Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju klæðast sumar íslamskar konur búrku, hvenær varð sá siður til?

Vala Bjarney Gunnarsdóttir

Hér er einnig svarað spurningunum:
Hver er uppruni búrku, niqab og hijab og hver er munurinn á þessu þrennu? Af hverju klæða margar múslímskar konur sig í búrku, niqab og hijab?

Arabíska orðið hijab er notað um eina tiltekna tegund slæðu sem margar múslimakonur bera. Það er einnig samheiti yfir allar gerðir af slæðunni. Slæðurnar eru fernskonar: níkab, tjador, búrka og híjab. Í ensku eru notuð orðin: niqab, chador, burka og hijab.

Slæðan nefnist híjab þegar hún hylur aðeins hár og háls. Níkab hylur allan líkamann nema augun og tíðkast meðal annars í Jemen. Tjador er slæða sem er tekin saman undir höku og hylur allan líkamann nema hendur og andlit[1]. Búrka er slá sem hylur konuna frá toppi til táar og konan sér eingöngu í gegnum net.

Hægt er að klæðast slæðunni á ýmsan máta.

Það hvernig slæðan er borin veltur meðal annars á lagalegu umhverfi, ólíkum trúarhópum innan íslam og ýmis konar menningarlegum mun. Munurinn getur til dæmis falist í því hvernig slæðan er fest upp, hversu mikið hún hylur, hvaða litur er á slæðunni og svo framvegis.

Ekki er hægt að rekja uppruna slæðunnar beint til íslam þar sem sá siður að konur huldu sig á einhvern hátt var til staðar löngu fyrir tíma íslam. Elstu dæmi um slíkt er að finna í Mesópótamíu fyrir um 5.000 árum.[2][3][4]

Í sumum fornum menningarsamfélögum voru slæður notaðar til þess að beina athygli karla frá konum og var táknrænt gildi þeirra tvíþætt. Í fyrsta lagi var slæðan merki um að konan sem bar hana væri hátt sett og í öðru lagi var hún borin til að aðgreina konur frá körlum. Slæðan var einnig notuð sem tæki til að kúga konur.[5][6] Þetta átti ekki eingöngu við um íslam heldur meðal annars líka kristni og gyðingdóm. Fyrir nýlendutímann huldu flestar konur í Mið-Austurlöndum hár sitt, óháð trú eða því hvaða stétt þær tilheyrðu. Upp úr nýlendutímanum hættu flestar konur að nota slæðuna vegna mikilla áhrifa frá vestrænum löndum og voru kristnar konur og gyðingar fyrri til en þær sem tilheyrðu íslam. Frá þeim tíma fór slæðan að verða séríslamskt fyrirbæri í huga almennings.[7]

Í Kóraninum þýðir híjab einfaldlega aðskilnaður. Konur Múhameðs voru þær fyrstu til að bera slæðu. Híjab er nefnt sjö sinnum í Kóraninum en ekki í samhengi við slæðuna eins og við þekkjum hana í dag. Hægt er að greina fernskonar merkingu híjab innan íslam, bæði í nútímalegum skilningi og hefðbundnum:

  1. Aðskilnaður, þó að híjab eigi við um slæðuna sjálfa þá er híjab líka menningarleg stofnun.
  2. Efni sem kalífar notuðu til að hylja sig frá öðrum.
  3. Híjab er allt það sem hylur og gerir okkur ónæm fyrir hinu guðlega.
  4. Híjab er líka yfirskilvitlegur verndargripur sem gerir það að verkum að sá sem hefur híjab er ósæranlegur og mun verða farsæll í sínu lífi.[8]

Í fyrstu báru eingöngu konur af efri stéttum slæðuna. Hún var tákn um aðskilnað milli kvenna og karla og það var ekki fyrr en árið 1873, þegar stofnaður var stúlknaskóli í Kaíró í Egyptalandi, sem konur tóku fyrst upp á því að taka slæðuna niður. Konur komust þá í sífellt meiri kynni við vestræna menningu og urðu fyrir áhrifum þaðan.

Götumynd frá Shiraz í Íran. Myndin var tekin árið 2005.

Árið 1899 gaf egypski rithöfundurinn Kasim Amin út bókina Tahrir al-mar’a þar sem hann segir að konur séu ekki undirmenn karla, að þær ættu rétt á menntun, slæðan væri af hinu illa og stæði ekki fyrir neinu öðru en aðskilnaði og undirokun kvenna. Í kjölfar þessa fóru konur í nálægum löndum einnig að láta slæðuna falla. Á áttunda áratug síðustu aldar fóru konur hins vegar í auknum mæli að bera slæðuna aftur og sömuleiðis fóru karlmenn að klæðast hefðbundnari klæðnaði. Í dag á híjab almennt séð við slæðuna og stendur hún fyrir hógværð kvenna.[9][10]

Konur gefa ýmsar skýringar á því af hverju þær bera slæðuna í dag. Í rannsókn þar sem konur frá Óman, Kúveit, Jórdaníu, Bandaríkjunum og Egyptalandi voru spurðar af hverju þær bæru slæðu kom ýmislegt fram. Meðal annars að tilgangurinn væri að ítreka að þær væru múslimar en líka að hafna vestrænum gildum. Þá var það einnig til að sýna uppruna eða hvaða stétt konan tilheyrði. Hjá öðrum var ástæðan praktísk, það þyrfti ekki að velta of mikið fyrir sér hvaða fötum skyldi klæðast meðan aðrar sögðu að slæðan væri borin til að framfylgja kröfum karlmanna í fjölskyldunni.[11]

Tilvísanir:
  1. ^ Jackson, K. E., Monk-Turner, E. (2015). The Meaning of Hijab: Voices of muslim women in egypt and yemen. Journal of International Women's Studies, 16(2), 30-48.
  2. ^ Fayyaz, W., & Kamal, A. (2014). Practicing hijab (veil): A source of autonomy and self-esteem for modern muslim women. The Journal of Humanities and Social Sciences, 22(1), 19-34.
  3. ^ Jackson, K. E., Monk-Turner, E. (2015). The Meaning of Hijab: Voices of muslim women in egypt and yemen. Journal of International Women's Studies, 16(2), 30-48.
  4. ^ Goto, E. (2004). Qur’an and the Veil: Contexts and Interpretations of the Revelation. International Journal of Asian Studies, 1(2), 277-295.
  5. ^ Jackson, K. E., Monk-Turner, E. (2015). The Meaning of Hijab: Voices of muslim women in egypt and yemen. Journal of International Women's Studies, 16(2), 30-48.
  6. ^ Goto, E. (2004). Qur’an and the Veil: Contexts and Interpretations of the Revelation. International Journal of Asian Studies, 1(2), 277-295.
  7. ^ Ahmed, L. (2011). A Quiet Revolution: The Veil’s Resurgence, from the Middle East to America. Bandaríkjunum: Yale University Press.
  8. ^ Chelhod, J. (1966). Hidjab. Í Encyclopaedia of Islam. (3. bindi, bls 359-361). Hollandi: E.J. Brill.
  9. ^ Ahmed, L. (2011). A Quiet Revolution: The Veil’s Resurgence, from the Middle East to America. Bandaríkjunum: Yale University Press.
  10. ^ Glassé, C. (1989). The concise encyclopædia of Islam. (bls 156). London: Stacey International.
  11. ^ Jackson, K. E., Monk-Turner, E. (2015). The Meaning of Hijab: Voices of muslim women in egypt and yemen. Journal of International Women's Studies, 16(2), 30-48.

Myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu TRÚ203G Mið-Austurlönd: Trúarbrögð, stjórnmál, og saga vorið 2016 í umsjón Magnúsar Þorkels Bernharðssonar.

Höfundur

Vala Bjarney Gunnarsdóttir

BA-nemi í mannfræði

Útgáfudagur

12.4.2016

Spyrjandi

Gyða Dröfn Hannesdóttir

Tilvísun

Vala Bjarney Gunnarsdóttir. „Af hverju klæðast sumar íslamskar konur búrku, hvenær varð sá siður til?“ Vísindavefurinn, 12. apríl 2016, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71563.

Vala Bjarney Gunnarsdóttir. (2016, 12. apríl). Af hverju klæðast sumar íslamskar konur búrku, hvenær varð sá siður til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71563

Vala Bjarney Gunnarsdóttir. „Af hverju klæðast sumar íslamskar konur búrku, hvenær varð sá siður til?“ Vísindavefurinn. 12. apr. 2016. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71563>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju klæðast sumar íslamskar konur búrku, hvenær varð sá siður til?
Hér er einnig svarað spurningunum:

Hver er uppruni búrku, niqab og hijab og hver er munurinn á þessu þrennu? Af hverju klæða margar múslímskar konur sig í búrku, niqab og hijab?

Arabíska orðið hijab er notað um eina tiltekna tegund slæðu sem margar múslimakonur bera. Það er einnig samheiti yfir allar gerðir af slæðunni. Slæðurnar eru fernskonar: níkab, tjador, búrka og híjab. Í ensku eru notuð orðin: niqab, chador, burka og hijab.

Slæðan nefnist híjab þegar hún hylur aðeins hár og háls. Níkab hylur allan líkamann nema augun og tíðkast meðal annars í Jemen. Tjador er slæða sem er tekin saman undir höku og hylur allan líkamann nema hendur og andlit[1]. Búrka er slá sem hylur konuna frá toppi til táar og konan sér eingöngu í gegnum net.

Hægt er að klæðast slæðunni á ýmsan máta.

Það hvernig slæðan er borin veltur meðal annars á lagalegu umhverfi, ólíkum trúarhópum innan íslam og ýmis konar menningarlegum mun. Munurinn getur til dæmis falist í því hvernig slæðan er fest upp, hversu mikið hún hylur, hvaða litur er á slæðunni og svo framvegis.

Ekki er hægt að rekja uppruna slæðunnar beint til íslam þar sem sá siður að konur huldu sig á einhvern hátt var til staðar löngu fyrir tíma íslam. Elstu dæmi um slíkt er að finna í Mesópótamíu fyrir um 5.000 árum.[2][3][4]

Í sumum fornum menningarsamfélögum voru slæður notaðar til þess að beina athygli karla frá konum og var táknrænt gildi þeirra tvíþætt. Í fyrsta lagi var slæðan merki um að konan sem bar hana væri hátt sett og í öðru lagi var hún borin til að aðgreina konur frá körlum. Slæðan var einnig notuð sem tæki til að kúga konur.[5][6] Þetta átti ekki eingöngu við um íslam heldur meðal annars líka kristni og gyðingdóm. Fyrir nýlendutímann huldu flestar konur í Mið-Austurlöndum hár sitt, óháð trú eða því hvaða stétt þær tilheyrðu. Upp úr nýlendutímanum hættu flestar konur að nota slæðuna vegna mikilla áhrifa frá vestrænum löndum og voru kristnar konur og gyðingar fyrri til en þær sem tilheyrðu íslam. Frá þeim tíma fór slæðan að verða séríslamskt fyrirbæri í huga almennings.[7]

Í Kóraninum þýðir híjab einfaldlega aðskilnaður. Konur Múhameðs voru þær fyrstu til að bera slæðu. Híjab er nefnt sjö sinnum í Kóraninum en ekki í samhengi við slæðuna eins og við þekkjum hana í dag. Hægt er að greina fernskonar merkingu híjab innan íslam, bæði í nútímalegum skilningi og hefðbundnum:

  1. Aðskilnaður, þó að híjab eigi við um slæðuna sjálfa þá er híjab líka menningarleg stofnun.
  2. Efni sem kalífar notuðu til að hylja sig frá öðrum.
  3. Híjab er allt það sem hylur og gerir okkur ónæm fyrir hinu guðlega.
  4. Híjab er líka yfirskilvitlegur verndargripur sem gerir það að verkum að sá sem hefur híjab er ósæranlegur og mun verða farsæll í sínu lífi.[8]

Í fyrstu báru eingöngu konur af efri stéttum slæðuna. Hún var tákn um aðskilnað milli kvenna og karla og það var ekki fyrr en árið 1873, þegar stofnaður var stúlknaskóli í Kaíró í Egyptalandi, sem konur tóku fyrst upp á því að taka slæðuna niður. Konur komust þá í sífellt meiri kynni við vestræna menningu og urðu fyrir áhrifum þaðan.

Götumynd frá Shiraz í Íran. Myndin var tekin árið 2005.

Árið 1899 gaf egypski rithöfundurinn Kasim Amin út bókina Tahrir al-mar’a þar sem hann segir að konur séu ekki undirmenn karla, að þær ættu rétt á menntun, slæðan væri af hinu illa og stæði ekki fyrir neinu öðru en aðskilnaði og undirokun kvenna. Í kjölfar þessa fóru konur í nálægum löndum einnig að láta slæðuna falla. Á áttunda áratug síðustu aldar fóru konur hins vegar í auknum mæli að bera slæðuna aftur og sömuleiðis fóru karlmenn að klæðast hefðbundnari klæðnaði. Í dag á híjab almennt séð við slæðuna og stendur hún fyrir hógværð kvenna.[9][10]

Konur gefa ýmsar skýringar á því af hverju þær bera slæðuna í dag. Í rannsókn þar sem konur frá Óman, Kúveit, Jórdaníu, Bandaríkjunum og Egyptalandi voru spurðar af hverju þær bæru slæðu kom ýmislegt fram. Meðal annars að tilgangurinn væri að ítreka að þær væru múslimar en líka að hafna vestrænum gildum. Þá var það einnig til að sýna uppruna eða hvaða stétt konan tilheyrði. Hjá öðrum var ástæðan praktísk, það þyrfti ekki að velta of mikið fyrir sér hvaða fötum skyldi klæðast meðan aðrar sögðu að slæðan væri borin til að framfylgja kröfum karlmanna í fjölskyldunni.[11]

Tilvísanir:
  1. ^ Jackson, K. E., Monk-Turner, E. (2015). The Meaning of Hijab: Voices of muslim women in egypt and yemen. Journal of International Women's Studies, 16(2), 30-48.
  2. ^ Fayyaz, W., & Kamal, A. (2014). Practicing hijab (veil): A source of autonomy and self-esteem for modern muslim women. The Journal of Humanities and Social Sciences, 22(1), 19-34.
  3. ^ Jackson, K. E., Monk-Turner, E. (2015). The Meaning of Hijab: Voices of muslim women in egypt and yemen. Journal of International Women's Studies, 16(2), 30-48.
  4. ^ Goto, E. (2004). Qur’an and the Veil: Contexts and Interpretations of the Revelation. International Journal of Asian Studies, 1(2), 277-295.
  5. ^ Jackson, K. E., Monk-Turner, E. (2015). The Meaning of Hijab: Voices of muslim women in egypt and yemen. Journal of International Women's Studies, 16(2), 30-48.
  6. ^ Goto, E. (2004). Qur’an and the Veil: Contexts and Interpretations of the Revelation. International Journal of Asian Studies, 1(2), 277-295.
  7. ^ Ahmed, L. (2011). A Quiet Revolution: The Veil’s Resurgence, from the Middle East to America. Bandaríkjunum: Yale University Press.
  8. ^ Chelhod, J. (1966). Hidjab. Í Encyclopaedia of Islam. (3. bindi, bls 359-361). Hollandi: E.J. Brill.
  9. ^ Ahmed, L. (2011). A Quiet Revolution: The Veil’s Resurgence, from the Middle East to America. Bandaríkjunum: Yale University Press.
  10. ^ Glassé, C. (1989). The concise encyclopædia of Islam. (bls 156). London: Stacey International.
  11. ^ Jackson, K. E., Monk-Turner, E. (2015). The Meaning of Hijab: Voices of muslim women in egypt and yemen. Journal of International Women's Studies, 16(2), 30-48.

Myndir:


Þetta svar var unnið í námskeiðinu TRÚ203G Mið-Austurlönd: Trúarbrögð, stjórnmál, og saga vorið 2016 í umsjón Magnúsar Þorkels Bernharðssonar.

...