Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar er stærsta hótel í heimi og hversu stórt er það?

Steinunn Jakobsdóttir


Þessari spurningu er ekki auðsvarað því að ýmsu þarf að huga, til að mynda hæð hótelanna, stærð þeirra í fermetrum, herbergjafjölda og sum hótelin eru margar samliggjandi byggingar á meðan önnur eru einn stór skýjakljúfur. Þrjú hótel má þó nefna sem eru talin vera þau allra stærstu í heiminum í dag.

MGM Grand hótelið í Las Vegas er talið vera stærsta hótel heims að flatarmáli og kostaði bygging þess rúman milljarð dollara. Hótelið samanstendur af fjórum 86 metra háum turnum og ná þeir yfir 45 hektara svæði. Í hótelinu eru 5034 herbergi, þar af 751 svíta, spilavíti, veitingastaðir, skemmtigarðar, heilsulind, líkamsræktarstöð, útisundlaugar, ljónagryfja og nánast allur sá munaður sem hægt er að biðja um. Hótelið var opnað í desember árið 1993 og hefur laðað að sér milljónir ferðamanna síðan þá.


Ambassador City Jomtien hótelið á austurströnd Tælands er einnig gríðarstórt og ein stærsta hótelsamstæðan. Herbergin eru um 5.000 og gestirnir hafa til afnota sextán hektara strönd. Þar er einnig sundlaug, íþróttavöllur, heilsulind, veitingastaðir, barir, fundarsalir og margt fleira.

Hæsta hótel heims er Burj Al Arab hótelið í Dubai og þýðir nafnið á hótelinu, arabíski turninn. Turninn er 321 m hár og byggingin er ein af þeim hæstu í heimi. Hótelið er eins og segl í laginu og það er byggt á manngerðri eyju.

Píramídalaga hótelið Ryugyong í Pyongyang í Norður-Kóreu er þó enn hærra, eða 330 m. Það hefur þó ekki enn náðst að klára að innrétta það vegna peningaskorts og getur byggingin því í raun ekki talist vera hótel þannig að Burj Al Arab hótelið heldur titlinum hæsta hótelið enn um sinn.


Frekara lesefni af Vísindavefnum:


Heimildir og myndir:

Höfundur

B.A.-nemi í heimspeki og stjórnmálafræði

Útgáfudagur

28.6.2004

Spyrjandi

Hjörtur Valgeirsson

Tilvísun

Steinunn Jakobsdóttir. „Hvar er stærsta hótel í heimi og hversu stórt er það?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2004, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4379.

Steinunn Jakobsdóttir. (2004, 28. júní). Hvar er stærsta hótel í heimi og hversu stórt er það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4379

Steinunn Jakobsdóttir. „Hvar er stærsta hótel í heimi og hversu stórt er það?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2004. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4379>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar er stærsta hótel í heimi og hversu stórt er það?

Þessari spurningu er ekki auðsvarað því að ýmsu þarf að huga, til að mynda hæð hótelanna, stærð þeirra í fermetrum, herbergjafjölda og sum hótelin eru margar samliggjandi byggingar á meðan önnur eru einn stór skýjakljúfur. Þrjú hótel má þó nefna sem eru talin vera þau allra stærstu í heiminum í dag.

MGM Grand hótelið í Las Vegas er talið vera stærsta hótel heims að flatarmáli og kostaði bygging þess rúman milljarð dollara. Hótelið samanstendur af fjórum 86 metra háum turnum og ná þeir yfir 45 hektara svæði. Í hótelinu eru 5034 herbergi, þar af 751 svíta, spilavíti, veitingastaðir, skemmtigarðar, heilsulind, líkamsræktarstöð, útisundlaugar, ljónagryfja og nánast allur sá munaður sem hægt er að biðja um. Hótelið var opnað í desember árið 1993 og hefur laðað að sér milljónir ferðamanna síðan þá.


Ambassador City Jomtien hótelið á austurströnd Tælands er einnig gríðarstórt og ein stærsta hótelsamstæðan. Herbergin eru um 5.000 og gestirnir hafa til afnota sextán hektara strönd. Þar er einnig sundlaug, íþróttavöllur, heilsulind, veitingastaðir, barir, fundarsalir og margt fleira.

Hæsta hótel heims er Burj Al Arab hótelið í Dubai og þýðir nafnið á hótelinu, arabíski turninn. Turninn er 321 m hár og byggingin er ein af þeim hæstu í heimi. Hótelið er eins og segl í laginu og það er byggt á manngerðri eyju.

Píramídalaga hótelið Ryugyong í Pyongyang í Norður-Kóreu er þó enn hærra, eða 330 m. Það hefur þó ekki enn náðst að klára að innrétta það vegna peningaskorts og getur byggingin því í raun ekki talist vera hótel þannig að Burj Al Arab hótelið heldur titlinum hæsta hótelið enn um sinn.


Frekara lesefni af Vísindavefnum:


Heimildir og myndir:

...