Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:31 • Sest 02:09 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:23 • Síðdegis: 24:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:08 • Síðdegis: 18:28 í Reykjavík

Hvað er elsta tungumál í heimi sem er talað enn í dag?

EDS

Það er ekki til neitt eitt ákveðið svar við þessari spurningu þar sem margt í tengslum við tungumál þarf að rannsaka betur. Ýmislegt er þó vitað um sum mjög gömul mál.

Arabíska er til dæmis afar gamalt mál og hana tala um 150 milljónir manna. Hið klassíska arabíska bókmál er rakið aftur á 8. öld og Kóraninn var skrifaður niður þegar á 7. öld. Arabíska hefur því verið notuð í hinum íslamska heimi óslitið eins langt aftur og heimildir sýna.

Arabíska er afar gamalt mál. Þessi texti er úr kóraninum og er talinn hafa verið skrifaður um árið 600.

Annað gamalt mál er hebreska en fornhebreska var töluð frá 9. öld fyrir Krist og fram á 3. öld eftir Krist. Hún hélt velli sem trúmál gyðinga en var endurreist sem talmál á 19. öld.

Latína er enn eitt fornt mál. Hún er hvergi töluð meðal almennings en klassísk latína lifir í kirkjuhaldi rómversk-kaþólsku kirkjunnar.

Meira um þetta í svari við Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvert er elsta tungumál sem enn er talað og hvert er elsta tungumál sem vitað er um?

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um tungumál, til dæmis:

Mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

31.3.2004

Spyrjandi

Smári Eggertsson, f. 1992

Tilvísun

EDS. „Hvað er elsta tungumál í heimi sem er talað enn í dag?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2004. Sótt 14. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4111.

EDS. (2004, 31. mars). Hvað er elsta tungumál í heimi sem er talað enn í dag? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4111

EDS. „Hvað er elsta tungumál í heimi sem er talað enn í dag?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2004. Vefsíða. 14. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4111>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er elsta tungumál í heimi sem er talað enn í dag?
Það er ekki til neitt eitt ákveðið svar við þessari spurningu þar sem margt í tengslum við tungumál þarf að rannsaka betur. Ýmislegt er þó vitað um sum mjög gömul mál.

Arabíska er til dæmis afar gamalt mál og hana tala um 150 milljónir manna. Hið klassíska arabíska bókmál er rakið aftur á 8. öld og Kóraninn var skrifaður niður þegar á 7. öld. Arabíska hefur því verið notuð í hinum íslamska heimi óslitið eins langt aftur og heimildir sýna.

Arabíska er afar gamalt mál. Þessi texti er úr kóraninum og er talinn hafa verið skrifaður um árið 600.

Annað gamalt mál er hebreska en fornhebreska var töluð frá 9. öld fyrir Krist og fram á 3. öld eftir Krist. Hún hélt velli sem trúmál gyðinga en var endurreist sem talmál á 19. öld.

Latína er enn eitt fornt mál. Hún er hvergi töluð meðal almennings en klassísk latína lifir í kirkjuhaldi rómversk-kaþólsku kirkjunnar.

Meira um þetta í svari við Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvert er elsta tungumál sem enn er talað og hvert er elsta tungumál sem vitað er um?

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um tungumál, til dæmis:

Mynd:...