Internettengingar eru hins vegar notaðar til að tengja eina eða fleiri tölvur, jafnvel heilt staðarnet, við umheiminn. Hraði þeirra getur verið mjög mismunandi, allt frá 33Kb mótöldum (e. modems) og upp í 100 Mb eða meira. ADSL-tengingar, sem eru bara ein af mörgum leiðum til að flytja gögn eftir símalínum, eru oft frá 256 Kb/s og upp í 1,5 Mb/s.
Af þessu má vera ljóst að staðarnetstengingar geta yfirleitt flutt meira af gögnum á tímaeiningu en ADSL-tengingar. Þó verður að hafa í huga að tölvur á hraðvirku staðarneti geta ekki endilega sótt gögn á miklum hraða út á internetið, sá hraði fer líka eftir internettengingu staðarnetsins.
Frekara lesefni af Vîsindavefnum:- Hvað er netkort og hver er munurinn á því og mótaldi? Hvort er betra? eftir Hjálmtý Hafsteinsson
- Hvað getur internetið unnið hratt á sekúndu? eftir Einar Örn Þorvaldsson
- Getur geislun frá þráðlausu Interneti á heimilum verið hættuleg heilsu fólks? eftir Emil Harðarson
- Mynd af nettengingu við heiminn - Sótt 15.07.10