Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er merkingin í orðatiltækinu 'að tefla við páfann'?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið að tefla við páfann merkir ‘að ganga örna sinna, kúka’. Elst dæmi um það í ritmálssafni Orðabókarinnar er frá miðri 19. öld í bréfi frá Jónasi Hallgrímssyni. Af sama tagi eru orðasamböndin að heimsækja páfann, að tala við páfann og að gjalda páfanum skatt og eru þau öll yngri. Einnig er talað um að tefla hraðskák við páfann ef einhver þarf að kasta af sér vatni.


Fjöltefli við páfann.

Ólafur Davíðsson þjóðsagna- og þjóðháttasafnari nefnir í riti sínu Skemtanir (1888–92:275) samböndin að tefla við páfann, tefla við hana tófu og að tefla við Þóri ,,sem alt er sama og að leysa buxurnar“ eins og hann komst að orði en merkingin er hin sama og áður var nefnd. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals er einnig nefnt sambandið að tefla við Bárð.

Orðasambandið tefla við páfann virðist ekki eiga sér samsvaranir annars staðar en hugsanlegt er að það sé eldra en ritaðar heimildir segja til um og að með því hafi átt að sýna páfanum óvirðingu eftir siðskiptin. Sú beina merking hvarf síðar og orðasamböndin voru og eru enn mörg þeirra notuð í gamansömum tón án beinnar tilvísunar til páfans (eða annarra).

Tengd svör á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

11.1.2008

Spyrjandi

Atli Már Þorgrímsson, Einar Kristinsson, Edda Björk Ármannsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er merkingin í orðatiltækinu 'að tefla við páfann'?“ Vísindavefurinn, 11. janúar 2008, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6998.

Guðrún Kvaran. (2008, 11. janúar). Hver er merkingin í orðatiltækinu 'að tefla við páfann'? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6998

Guðrún Kvaran. „Hver er merkingin í orðatiltækinu 'að tefla við páfann'?“ Vísindavefurinn. 11. jan. 2008. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6998>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er merkingin í orðatiltækinu 'að tefla við páfann'?
Orðasambandið að tefla við páfann merkir ‘að ganga örna sinna, kúka’. Elst dæmi um það í ritmálssafni Orðabókarinnar er frá miðri 19. öld í bréfi frá Jónasi Hallgrímssyni. Af sama tagi eru orðasamböndin að heimsækja páfann, að tala við páfann og að gjalda páfanum skatt og eru þau öll yngri. Einnig er talað um að tefla hraðskák við páfann ef einhver þarf að kasta af sér vatni.


Fjöltefli við páfann.

Ólafur Davíðsson þjóðsagna- og þjóðháttasafnari nefnir í riti sínu Skemtanir (1888–92:275) samböndin að tefla við páfann, tefla við hana tófu og að tefla við Þóri ,,sem alt er sama og að leysa buxurnar“ eins og hann komst að orði en merkingin er hin sama og áður var nefnd. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals er einnig nefnt sambandið að tefla við Bárð.

Orðasambandið tefla við páfann virðist ekki eiga sér samsvaranir annars staðar en hugsanlegt er að það sé eldra en ritaðar heimildir segja til um og að með því hafi átt að sýna páfanum óvirðingu eftir siðskiptin. Sú beina merking hvarf síðar og orðasamböndin voru og eru enn mörg þeirra notuð í gamansömum tón án beinnar tilvísunar til páfans (eða annarra).

Tengd svör á Vísindavefnum:

Mynd:...