Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:26 • Sest 04:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:54 • Síðdegis: 13:57 í Reykjavík

Hvernig er nýr páfi valinn?

Jürgen Jamin

Kosning páfa er flókið ferli sem einkennist af aldagamalli reynslu. Mjög strangar reglur og miklar hefðir fylgja kjörinu. Páfakjör má ekki hefjast fyrr en 15 dögum eftir andlát páfa. Þá koma kardínálarnir saman til að kjósa páfa, en þeir eru æðstu menn kaþólsku kirkjunnar á eftir páfa.

Við fráfall páfa koma kardínálar kaþólsku kirkjunnar til Rómar á Ítalíu en kardínálar mynda sérstaka ráðsnefnd páfans (einskonar öldungadeild) og endurspegla heimskirkjuna, það er koma hvaðanæva úr heiminum.


Sixtínska kapellan í Vatíkaninu þar sem kjör páfa fer fram.

Mjög ákveðnar reglur og hefðir ríkja við val á nýjum páfa. Kardínálarnir mega til dæmis ekki ræða kjör páfa við fjölmiðla eða nokkurn mann. Umræður um kjörið hefjast ekki fyrr en þeir hafa verið læstir inni í Vatíkaninu. Kardínálarnir eru í einangrun þangað til þeir hafa valið nýjan páfa. Þeir hafa ekki aðgang að fjölmiðlum, hvorki blöðum, tímaritum, útvarpi né sjónvarpi og farsímar eru bannaðir.

Mikil leynd hvílir líka yfir samkomu kardínálanna. Allar dyr að þeim hluta Vatíkansins sem kjör páfa fer fram eru innsiglaðar. Inngangsins er síðan gætt af öryggisvörðum. Allt sem fer inn til kardínálanna er skoðað gaumgæfilega, jafnvel maturinn. Hugmyndin með einangruninni er sú að kardínálarnir geti hugleitt og rætt kjör nýs páfa í friði og ró. Í raun og veru er hver kaþólskur karlmaður kjörgengur í embættið en hefðin segir að einn kardínálanna muni ganga út sem nýr páfi.

Atkvæðagreiðslan fer fram í hinni svokölluðu Sixtínsku kapellu. Kapellan er hluti af hinum miklu byggingum í Vatíkaninu. Sixtínska kapellan er einkum þekkt fyrir að þar er páfi valinn og þar eru fágæt listaverk meðal annars eftir hinn fræga Michelangelo.


Sixtínska kapellan er fræg fyrir fágæt listaverk sem þar prýða veggi og loft.

Í kapellunni eru hásæti fyrir hvern kardínála. Hásæti hvers og eins er hulið fjólubláu klæði og fyrir framan hvert hásæti er borð sem einnig er hulið fjólubláu klæði. Á altarinu er svo allt sem þarf til kjörsins, atkvæðaseðlar, stór kaleikur sem notaður er undir ösku seðlanna, grunnur diskur sem atkvæðin eru sett í þegar þau eru talin, silfurkassi sem notaður er þegar atkvæðaseðlunum skal brennt og kassi sem færður er til þess kardínála sem hugsanlega er of veikur eða veikburða til að koma til kapellunnar sjálfrar.

Í hinum enda kapellunnar er svo lítill ofn þar sem atkvæðaseðlarnir eru brenndir. Ofninn er útbúinn þannig að reykurinn frá honum liðast upp á þak kapellunnar. Þangað til niðurstaða fæst er kosið tvisvar að morgni og tvisvar að kvöldi. Reykur liðast því upp á þak Sixtínsku kapellunnar fjórum sinnum á dag þar til nýr páfi er kjörinn.

Ef enginn fær tvo þriðju hluta atkvæða er atkvæðaseðlunum brennt og blautt hey sett í ofninn. Þá verður reykurinn svartur og umheimurinn fær að vita að kjósa þurfi aftur. Árið 1996 breytti Jóhannes Páll II páfi reglum um kjör páfa þannig að ef enginn hefur fengið tvo þriðju hluta atkvæða eftir þrettán daga dugar hreinn meirihluti. Þegar niðurstaða er loks fengin eru atkvæðaseðlarnir brenndir einir og sér og reykurinn verður hvítur. Mannfjöldinn sér að niðurstaða er fengin en veit þó ekki enn hver nýi páfinn er. Þá eru fjólubláu klæðin sem voru yfir hásætunum tekin niður nema af sæti þess kardínála sem hefur verið kjörinn. Hann er spurður hvort hann samþykki kjörið og með því samþykki verður hann páfi.

Hver páfi verður að velja sér nafn en þessi siður á rót sína að rekja allt til 10. aldar. Það eru engar sérstakar reglur um það hvernig nýr páfi velur sér nafn en gjarnan velur hann nafn dýrlings sem hann heldur upp á eða nafn sem annar páfi hefur borið og heiðrar þannig minningu hans.


Jóhannes Páll II.

Síðasti páfi valdi sér nafnið Jóhannes Páll II. Á undan honum var Jóhannes Páll I sem aðeins var páfi í um mánuð árið 1978. Hann hafði tekið sér nöfn þeirra tveggja páfa sem þar fóru á undan, Jóhannesar XXIII sem sat á páfastóli 1958-1963 og Páls VI sem var páfi 1963-1978. Aldrei hefur nýkjörinn páfi valið sér nafn fyrsta páfans, Péturs postula sjálfs.

Þann 19. apríl 2005 var þýski kardínálinn Joseph Ratzinger kjörinn nýr páfi og tók hann sér þá nafnið Benedikt XVI.

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvers vegna hét síðasti páfi Jóhannes Páll II?
  • Með hvaða hætti velur nýr páfi sér nafn (eða er honum valið nafn)?

Myndir:

Höfundur

sóknarprestur við Kristskirkju í Landakoti

Útgáfudagur

19.4.2005

Spyrjandi

Brynjar Birgisson
Logi Huldar Gunnlaugsson
Ágústa Sigurbjörnsdóttir

Tilvísun

Jürgen Jamin. „Hvernig er nýr páfi valinn?“ Vísindavefurinn, 19. apríl 2005. Sótt 24. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4914.

Jürgen Jamin. (2005, 19. apríl). Hvernig er nýr páfi valinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4914

Jürgen Jamin. „Hvernig er nýr páfi valinn?“ Vísindavefurinn. 19. apr. 2005. Vefsíða. 24. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4914>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er nýr páfi valinn?
Kosning páfa er flókið ferli sem einkennist af aldagamalli reynslu. Mjög strangar reglur og miklar hefðir fylgja kjörinu. Páfakjör má ekki hefjast fyrr en 15 dögum eftir andlát páfa. Þá koma kardínálarnir saman til að kjósa páfa, en þeir eru æðstu menn kaþólsku kirkjunnar á eftir páfa.

Við fráfall páfa koma kardínálar kaþólsku kirkjunnar til Rómar á Ítalíu en kardínálar mynda sérstaka ráðsnefnd páfans (einskonar öldungadeild) og endurspegla heimskirkjuna, það er koma hvaðanæva úr heiminum.


Sixtínska kapellan í Vatíkaninu þar sem kjör páfa fer fram.

Mjög ákveðnar reglur og hefðir ríkja við val á nýjum páfa. Kardínálarnir mega til dæmis ekki ræða kjör páfa við fjölmiðla eða nokkurn mann. Umræður um kjörið hefjast ekki fyrr en þeir hafa verið læstir inni í Vatíkaninu. Kardínálarnir eru í einangrun þangað til þeir hafa valið nýjan páfa. Þeir hafa ekki aðgang að fjölmiðlum, hvorki blöðum, tímaritum, útvarpi né sjónvarpi og farsímar eru bannaðir.

Mikil leynd hvílir líka yfir samkomu kardínálanna. Allar dyr að þeim hluta Vatíkansins sem kjör páfa fer fram eru innsiglaðar. Inngangsins er síðan gætt af öryggisvörðum. Allt sem fer inn til kardínálanna er skoðað gaumgæfilega, jafnvel maturinn. Hugmyndin með einangruninni er sú að kardínálarnir geti hugleitt og rætt kjör nýs páfa í friði og ró. Í raun og veru er hver kaþólskur karlmaður kjörgengur í embættið en hefðin segir að einn kardínálanna muni ganga út sem nýr páfi.

Atkvæðagreiðslan fer fram í hinni svokölluðu Sixtínsku kapellu. Kapellan er hluti af hinum miklu byggingum í Vatíkaninu. Sixtínska kapellan er einkum þekkt fyrir að þar er páfi valinn og þar eru fágæt listaverk meðal annars eftir hinn fræga Michelangelo.


Sixtínska kapellan er fræg fyrir fágæt listaverk sem þar prýða veggi og loft.

Í kapellunni eru hásæti fyrir hvern kardínála. Hásæti hvers og eins er hulið fjólubláu klæði og fyrir framan hvert hásæti er borð sem einnig er hulið fjólubláu klæði. Á altarinu er svo allt sem þarf til kjörsins, atkvæðaseðlar, stór kaleikur sem notaður er undir ösku seðlanna, grunnur diskur sem atkvæðin eru sett í þegar þau eru talin, silfurkassi sem notaður er þegar atkvæðaseðlunum skal brennt og kassi sem færður er til þess kardínála sem hugsanlega er of veikur eða veikburða til að koma til kapellunnar sjálfrar.

Í hinum enda kapellunnar er svo lítill ofn þar sem atkvæðaseðlarnir eru brenndir. Ofninn er útbúinn þannig að reykurinn frá honum liðast upp á þak kapellunnar. Þangað til niðurstaða fæst er kosið tvisvar að morgni og tvisvar að kvöldi. Reykur liðast því upp á þak Sixtínsku kapellunnar fjórum sinnum á dag þar til nýr páfi er kjörinn.

Ef enginn fær tvo þriðju hluta atkvæða er atkvæðaseðlunum brennt og blautt hey sett í ofninn. Þá verður reykurinn svartur og umheimurinn fær að vita að kjósa þurfi aftur. Árið 1996 breytti Jóhannes Páll II páfi reglum um kjör páfa þannig að ef enginn hefur fengið tvo þriðju hluta atkvæða eftir þrettán daga dugar hreinn meirihluti. Þegar niðurstaða er loks fengin eru atkvæðaseðlarnir brenndir einir og sér og reykurinn verður hvítur. Mannfjöldinn sér að niðurstaða er fengin en veit þó ekki enn hver nýi páfinn er. Þá eru fjólubláu klæðin sem voru yfir hásætunum tekin niður nema af sæti þess kardínála sem hefur verið kjörinn. Hann er spurður hvort hann samþykki kjörið og með því samþykki verður hann páfi.

Hver páfi verður að velja sér nafn en þessi siður á rót sína að rekja allt til 10. aldar. Það eru engar sérstakar reglur um það hvernig nýr páfi velur sér nafn en gjarnan velur hann nafn dýrlings sem hann heldur upp á eða nafn sem annar páfi hefur borið og heiðrar þannig minningu hans.


Jóhannes Páll II.

Síðasti páfi valdi sér nafnið Jóhannes Páll II. Á undan honum var Jóhannes Páll I sem aðeins var páfi í um mánuð árið 1978. Hann hafði tekið sér nöfn þeirra tveggja páfa sem þar fóru á undan, Jóhannesar XXIII sem sat á páfastóli 1958-1963 og Páls VI sem var páfi 1963-1978. Aldrei hefur nýkjörinn páfi valið sér nafn fyrsta páfans, Péturs postula sjálfs.

Þann 19. apríl 2005 var þýski kardínálinn Joseph Ratzinger kjörinn nýr páfi og tók hann sér þá nafnið Benedikt XVI.

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvers vegna hét síðasti páfi Jóhannes Páll II?
  • Með hvaða hætti velur nýr páfi sér nafn (eða er honum valið nafn)?

Myndir:

...