Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er stærsta bygging í heimi stór?

Sears turninn í Chicago í Bandaríkjunum er hæsta bygging í heimi ef miðað er við hæsta punkt byggingarinnar með mastri og aukahlutum. Sears turninn er þá 527 m á hæð og því hæsta bygging í heimi. Næst hæsta bygging heims er Taipei 101 í Taipei í Taívan en hún er 508 m á hæð. Þriðja hæsta bygging heims eru Petronas turnarnir í Kuala Lumpur í Malasíu. Þeir eru 452 m á hæð með mastri. Í fjórða sæti yfir hæstu byggingar heims er svo Empire State byggingin í New York í Bandaríkjunum. Hún er 449 m á hæð og er jafnframt elst þessara skýjakljúfa, en byggingu hennar lauk árið 1931.Þess ber að geta að annað sætið hefði fallið í skaut Tvíburaturnunum svokölluðu sem stóðu í New York allt þar til þeir voru eyðilagðir í hryðjuverkaárásum 11. september árið 2001. Norður turninn var 526 m á hæð með loftneti en þetta loftnet skagaði hátt í 110 m upp frá eiginlegri hæð turnsins.

Töluvert hefur verið umdeilt hvort skilgreina eigi hæð bygginga með eða án mastra eða annarra aukahluta. Lausnin var sú að gerðir voru 4 hæðarflokkar:

  1. Hæð að byggingarfræðilegum toppi byggingar.
  2. Hæð að hæstu mönnuðu hæðinni.
  3. Hæð að efsta punkti þaks.
  4. Hæð með mastri og öðrum aukahlutum

Samkvæmt þessari flokkun er Taipei 101 hæsta bygging heims í öllum flokkum nema þeim fjórða, en þar trónir Sears turninn yfir með sínu 85 m langa loftneti. Í dag er Taipei 101 því almennt viðurkennd sem hæsta bygging heims.

Þess ber að geta í verið er að byggja skýjakljúf í Dubai í Arabísku-furstadæmunum sem hefur fengið heitið Burj Dubai. Bygging turnsins hófst árið 2004 og er hann nú þegar orðinn hærri en bæði Sears turninn og Taipei 101, en í febrúar árið 2008 var hann orðinn 605 m á hæð. Áætlað er að byggingu hans ljúki árið 2009 og á byggingin sjálf þá að vera orðin 643 m á hæð en með loftneti er áætlað að turninn verði allt að 818 m á hæð.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

4.4.2008

Spyrjandi

Jón Frímann Jónsson

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Tilvísun

MBS. „Hvað er stærsta bygging í heimi stór?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2008. Sótt 23. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=7316.

MBS. (2008, 4. apríl). Hvað er stærsta bygging í heimi stór? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7316

MBS. „Hvað er stærsta bygging í heimi stór?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2008. Vefsíða. 23. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7316>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þorsteinn Ingi Sigfússon

1954

Þorsteinn Ingi Sigfússon er prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þorsteinn hefur meðal annars stundað rannsóknir á sviði eðlisfræði, málmeðlisfræði, tæknilegrar eðlisfræði og orkumála.