Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa konur í Mið-Austurlöndum kosningarétt?

EDS

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvar í heiminum er það algengast að konur hafi ekki kosningarétt?
  • Í hvaða löndum hafa konur ekki kosningarétt?

Ekki er til ein og algild skilgreining á því hvaða lönd teljast til Mið-Austurlanda. Afmörkunin getur að einhverju leyti farið eftir samhenginu eða forsendum hverju sinni. Hugtakið nær þó venjulega um það bil yfir löndin fyrir botni Miðjarðarhafs, Arabíuskagann, Íran, Tyrkland og Norður-Afríku.

Ólíkt því sem margir halda hafa konur kosningarétt í öllum ríkjum Mið-Austurlanda og það sama gildir í raun um öll önnur lönd að einu undanskildu.

Eftir því sem næst verður komist er Vatíkanið nú eina landið í heiminum þar sem konur hafa ekki kosningarétt. Einu kosningarnar sem þar fara fram eru páfakjör. Páfi er kjörinn af kardínálum en þeir eru æðstu menn kaþólsku kirkjunnar á eftir páfa. Konur geta ekki orðið kardínálar og þar af leiðandi ekki tekið þátt í þessum kosningum.

Síðasta landið til að veita konum kosningarétt var Sádi-Arabía. Árið 2011 tilkynnti Abdullah konungur Sáda að konur mættu bjóða sig fram og kjósa í sveitastjórnarkosningum árið 2015. Það var svo þann 12. desember 2015 sem konur þar í landi fengu í fyrsta skipti að nýta þennan rétt sinn. Reyndar er ekkert sérlega mikil kosningahefð í landinu og karlar hafa ekki kosið mikið oftar, en þeir höfðu þó réttinn til þess þá sjaldan að kosið var.

Konur í Sádi-Arabíu máttu í fyrsta skipti kjósa í desember 2015. Rúmlega 130.000 konur skráðu sig á kjörskrá. Til samanburðar voru yfir 1 milljón karla á kjörskrá.

Ekki er ýkja langt síðan konur fengu kosningarétt í nokkrum öðrum löndum og í sumum tilfellum gildir það sama um karla. Til dæmis voru lengi vel ekki haldnar kosningar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og þar af leiðandi fengu hvorki karlar né konur að kjósa. Frá 2006 hafa konur þar í landi í einhverjum mæli fengið að taka þátt í kosningum til ráðgefandi þings og hafa nú sama rétt og karlar. Litlu fyrr, eða 2003, fengu konur kosningarétt í Óman og árið 2002 í Barein. Árið 2001 fengu konur í Afganistan kosningarétt á ný eftir að Talíbanastjórnin felldi þennan rétt úr gildi 1996.

Vert er að hafa í huga að rétturinn til að kjósa er ekki hið sama og það að nýta sér þann rétt. Félagslegar og menningarlegar hindranir eru án efa takmarkandi þættir þegar kemur að víðtækri kosningaþátttöku kvenna í löndum þar sem ekki er mikil hefð fyrir kosningum. Það er hins vegar efni í annað svar.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

10.5.2016

Síðast uppfært

15.2.2021

Spyrjandi

Svava Ólafsdóttir, Karítas Hvönn Baldursdóttir, Birta

Tilvísun

EDS. „Hafa konur í Mið-Austurlöndum kosningarétt?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2016, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=24892.

EDS. (2016, 10. maí). Hafa konur í Mið-Austurlöndum kosningarétt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=24892

EDS. „Hafa konur í Mið-Austurlöndum kosningarétt?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2016. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=24892>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa konur í Mið-Austurlöndum kosningarétt?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvar í heiminum er það algengast að konur hafi ekki kosningarétt?
  • Í hvaða löndum hafa konur ekki kosningarétt?

Ekki er til ein og algild skilgreining á því hvaða lönd teljast til Mið-Austurlanda. Afmörkunin getur að einhverju leyti farið eftir samhenginu eða forsendum hverju sinni. Hugtakið nær þó venjulega um það bil yfir löndin fyrir botni Miðjarðarhafs, Arabíuskagann, Íran, Tyrkland og Norður-Afríku.

Ólíkt því sem margir halda hafa konur kosningarétt í öllum ríkjum Mið-Austurlanda og það sama gildir í raun um öll önnur lönd að einu undanskildu.

Eftir því sem næst verður komist er Vatíkanið nú eina landið í heiminum þar sem konur hafa ekki kosningarétt. Einu kosningarnar sem þar fara fram eru páfakjör. Páfi er kjörinn af kardínálum en þeir eru æðstu menn kaþólsku kirkjunnar á eftir páfa. Konur geta ekki orðið kardínálar og þar af leiðandi ekki tekið þátt í þessum kosningum.

Síðasta landið til að veita konum kosningarétt var Sádi-Arabía. Árið 2011 tilkynnti Abdullah konungur Sáda að konur mættu bjóða sig fram og kjósa í sveitastjórnarkosningum árið 2015. Það var svo þann 12. desember 2015 sem konur þar í landi fengu í fyrsta skipti að nýta þennan rétt sinn. Reyndar er ekkert sérlega mikil kosningahefð í landinu og karlar hafa ekki kosið mikið oftar, en þeir höfðu þó réttinn til þess þá sjaldan að kosið var.

Konur í Sádi-Arabíu máttu í fyrsta skipti kjósa í desember 2015. Rúmlega 130.000 konur skráðu sig á kjörskrá. Til samanburðar voru yfir 1 milljón karla á kjörskrá.

Ekki er ýkja langt síðan konur fengu kosningarétt í nokkrum öðrum löndum og í sumum tilfellum gildir það sama um karla. Til dæmis voru lengi vel ekki haldnar kosningar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og þar af leiðandi fengu hvorki karlar né konur að kjósa. Frá 2006 hafa konur þar í landi í einhverjum mæli fengið að taka þátt í kosningum til ráðgefandi þings og hafa nú sama rétt og karlar. Litlu fyrr, eða 2003, fengu konur kosningarétt í Óman og árið 2002 í Barein. Árið 2001 fengu konur í Afganistan kosningarétt á ný eftir að Talíbanastjórnin felldi þennan rétt úr gildi 1996.

Vert er að hafa í huga að rétturinn til að kjósa er ekki hið sama og það að nýta sér þann rétt. Félagslegar og menningarlegar hindranir eru án efa takmarkandi þættir þegar kemur að víðtækri kosningaþátttöku kvenna í löndum þar sem ekki er mikil hefð fyrir kosningum. Það er hins vegar efni í annað svar.

Heimildir og mynd:

...