Sólin Sólin Rís 03:07 • sest 23:55 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:30 • Sest 01:36 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:26 • Síðdegis: 20:40 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:26 í Reykjavík

Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað?

María S. Jóhönnudóttir

Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er ein elsta, stærsta og áhrifamesta íslamska hreyfing Egyptalands, og þótt víðar væri leitað.[1] Bræðralag múslíma var stofnað árið 1928 af kennaranum Hassan al-Banna en meðlimir bræðralagsins tilheyra súnnítum.[2]

Merki Bræðralags múslíma.

Al-Banna fæddist árið 1906 í Mahmudiyya sem er lítill bær í Egyptalandi um það bil 145 kílómetrum norðvestur af Kaíró. Hann ólst upp á mjög trúuðu og íhaldssömu heimili þar sem guðrækni og guðhræðsla skipuðu veglegan sess. Ungur að aldri tengdist hann Reglu Hasafiyya sem var súfískt leyndarfélag (e. Sufi mystic circle). Aðeins 13 ára gamall var hann skipaður ritari nýs hóps sem tilheyrði þeirri reglu. Hópurinn barðist fyrir verndun á íslömsku siðgæði og gegn kristniboðum í bænum. Að loknu grunnskólanámi flutti hann 16 ára gamall til Kaíró og innritaðist í Dar al-Ulum, fyrstu nútíma menntastofnun Egyptalands sem bauð upp á æðri menntun. Á lokaári sínu í Dar al-Ulum ákvað Al-Banna að það yrði hans persónulega verkefni að endurvekja hugmyndir um íslamskt samfélag og kenningar íslams, ásamt því að veita ungu fólki og almenningi leiðbeiningar um hvernig ætti að lifa hinu sanna íslamska lífi.[3]

Al-Banna hóf að kenna árið 1927 í borginni Ismailiyya í norðausturhluta Egyptalands. Auk þess að kenna ferðaðist hann um og kynnti boðskap sinn. Hann vildi að Egyptar mundu snúa sér að upprunanum, til íslams.[4]

Árið 1928 urðu sex verkamenn uppnumdir af boðskap al-Banna um hið sanna íslamska líf og þeir báðu hann um að leiða baráttu fyrir þessum skoðunum. Þetta var upphafið að Bræðralagi múslíma. Í fyrstu starfaði bræðralagið aðeins í Ismailyya og fór starfið fyrst og fremst fram á kaffihúsum og í moskum. Smám saman breiddist það út til annarra borga og bæja í Egyptalandi. Á tveimur áratugum undir stjórn al-Banna náði hreyfingin yfirburðum í samanburði við önnur samtök sem börðust fyrir svipuðum gildum. Árið 1929 voru deildir í bræðralaginu fjórar, árið 1949 voru þær orðnar tvö þúsund. Meðlimum fjölgaði einnig gríðarlega, árið 1928 voru þeir 300, en um miðjan fimmta áratug voru þeir orðnir 600.000.[5]

Hassan al-Banna (1906–1949).

Í fyrstu voru helstu stuðningsmenn bræðralagsins verkamenn í þéttbýli og innflytjendur í dreifbýli. Smám saman fékk hreyfingin stuðning meðal efri- og millistéttar og meðal háskólastúdenta. Á upphafsárum sínum setti bræðralagið upp skóla, spítala, læknastofur og studdi við fátæka. Bræðralagið gagnrýndi harðlega hernám Breta sem ríkisstjórn Egyptalands hins vegar studdi.[6]

Árið 1932 færði al-Banna stjórnstöð bræðralagsins frá Ismailyya til Kaíró. Eftir að hafa starfað þar í ár gaf hreyfingin út vikulegt tímarit. Bræðralag múslíma var í upphafi trúarleg hreyfing sem einbeitti sér að félagslegum málum, en það breyttist á síðari hluta fjórða áratugs síðustu aldar. Árið 1941 hóf bræðralagið formleg afskipti af stjórnmálum þegar það bauð sig fram í alþingiskosningum í Egyptalandi, en trúarlegi þátturinn hvarf þó aldrei. Bræðralagið kallaði eftir félagslegum breytingum og krafðist þess að breski herinn færi strax frá landinu. Í maí sama ár fyrirskipaði breski herinn al-Banna að fara frá Kaíró og í október voru al-Banna og fleiri leiðtogar bræðralagsins handteknir. Í kjölfarið voru fundir bræðralagsins bannaðir. Það stóð þó ekki lengi þar sem Bretar höfðu öðrum hnöppum að hneppa vegna síðari heimsstyrjaldarinnar og fór svo að leiðtogum bræðralagsins var sleppt úr fangelsi, fundir hreyfingarinnar hófust á ný og nýjum meðlimum fjölgaði gífurlega.[7]

Tveimur árum síðar stofnaði hreyfingin leynilegan hernaðararm bræðralagsins (e. secret apparatus), markmiðið var að vernda leiðtogana og hugmyndir hreyfingarinnar með pólitísku ofbeldi.[8]

Árið 1947 fundu egypsk stjórnvöld mikið af vopnum sem þau tengdu við bræðralagið. Ári síðar fundu þau jeppa fullan af sprengiefni og var fundurinn einnig tengdur bræðralaginu. Í kjölfarið var hreyfingin leyst upp árið 1948 og margir af leiðtogum hennar fangelsaðir fyrir ofbeldi. Hreyfingin hefndi sín með því að myrða forsætisráðherra Egyptalands, Mahmud Fahmi al-Nuqrashi, en hann bar ábyrgð á því að leysa hana upp. Tveimur mánuðum síðar var stofnandi bræðralagsins, Hassan al-Banna, myrtur af stjórnvöldum. Sá sem tók við Bræðralagi múslíma var fyrrum dómari, Hasan Isma‘il al-Hudaybi. Þótt hann hefði ekki sömu persónutöfra og al-Banna var hann áhrifamikill og hélt hreyfingunni saman.

Herforingjum fagnað á götum Kaíró. Árið 1952 rændu nokkrir herforingjar völdum í Egyptalandi, þeirra á meðal var Gamal Abdel Nasser (annar frá hægri af þeim sem standa á bílnum). Hann varð seinna forseti landsins. Í byrjun voru góð tengsl á milli Bræðralags múslíma og nýrra valdhafa en það stóð ekki lengi.

Þann 23. júlí 1952 rændu nokkrir liðsforingjar völdum í Egyptalandi og afnámu í kjölfarið konungsveldið. Þeir höfðu sterk tengsl við bræðralagið og um skamma hríð lék allt í lyndi milli hinna nýju stjórnvalda í Egyptalandi og samtakanna. Margir leiðtogar bræðralagsins voru leystir úr haldi og samtökin gátu hafið starfsemi á ný. Spennan á milli hreyfingarinnar og stjórnvalda jókst þó um leið og stjórnvöld náðu betri tökum á egypsku samfélagi.[9]

Eftir átök á milli stjórnvalda og bræðralagsins var það aftur leyst upp þann 13. janúar 1954. Einn meðlimur bræðralagsins reyndi að ráða Gamal Abdel Nasser (1918-1970) forseta Egyptalands af dögum í október 1954 og í kjölfarið voru þúsundir meðlima þess handteknir og leiddir fyrir dómara. Sex menn voru dæmdir til dauða en hundruðir voru fangelsaðir og pyntaðir. Nasser notaði tækifærið og beitti áhrifum sínum óspart gegn hreyfingunni. Hann hélt því fram að bræðralagið stefndi að því að steypa ríkisstjórninni af stóli og hrifsa völdin. Frá árinu 1954 til 1970 var Bræðralag múslíma aðalskotmark egypskra stjórnvalda. Þúsundir meðlima örmögnuðust í fangelsum þar sem margir þeirra fengu ekki nauðsynlega aðstoð og voru pyntaðir reglulega. Aðrir meðlimir fóru í felur eða útlegð til Sádi-Arabíu, Sýrlands, Jórdaníu og Líbanons.[10]

Í dag eru afbrigði af Bræðralagi múslíma til í rúmlega 70 löndum, meðal annars í Katar, Súdan, Filippseyjum, Indónesíu, Bosníu, Jemen, Sýrlandi, Jórdaníu, Tyrklandi, Þýskalandi, Bretlandi og Ástralíu. Meðlimir bræðralagsins og stuðningsmenn þess, fjármögnuðu og stofnuðu meðal annars Al Kaída og hryðjuverkasamtökin Hamas.[11] Árið 2013 var talið að meðlimir í bræðralaginu væru um ein milljón.[12]

Tilvísanir:
 1. ^ Müge Aknur, The Muslim Brotherhood in Politics in Egypt: From Moderation to Authoritarianism? Uluslararasi Hukuk ve Politika, 9:33 (2013), bls. 4
 2. ^ Rachel Ehrenfeld, The Muslim Brotherhood Evolution: An Overview, American Foreign Policy Interests 33:2 (2011), bls. 71 og 73.
 3. ^ Carrie Rosefsky Wickham, The Muslim Brotherhood. Evolution of an Islamist Movement (New Jersey 2013), bls. 20-21.
 4. ^ Carrie Rosefsky Wickham, The Muslim Brotherhood, bls. 22-23.
 5. ^ Carrie Rosefsky Wickham, The Muslim Brotherhood, bls. 22-23.
 6. ^ Leila Ahmed, A Quiet Revolution. The Veil´s Resurgence, from the Middle East to America, New Haven and London 2011, bls. 50-51 og Rupe Simms, "Islam Is Our Politics": A Gramscian Analysis of the Muslim Brotherhood (1928-1953), Social Compass 49:4 (2002), bls. 571
 7. ^ Ziad Munson, Islamic Mobilization: Social Movement Theory and the Egyptian Muslim Brotherhood, The Sociological Quarterly, 4:42 (2001), bls. 488-489.
 8. ^ Ziad Munson, Islamic Mobilization: Social Movement Theory and the Egyptian Muslim Brotherhood, The Sociological Quarterly, bls. 489
 9. ^ Ziad Munson, Islamic Mobilization: Social Movement Theory and the Egyptian Muslim Brotherhood, The Sociological Quarterly, bls. 489
 10. ^ Carrie Rosefsky Wickham, The Muslim Brotherhood, bls. 26-28.
 11. ^ Rachel Ehrenfeld, „The Muslim Brotherhood Evolution: An Overview“, bls. 76.
 12. ^ Patrick Kingsley, Who are the Muslim Brotherhood?, af vefsíðunni The Guardian, 2. apríl 2013, skoðað 27. febrúar 2016.

Myndir:


Upprunaleg spurning Önnu Kristínar var: Hvað geturðu sagt mér um íslam í Egyptalandi?

Þetta svar var unnið í námskeiðinu TRÚ203G Mið-Austurlönd: Trúarbrögð, stjórnmál, og saga vorið 2016 í umsjón Magnúsar Þorkels Bernharðssonar.

Höfundur

María S. Jóhönnudóttir

M.A.-nemi í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

13.4.2016

Spyrjandi

Anna Kristín Halldórsdóttir

Tilvísun

María S. Jóhönnudóttir. „Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað?“ Vísindavefurinn, 13. apríl 2016. Sótt 2. júlí 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=71974.

María S. Jóhönnudóttir. (2016, 13. apríl). Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71974

María S. Jóhönnudóttir. „Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað?“ Vísindavefurinn. 13. apr. 2016. Vefsíða. 2. júl. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71974>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað?
Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er ein elsta, stærsta og áhrifamesta íslamska hreyfing Egyptalands, og þótt víðar væri leitað.[1] Bræðralag múslíma var stofnað árið 1928 af kennaranum Hassan al-Banna en meðlimir bræðralagsins tilheyra súnnítum.[2]

Merki Bræðralags múslíma.

Al-Banna fæddist árið 1906 í Mahmudiyya sem er lítill bær í Egyptalandi um það bil 145 kílómetrum norðvestur af Kaíró. Hann ólst upp á mjög trúuðu og íhaldssömu heimili þar sem guðrækni og guðhræðsla skipuðu veglegan sess. Ungur að aldri tengdist hann Reglu Hasafiyya sem var súfískt leyndarfélag (e. Sufi mystic circle). Aðeins 13 ára gamall var hann skipaður ritari nýs hóps sem tilheyrði þeirri reglu. Hópurinn barðist fyrir verndun á íslömsku siðgæði og gegn kristniboðum í bænum. Að loknu grunnskólanámi flutti hann 16 ára gamall til Kaíró og innritaðist í Dar al-Ulum, fyrstu nútíma menntastofnun Egyptalands sem bauð upp á æðri menntun. Á lokaári sínu í Dar al-Ulum ákvað Al-Banna að það yrði hans persónulega verkefni að endurvekja hugmyndir um íslamskt samfélag og kenningar íslams, ásamt því að veita ungu fólki og almenningi leiðbeiningar um hvernig ætti að lifa hinu sanna íslamska lífi.[3]

Al-Banna hóf að kenna árið 1927 í borginni Ismailiyya í norðausturhluta Egyptalands. Auk þess að kenna ferðaðist hann um og kynnti boðskap sinn. Hann vildi að Egyptar mundu snúa sér að upprunanum, til íslams.[4]

Árið 1928 urðu sex verkamenn uppnumdir af boðskap al-Banna um hið sanna íslamska líf og þeir báðu hann um að leiða baráttu fyrir þessum skoðunum. Þetta var upphafið að Bræðralagi múslíma. Í fyrstu starfaði bræðralagið aðeins í Ismailyya og fór starfið fyrst og fremst fram á kaffihúsum og í moskum. Smám saman breiddist það út til annarra borga og bæja í Egyptalandi. Á tveimur áratugum undir stjórn al-Banna náði hreyfingin yfirburðum í samanburði við önnur samtök sem börðust fyrir svipuðum gildum. Árið 1929 voru deildir í bræðralaginu fjórar, árið 1949 voru þær orðnar tvö þúsund. Meðlimum fjölgaði einnig gríðarlega, árið 1928 voru þeir 300, en um miðjan fimmta áratug voru þeir orðnir 600.000.[5]

Hassan al-Banna (1906–1949).

Í fyrstu voru helstu stuðningsmenn bræðralagsins verkamenn í þéttbýli og innflytjendur í dreifbýli. Smám saman fékk hreyfingin stuðning meðal efri- og millistéttar og meðal háskólastúdenta. Á upphafsárum sínum setti bræðralagið upp skóla, spítala, læknastofur og studdi við fátæka. Bræðralagið gagnrýndi harðlega hernám Breta sem ríkisstjórn Egyptalands hins vegar studdi.[6]

Árið 1932 færði al-Banna stjórnstöð bræðralagsins frá Ismailyya til Kaíró. Eftir að hafa starfað þar í ár gaf hreyfingin út vikulegt tímarit. Bræðralag múslíma var í upphafi trúarleg hreyfing sem einbeitti sér að félagslegum málum, en það breyttist á síðari hluta fjórða áratugs síðustu aldar. Árið 1941 hóf bræðralagið formleg afskipti af stjórnmálum þegar það bauð sig fram í alþingiskosningum í Egyptalandi, en trúarlegi þátturinn hvarf þó aldrei. Bræðralagið kallaði eftir félagslegum breytingum og krafðist þess að breski herinn færi strax frá landinu. Í maí sama ár fyrirskipaði breski herinn al-Banna að fara frá Kaíró og í október voru al-Banna og fleiri leiðtogar bræðralagsins handteknir. Í kjölfarið voru fundir bræðralagsins bannaðir. Það stóð þó ekki lengi þar sem Bretar höfðu öðrum hnöppum að hneppa vegna síðari heimsstyrjaldarinnar og fór svo að leiðtogum bræðralagsins var sleppt úr fangelsi, fundir hreyfingarinnar hófust á ný og nýjum meðlimum fjölgaði gífurlega.[7]

Tveimur árum síðar stofnaði hreyfingin leynilegan hernaðararm bræðralagsins (e. secret apparatus), markmiðið var að vernda leiðtogana og hugmyndir hreyfingarinnar með pólitísku ofbeldi.[8]

Árið 1947 fundu egypsk stjórnvöld mikið af vopnum sem þau tengdu við bræðralagið. Ári síðar fundu þau jeppa fullan af sprengiefni og var fundurinn einnig tengdur bræðralaginu. Í kjölfarið var hreyfingin leyst upp árið 1948 og margir af leiðtogum hennar fangelsaðir fyrir ofbeldi. Hreyfingin hefndi sín með því að myrða forsætisráðherra Egyptalands, Mahmud Fahmi al-Nuqrashi, en hann bar ábyrgð á því að leysa hana upp. Tveimur mánuðum síðar var stofnandi bræðralagsins, Hassan al-Banna, myrtur af stjórnvöldum. Sá sem tók við Bræðralagi múslíma var fyrrum dómari, Hasan Isma‘il al-Hudaybi. Þótt hann hefði ekki sömu persónutöfra og al-Banna var hann áhrifamikill og hélt hreyfingunni saman.

Herforingjum fagnað á götum Kaíró. Árið 1952 rændu nokkrir herforingjar völdum í Egyptalandi, þeirra á meðal var Gamal Abdel Nasser (annar frá hægri af þeim sem standa á bílnum). Hann varð seinna forseti landsins. Í byrjun voru góð tengsl á milli Bræðralags múslíma og nýrra valdhafa en það stóð ekki lengi.

Þann 23. júlí 1952 rændu nokkrir liðsforingjar völdum í Egyptalandi og afnámu í kjölfarið konungsveldið. Þeir höfðu sterk tengsl við bræðralagið og um skamma hríð lék allt í lyndi milli hinna nýju stjórnvalda í Egyptalandi og samtakanna. Margir leiðtogar bræðralagsins voru leystir úr haldi og samtökin gátu hafið starfsemi á ný. Spennan á milli hreyfingarinnar og stjórnvalda jókst þó um leið og stjórnvöld náðu betri tökum á egypsku samfélagi.[9]

Eftir átök á milli stjórnvalda og bræðralagsins var það aftur leyst upp þann 13. janúar 1954. Einn meðlimur bræðralagsins reyndi að ráða Gamal Abdel Nasser (1918-1970) forseta Egyptalands af dögum í október 1954 og í kjölfarið voru þúsundir meðlima þess handteknir og leiddir fyrir dómara. Sex menn voru dæmdir til dauða en hundruðir voru fangelsaðir og pyntaðir. Nasser notaði tækifærið og beitti áhrifum sínum óspart gegn hreyfingunni. Hann hélt því fram að bræðralagið stefndi að því að steypa ríkisstjórninni af stóli og hrifsa völdin. Frá árinu 1954 til 1970 var Bræðralag múslíma aðalskotmark egypskra stjórnvalda. Þúsundir meðlima örmögnuðust í fangelsum þar sem margir þeirra fengu ekki nauðsynlega aðstoð og voru pyntaðir reglulega. Aðrir meðlimir fóru í felur eða útlegð til Sádi-Arabíu, Sýrlands, Jórdaníu og Líbanons.[10]

Í dag eru afbrigði af Bræðralagi múslíma til í rúmlega 70 löndum, meðal annars í Katar, Súdan, Filippseyjum, Indónesíu, Bosníu, Jemen, Sýrlandi, Jórdaníu, Tyrklandi, Þýskalandi, Bretlandi og Ástralíu. Meðlimir bræðralagsins og stuðningsmenn þess, fjármögnuðu og stofnuðu meðal annars Al Kaída og hryðjuverkasamtökin Hamas.[11] Árið 2013 var talið að meðlimir í bræðralaginu væru um ein milljón.[12]

Tilvísanir:
 1. ^ Müge Aknur, The Muslim Brotherhood in Politics in Egypt: From Moderation to Authoritarianism? Uluslararasi Hukuk ve Politika, 9:33 (2013), bls. 4
 2. ^ Rachel Ehrenfeld, The Muslim Brotherhood Evolution: An Overview, American Foreign Policy Interests 33:2 (2011), bls. 71 og 73.
 3. ^ Carrie Rosefsky Wickham, The Muslim Brotherhood. Evolution of an Islamist Movement (New Jersey 2013), bls. 20-21.
 4. ^ Carrie Rosefsky Wickham, The Muslim Brotherhood, bls. 22-23.
 5. ^ Carrie Rosefsky Wickham, The Muslim Brotherhood, bls. 22-23.
 6. ^ Leila Ahmed, A Quiet Revolution. The Veil´s Resurgence, from the Middle East to America, New Haven and London 2011, bls. 50-51 og Rupe Simms, "Islam Is Our Politics": A Gramscian Analysis of the Muslim Brotherhood (1928-1953), Social Compass 49:4 (2002), bls. 571
 7. ^ Ziad Munson, Islamic Mobilization: Social Movement Theory and the Egyptian Muslim Brotherhood, The Sociological Quarterly, 4:42 (2001), bls. 488-489.
 8. ^ Ziad Munson, Islamic Mobilization: Social Movement Theory and the Egyptian Muslim Brotherhood, The Sociological Quarterly, bls. 489
 9. ^ Ziad Munson, Islamic Mobilization: Social Movement Theory and the Egyptian Muslim Brotherhood, The Sociological Quarterly, bls. 489
 10. ^ Carrie Rosefsky Wickham, The Muslim Brotherhood, bls. 26-28.
 11. ^ Rachel Ehrenfeld, „The Muslim Brotherhood Evolution: An Overview“, bls. 76.
 12. ^ Patrick Kingsley, Who are the Muslim Brotherhood?, af vefsíðunni The Guardian, 2. apríl 2013, skoðað 27. febrúar 2016.

Myndir:


Upprunaleg spurning Önnu Kristínar var: Hvað geturðu sagt mér um íslam í Egyptalandi?

Þetta svar var unnið í námskeiðinu TRÚ203G Mið-Austurlönd: Trúarbrögð, stjórnmál, og saga vorið 2016 í umsjón Magnúsar Þorkels Bernharðssonar.

...