Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er sama tímatal notað í íslamstrú og kristinni trú?

IRR

Einfalda svarið við þessari spurningu er: nei, það er ekki sama tímatal notað í íslamstrú og í kristinni trú. Tímatal kristinna manna kallast gregoríanska tímatalið og er notað í flestum Vesturlöndum. Tímatal múslima er hins vegar kallað Hijri-tímatalið og er notað opinberlega í löndum við Persaflóa og þá sérstaklega Sádi-Arabíu. Önnur íslömsk lönd fylgja gregoríanska tímatalinu en ákvarða dagsetningar ýmissa íslamskra hátíða eins og Ramadan og Hajj út frá Hijri-tímatalinu.

Hijri byggist á Kóraninum og er það talið heilög skylda múslima að fylgja því eftir. Fyrsta árið í Hijri er 622 e.Kr. samkvæmt gregoríska tímatalinu en það er árið sem Múhameð spámaður fór frá Mekka til Medina (þessi ferð er einnig kölluð Hijra). Þetta þýðir að árið 2014 samkvæmt gregoríanska tímatalinu samsvarar árinu 1435 AH (AH stendur fyrir latínuna anno Hegriae sem þýðir á ári Hijra).

Íslam notar Hijri-tímatalið meðal annars til þess að ákveða dagsetningar ýmissa hátíða.

Mánuðirnir í Hijri bera eftirfarandi nöfn:

  1. Muharram
  2. Safar
  3. Rabi’ al-awwal (Rabi’ I)
  4. Rabi’ al-thani (Rabi’ II)
  5. Jumada al-awwal (Jumada I)
  6. Jumada al-thani (Jumada II)
  7. Rajab
  8. Sha'ban
  9. Ramadan
  10. Shawwal
  11. Dhu al-Qi'dah
  12. Dhu al-Hijjah

Ólíkt gregoríanska tímatalinu byggist Hijri-tímatalið á hreyfingum tunglsins. Eins og hjá okkur er árið 12 mánuðir en það er þó 11 dögum styttra eða 354 dagar í ári sambanborið við 365 daga í kristinni trú. Árin í Hijri og gregoríanska tímatalinu falla þannig ekki alveg saman. Sem dæmi nær árið þegar þetta er skrifað, 1435 AH, frá um 3. nóvember 2013 e.Kr. til 23. október 2014 e.Kr.

Hægt er að fara á vefsíðuna www.islamcity.com til þess að umrita dagsetningar í okkar tímatali í Hijri.

Heimildir:

Mynd:

Upprunalega spurningin var svona:

Nota Múhameðstrúarmenn sömu ártöl og við kristnir menn í dag? Segja þeir t.d. 500 árum fyrir Krist og það er árið 2013 eftir Krist í dag?

Höfundur

Útgáfudagur

23.9.2014

Síðast uppfært

13.11.2018

Spyrjandi

David Jóhann Diego

Tilvísun

IRR. „Er sama tímatal notað í íslamstrú og kristinni trú?“ Vísindavefurinn, 23. september 2014, sótt 5. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65204.

IRR. (2014, 23. september). Er sama tímatal notað í íslamstrú og kristinni trú? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65204

IRR. „Er sama tímatal notað í íslamstrú og kristinni trú?“ Vísindavefurinn. 23. sep. 2014. Vefsíða. 5. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65204>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er sama tímatal notað í íslamstrú og kristinni trú?
Einfalda svarið við þessari spurningu er: nei, það er ekki sama tímatal notað í íslamstrú og í kristinni trú. Tímatal kristinna manna kallast gregoríanska tímatalið og er notað í flestum Vesturlöndum. Tímatal múslima er hins vegar kallað Hijri-tímatalið og er notað opinberlega í löndum við Persaflóa og þá sérstaklega Sádi-Arabíu. Önnur íslömsk lönd fylgja gregoríanska tímatalinu en ákvarða dagsetningar ýmissa íslamskra hátíða eins og Ramadan og Hajj út frá Hijri-tímatalinu.

Hijri byggist á Kóraninum og er það talið heilög skylda múslima að fylgja því eftir. Fyrsta árið í Hijri er 622 e.Kr. samkvæmt gregoríska tímatalinu en það er árið sem Múhameð spámaður fór frá Mekka til Medina (þessi ferð er einnig kölluð Hijra). Þetta þýðir að árið 2014 samkvæmt gregoríanska tímatalinu samsvarar árinu 1435 AH (AH stendur fyrir latínuna anno Hegriae sem þýðir á ári Hijra).

Íslam notar Hijri-tímatalið meðal annars til þess að ákveða dagsetningar ýmissa hátíða.

Mánuðirnir í Hijri bera eftirfarandi nöfn:

  1. Muharram
  2. Safar
  3. Rabi’ al-awwal (Rabi’ I)
  4. Rabi’ al-thani (Rabi’ II)
  5. Jumada al-awwal (Jumada I)
  6. Jumada al-thani (Jumada II)
  7. Rajab
  8. Sha'ban
  9. Ramadan
  10. Shawwal
  11. Dhu al-Qi'dah
  12. Dhu al-Hijjah

Ólíkt gregoríanska tímatalinu byggist Hijri-tímatalið á hreyfingum tunglsins. Eins og hjá okkur er árið 12 mánuðir en það er þó 11 dögum styttra eða 354 dagar í ári sambanborið við 365 daga í kristinni trú. Árin í Hijri og gregoríanska tímatalinu falla þannig ekki alveg saman. Sem dæmi nær árið þegar þetta er skrifað, 1435 AH, frá um 3. nóvember 2013 e.Kr. til 23. október 2014 e.Kr.

Hægt er að fara á vefsíðuna www.islamcity.com til þess að umrita dagsetningar í okkar tímatali í Hijri.

Heimildir:

Mynd:

Upprunalega spurningin var svona:

Nota Múhameðstrúarmenn sömu ártöl og við kristnir menn í dag? Segja þeir t.d. 500 árum fyrir Krist og það er árið 2013 eftir Krist í dag?

...