Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Netkort er notað til að tengja tölvu inn á staðarnet eða nærnet (e. Local Area Network, LAN). Tölvan verður þá ein af mörgum tölvum á staðarnetinu og getur skipst á gögnum við hinar tölvurnar, prentað á prentara, eða komist á Internetið gegnum þá tölvu staðarnetsins sem er tengd "út". Sérhver tölva á staðarnetinu á sitt nafn eða númer og verður það að vera einkvæmt innan netsins, það er að segja að hvert nafn og númer komi aðeins einu sinni fyrir.
Mótald er aðferð eða tæki til að nota símalínur til að ná sambandi við eina tiltekna tölvu (sem svarar símanum!). Sú tölva getur síðan verið í staðarneti og haft milligöngu um að við tengjumst því þannig að við getum náð í tölvupóst og vafrað um á Veraldarvefnum.
Helsti munurinn á netkorti og mótaldi er sá að mótald nýtir símalínur (sjá hægra megin á mynd), en netkort nota sérstaka netkapla (sjá vinstra megin á mynd, sem geta verið mismunandi. Á síðustu árum hafa þó einnig komið fram þráðlaus netkort sem tengja tölvuna við sérstakar fjarskiptastöðvar á staðarsvæðinu og eru til dæmis mikið notuð í skólum.
Símalínur eru hannaðar til að senda hljóð en ekki stafræn gögn úr tölvu. Gögnunum þarf þess vegna að breyta í hljóð sem eru síðan send eftir símalínunni. Af þessu leiðir að ekki er hægt að ná eins miklum sendingarhraða með mótöldum og hægt er að ná með sérhönnuðum netköplum eða fjarskiptum sem netkortin nota.
Mesti sendihraði mótalds er 57.600 bitar á sekúndu en flest innri net geta sent 10 milljón bita á sekúndu. Á móti kemur að netkaplar í staðarnetum geta ekki verið mjög langir, mest um 100 metrar, en með mótaldi er hægt að hringja í öll símanúmer, hvort sem er í Ástralíu eða á Akureyri. Þannig má segja að netkort og mótöld séu góð hvort til síns brúks.
Frekara lesefni af Vísindavefnum:
Hjálmtýr Hafsteinsson. „Hvað er netkort og hver er munurinn á því og mótaldi? Hvort er betra?“ Vísindavefurinn, 22. september 2003, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3749.
Hjálmtýr Hafsteinsson. (2003, 22. september). Hvað er netkort og hver er munurinn á því og mótaldi? Hvort er betra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3749
Hjálmtýr Hafsteinsson. „Hvað er netkort og hver er munurinn á því og mótaldi? Hvort er betra?“ Vísindavefurinn. 22. sep. 2003. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3749>.