Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu stór er Cray X1 ofurtölvan?

Þessi spurning er líklega til komin vegna myndarinnar hér að neðan af Cray X1 tölvu sem stundum prýðir forsíðu Vísindavefsins. Þegar myndin var fyrst birt var tölvan enn á hönnunarstigi, en er nú komin á markað.

Hægt er að fá X1 ofurtölvuna í mörgum stærðum, allt frá 1 og upp í 64 skápa sem hver um sig hefur 64 örgjörva og 256 eða 512 GB vinnsluminni. Stærsta útgáfan samanstendur því af 4096 örgjörvum, hefur 32 TB vinnsluminni og 52,4 Tflops reiknigetu.

Til samanburðar hefur tölvan sem þetta svar er ritað á 1 örgjörva, 256 MB vinnsluminni (0,000244 TB) og um 220 Mflops (0,00021 Tflops). Það þarf því um 125.000 vélar af slíku tagi til að ná reiknigetu stærstu X1 vélarinnar.

Ekki verður fjallað nánar um eiginleika X1 eða annarra ofurtölva í þessu svari en áhugasömum er bent á eftirfarandi frekara lesefni af Vísindavefnum sem og veraldarvefnum:

Frekara lesefni af Vísindavefnum

Frekara lesefni af vefnum:

Útgáfudagur

24.6.2004

Spyrjandi

Gísli Arnarson, f. 1989
Tómas Alexander, f. 1992

Efnisorð

Höfundur

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

EÖÞ. „Hversu stór er Cray X1 ofurtölvan?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2004. Sótt 9. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4372.

EÖÞ. (2004, 24. júní). Hversu stór er Cray X1 ofurtölvan? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4372

EÖÞ. „Hversu stór er Cray X1 ofurtölvan?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2004. Vefsíða. 9. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4372>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Baldur Þórhallsson

1968

Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Rannsókna- og kennslusvið Baldurs varða smáríki, utanríkisstefnu Íslands, Evrópufræði og alþjóðasamskipti.