ekki alltaf sem klæði. Hægt er að greina fernskonar merkingu híjab innan íslam:

  1. Aðskilnaður, þó að híjab eigi við um slæðuna sjálfa þá er híjab líka menningarleg stofnun.
  2. Efni sem kalífar notuðu til að hylja sig frá öðrum.
  3. Híjab er allt það sem hylur og gerir okkur ónæm fyrir hinu guðlega.
  4. Híjab er líka yfirskilvitlegur verndargripur sem gerir það að verkum að sá sem hefur híjab er ósæranlegur og mun verða farsæll í sínu lífi.[1]

Hér fyrir neðan fylgja þau dæmi úr Kóraninum sem helst eiga við. Það fer síðan eftir túlkun hvaða vers eru notuð að réttlæta notkun slæðunnar.

Segið trúuðum mönnum, að þeir skuli beina sjónum sínum burt frá freistingum og aftra girndum holdsins. Þá verður líf þeirra hreinna. Allah veit allt sem þeir hafast að. (24. súra, 30. vers, bls. 209.)

Segðu trúuðum konum, að þeim beri að hverfa sjónum sínum burt frá freistingum og vernda hreinleik sinn að hylja sína prýði, nema þá sem kemur í ljós að eðlilegum hætti, að bregða blæju yfir barm sinn og eigi birta fegurð sína öðrum en eiginmanni sínum, föður sínum, tengdaföður, sonum sínum, stjúpsonum, bræðrum sínum, bræðrasonum og systrasonum, konum sínum og ambáttum, vönuðum þjónum og börnum sem ekkert vita um kvenlega nekt. Og eigi skulu þær slá fótum í gangi, svo sem til að sýna sín földu djásn. Þér trúaðir, hverfið til Allah í iðrun, svo að yður vegni vel. (24. súra, 31. vers, bls. 209.)

Þér trúaðir, gangið ekki inn í hús Spámannsins til málsverðar án leyfis fyrr en á réttum tíma. En sé yðr boðið, þá gangið inn, og hverfið brott að máltíð lokinni, en sitjið ekki um kyrrt til þess að taka þátt í samræðum á heimilinu, því það myndi angra Spámanninn, og honum þætti miður að biðja ypur að hverfa á braut. En Allah fyrirverður sig ekki fyrir sannleikann. Ef þér beiðizt einhvers af konum Spámannsins, þá talið til þeirra bakvið tjald. Það er hreinlegast fyrir yður og fyrir þær. Ekki megið þér angra Sendiboða Allah, né heldur ganga að eiga konur hans á eftir honum; það væri gróft afbrot í augum Allah. (33. súra, 53. vers, bls. 255.)

Spámaður, seg þú konum þínum, dætrum þínum, og konum sanntrúaðra að sveipa þétt um sig skikkjum sínum. Bezt fer á því, svo að þær þekkist og verði ekki fyrir áreitni. Allah fyrirgefur og er miskunnsamur. (33. súra, 59. vers, bls. 257.)

Síðasta súran er talin bera vitni um siðferðilega hnignun samfélagsins í Medína á tímum Spámannsins. Konur hans höfðu verið áreittar á götum úti og þótti því réttast að aðgreina frjálsar konur sem ekki mátti áreita á einhvern hátt frá þrælum. Orðið skikkja sem hér er notað í þýðingunni er í upprunalega textanum jílbab. Um merkingu þess eru sérfræðingar ekki sammála. (Goto, 2004, 281).

Versin segja ekki beinlínis að konur skuli alltaf ganga með slæður eða að þær skuli hylja sig. Sá siður að konur bæru einhvers konar klæði eða slæður til að hylja sig viðgekkst víða. Súra 24, vers 31, á aðeins við um frjálsar konur sem aðhyllast íslam.

Konur í Afganistan að flokka rúsínur.

Í Kóraninum er talað um að hylja beri líkamsparta sem nefnast awra. Orðið þýddi upphaflega eitthvað sem er skammarlegt að horfa á og hefur verið þýtt sem kynfæri. Fram til 12. aldar hafði awra fernskonar merkingu eftir túlkun fræðimanna þess tíma. Í fyrsta lagi var awra milli karla og í öðru lagi var awra milli kvenna. Í báðum tilvikum þurfti aðeins að hylja sig frá nafla niður að hnjám. Í þriðja lagi var awra kvenna í návist karla og í fjórða lagi awra karla í návist kvenna. Hér veltur það á stöðu konunnar hvaða líkamshlutar skuli vera huldir og hvað aðrir karlmenn mega sjá (Goto, 2004, bls 287-292).

Í stuttu máli sagt er það álitamál hvort konur séu skyldugar samkvæmt Kóraninum til að ganga með slæðu. Það veltur meðal annars á sjálfsmynd kvenna og hvernig og hvort þær vilja tjá hana á tiltekinn hátt. Einnig hafa stjórnvöld mikið um þetta að segja. Dæmi eru til um að konur séu bæði þvingaðar til að bera slæðuna og hylja sig og einnig að þær séu þvingaðar til að taka slæðuna niður (Goto, 2004).

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu TRÚ203G Mið-Austurlönd: Trúarbrögð, stjórnmál, og saga vorið 2016 í umsjón Magnúsar Þorkels Bernharðssonar.

Höfundur

Vala Bjarney Gunnarsdóttir

BA-nemi í mannfræði

Útgáfudagur

26.4.2016

Spyrjandi

Heiða Ingólfsdóttir

Tilvísun

Vala Bjarney Gunnarsdóttir. „Stendur einhvers staðar í Kóraninum að konur eigi að hylja sig og bera blæju?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2016, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72126.

Vala Bjarney Gunnarsdóttir. (2016, 26. apríl). Stendur einhvers staðar í Kóraninum að konur eigi að hylja sig og bera blæju? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72126

Vala Bjarney Gunnarsdóttir. „Stendur einhvers staðar í Kóraninum að konur eigi að hylja sig og bera blæju?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2016. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72126>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Stendur einhvers staðar í Kóraninum að konur eigi að hylja sig og bera blæju?
Á nokkrum stöðum í Kóraninum er að finna texta sem hægt er að túlka sem tilmæli um að konum beri að hylja sig. Sumir textarnir virðast einungis fela í sér boð um almenna hógværð og látleysi en ekki endilega fyrirmæli um ákveðinn klæðaburð.

Mikill munur er á því hvernig fræðimenn túlka þessa texta. Sumir líta svo á að Kóraninn geri alls engar kröfur um að konur skuli klæðast slæðu. Þeir sem lengst ganga í túlkun sinni telja hins vegar að það eina sem megi sjást af konu sé annað auga hennar (Jackson og Monk-Turner, 2015).

Sumir líta svo á að Kóraninn geri alls engar kröfur um að konur skuli klæðast slæðu. Aðrir túlka ritið þannig að það eina sem megi sjást af konu sé annað auga hennar.

Arabíska orðið híjab er í dag notað sem samheiti yfir slæðuna sem sumar múslímakonur bera. Híjab er nefnt sjö sinnum í Kóraninum, en þó ekki alltaf sem klæði. Hægt er að greina fernskonar merkingu híjab innan íslam:

  1. Aðskilnaður, þó að híjab eigi við um slæðuna sjálfa þá er híjab líka menningarleg stofnun.
  2. Efni sem kalífar notuðu til að hylja sig frá öðrum.
  3. Híjab er allt það sem hylur og gerir okkur ónæm fyrir hinu guðlega.
  4. Híjab er líka yfirskilvitlegur verndargripur sem gerir það að verkum að sá sem hefur híjab er ósæranlegur og mun verða farsæll í sínu lífi.[1]

Hér fyrir neðan fylgja þau dæmi úr Kóraninum sem helst eiga við. Það fer síðan eftir túlkun hvaða vers eru notuð að réttlæta notkun slæðunnar.

Segið trúuðum mönnum, að þeir skuli beina sjónum sínum burt frá freistingum og aftra girndum holdsins. Þá verður líf þeirra hreinna. Allah veit allt sem þeir hafast að. (24. súra, 30. vers, bls. 209.)

Segðu trúuðum konum, að þeim beri að hverfa sjónum sínum burt frá freistingum og vernda hreinleik sinn að hylja sína prýði, nema þá sem kemur í ljós að eðlilegum hætti, að bregða blæju yfir barm sinn og eigi birta fegurð sína öðrum en eiginmanni sínum, föður sínum, tengdaföður, sonum sínum, stjúpsonum, bræðrum sínum, bræðrasonum og systrasonum, konum sínum og ambáttum, vönuðum þjónum og börnum sem ekkert vita um kvenlega nekt. Og eigi skulu þær slá fótum í gangi, svo sem til að sýna sín földu djásn. Þér trúaðir, hverfið til Allah í iðrun, svo að yður vegni vel. (24. súra, 31. vers, bls. 209.)

Þér trúaðir, gangið ekki inn í hús Spámannsins til málsverðar án leyfis fyrr en á réttum tíma. En sé yðr boðið, þá gangið inn, og hverfið brott að máltíð lokinni, en sitjið ekki um kyrrt til þess að taka þátt í samræðum á heimilinu, því það myndi angra Spámanninn, og honum þætti miður að biðja ypur að hverfa á braut. En Allah fyrirverður sig ekki fyrir sannleikann. Ef þér beiðizt einhvers af konum Spámannsins, þá talið til þeirra bakvið tjald. Það er hreinlegast fyrir yður og fyrir þær. Ekki megið þér angra Sendiboða Allah, né heldur ganga að eiga konur hans á eftir honum; það væri gróft afbrot í augum Allah. (33. súra, 53. vers, bls. 255.)

Spámaður, seg þú konum þínum, dætrum þínum, og konum sanntrúaðra að sveipa þétt um sig skikkjum sínum. Bezt fer á því, svo að þær þekkist og verði ekki fyrir áreitni. Allah fyrirgefur og er miskunnsamur. (33. súra, 59. vers, bls. 257.)

Síðasta súran er talin bera vitni um siðferðilega hnignun samfélagsins í Medína á tímum Spámannsins. Konur hans höfðu verið áreittar á götum úti og þótti því réttast að aðgreina frjálsar konur sem ekki mátti áreita á einhvern hátt frá þrælum. Orðið skikkja sem hér er notað í þýðingunni er í upprunalega textanum jílbab. Um merkingu þess eru sérfræðingar ekki sammála. (Goto, 2004, 281).

Versin segja ekki beinlínis að konur skuli alltaf ganga með slæður eða að þær skuli hylja sig. Sá siður að konur bæru einhvers konar klæði eða slæður til að hylja sig viðgekkst víða. Súra 24, vers 31, á aðeins við um frjálsar konur sem aðhyllast íslam.

Konur í Afganistan að flokka rúsínur.

Í Kóraninum er talað um að hylja beri líkamsparta sem nefnast awra. Orðið þýddi upphaflega eitthvað sem er skammarlegt að horfa á og hefur verið þýtt sem kynfæri. Fram til 12. aldar hafði awra fernskonar merkingu eftir túlkun fræðimanna þess tíma. Í fyrsta lagi var awra milli karla og í öðru lagi var awra milli kvenna. Í báðum tilvikum þurfti aðeins að hylja sig frá nafla niður að hnjám. Í þriðja lagi var awra kvenna í návist karla og í fjórða lagi awra karla í návist kvenna. Hér veltur það á stöðu konunnar hvaða líkamshlutar skuli vera huldir og hvað aðrir karlmenn mega sjá (Goto, 2004, bls 287-292).

Í stuttu máli sagt er það álitamál hvort konur séu skyldugar samkvæmt Kóraninum til að ganga með slæðu. Það veltur meðal annars á sjálfsmynd kvenna og hvernig og hvort þær vilja tjá hana á tiltekinn hátt. Einnig hafa stjórnvöld mikið um þetta að segja. Dæmi eru til um að konur séu bæði þvingaðar til að bera slæðuna og hylja sig og einnig að þær séu þvingaðar til að taka slæðuna niður (Goto, 2004).

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu TRÚ203G Mið-Austurlönd: Trúarbrögð, stjórnmál, og saga vorið 2016 í umsjón Magnúsar Þorkels Bernharðssonar.

...