Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Gengur heimspeki út á það eitt að flækja hlutina svo mikið fyrir manni að maður kaffærist í eigin svörum?

Hrannar Baldursson

Þetta er góð spurning og viðbrögð við henni meðal heimspekinga eru sjálfsagt ólík. En samkvæmt minni afstöðu til heimspeki er svarið tvímælalaust: Nei, heimspeki gengur ekki út á að flækja hlutina.

Heimspekin spyr eins og barn. Hún gerir ekki ráð fyrir að nokkuð sé fyrirfram vitað. Heimspekileg spurning kann að virðast hjákátleg og einföld í fyrstu, og virst auðsvarað. En um leið og einhver reynir að svara henni, hvort sem þar fer heimspekingur eða leikmaður, þá leynast oft vandamál í svarinu. Spurningunni er hugsanlega ekki svarað nógu vel að mati annarra en þess sem svaraði og athugasemdirnar kveikja nýjar hugmyndir eða leiða til betri svara. Það getur litið út fyrir að fyrra svarið hafi verið fullkomlega gott og gilt, en síðan kemur í ljós að það var gallað. Sumir sjá þessa galla og reyna að bæta þá. Þegar reynt er að bæta eitthvað sem virðist auðskilið verður málefnið stundum torskilið.

Misskilningur og skilningsleysi koma oft fyrir í hversdagslegum samtölum. Heimspekin reynir að greiða úr flækjunum, frekar en bæta við þær, með því að ræða málin af einbeitni með agaðri samræðu. Hverjum þátttakanda í heimspekilegri samræðu er gert að hafa hæfni til að greina góð rök frá slæmum og gildar röksemdarfærslur frá ógildum.

Það getur til dæmis verið nógu erfitt að komast að niðurstöðu um hvað hugtök eins og ást, frelsi, réttlæti, möguleiki og nauðsyn merkja, en þegar við reynum að átta okkur á því, ásamt fólki sem við jafnvel þekkjum ekki, flækjast málin fljótt. Þegar reynt er að greina algilda þýðingu hugtaka hefur reynsla þeirra sem um hugtakið ræða sterka tilhneigingu til að þröngva sér inn í samræðuna.

Til dæmis ef rætt er um hugtakið frelsi þarf fyrst að greina í hvaða skilningi skal fjalla um frelsishugtakið. Skal ræða um frelsi frá einhverju, eins og fangaklefa, eða frelsi til einhvers, eins og að geta flogið?

Reynsla fólks er ólík. Flestir ef ekki allir hafa hugmynd um hvað þessi hugtök þýða, en það er ekki auðvelt að grípa hver hin sanna merking er, þrátt fyrir agaða og vandaða íhugun.

Mannlegir þættir geta spilað inn í heimspekilega samræðu. Áhuga, dugnað eða metnað gæti skort til að leysa úr samræðunni á heimspekilegan hátt.

Lygar, vanþekking og mælskulist geta einnig flækt málin. Heimspekingar verða að geta treyst því að málin verði rædd af einlægni til að árangri verði náð í samræðu. Því er ekki að undra að málin reynist oft flókin þegar samræðan loks hefst og nýjar hugmyndir um merkingu hugtaka spretta fram.

Með rökhugsun og skynsemi að leiðarljósi leitast heimspekingurinn við að finna hið sanna, hið góða, hið fagra og hið rétta. Heimspekingur þarf að vera skapandi og rökvís, og ekki síst umhyggjusamur gagnvart hugtökum, kenningum og fólki; skapandi til að finna flækjurnar, rökvís til að greiða úr flækjunum og umhyggjusamur til að verkið hafi merkingu fyrir aðra sem takast á við sömu flækjur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • Listaverkið Relativity eftir Maurtis Cornelis Escher fengið af vefsetri CGFA

Höfundur

uppeldisfræðingur og heimspekingur

Útgáfudagur

17.5.2000

Spyrjandi

Þór Ólafsson

Tilvísun

Hrannar Baldursson. „Gengur heimspeki út á það eitt að flækja hlutina svo mikið fyrir manni að maður kaffærist í eigin svörum?“ Vísindavefurinn, 17. maí 2000. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=440.

Hrannar Baldursson. (2000, 17. maí). Gengur heimspeki út á það eitt að flækja hlutina svo mikið fyrir manni að maður kaffærist í eigin svörum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=440

Hrannar Baldursson. „Gengur heimspeki út á það eitt að flækja hlutina svo mikið fyrir manni að maður kaffærist í eigin svörum?“ Vísindavefurinn. 17. maí. 2000. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=440>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gengur heimspeki út á það eitt að flækja hlutina svo mikið fyrir manni að maður kaffærist í eigin svörum?
Þetta er góð spurning og viðbrögð við henni meðal heimspekinga eru sjálfsagt ólík. En samkvæmt minni afstöðu til heimspeki er svarið tvímælalaust: Nei, heimspeki gengur ekki út á að flækja hlutina.

Heimspekin spyr eins og barn. Hún gerir ekki ráð fyrir að nokkuð sé fyrirfram vitað. Heimspekileg spurning kann að virðast hjákátleg og einföld í fyrstu, og virst auðsvarað. En um leið og einhver reynir að svara henni, hvort sem þar fer heimspekingur eða leikmaður, þá leynast oft vandamál í svarinu. Spurningunni er hugsanlega ekki svarað nógu vel að mati annarra en þess sem svaraði og athugasemdirnar kveikja nýjar hugmyndir eða leiða til betri svara. Það getur litið út fyrir að fyrra svarið hafi verið fullkomlega gott og gilt, en síðan kemur í ljós að það var gallað. Sumir sjá þessa galla og reyna að bæta þá. Þegar reynt er að bæta eitthvað sem virðist auðskilið verður málefnið stundum torskilið.

Misskilningur og skilningsleysi koma oft fyrir í hversdagslegum samtölum. Heimspekin reynir að greiða úr flækjunum, frekar en bæta við þær, með því að ræða málin af einbeitni með agaðri samræðu. Hverjum þátttakanda í heimspekilegri samræðu er gert að hafa hæfni til að greina góð rök frá slæmum og gildar röksemdarfærslur frá ógildum.

Það getur til dæmis verið nógu erfitt að komast að niðurstöðu um hvað hugtök eins og ást, frelsi, réttlæti, möguleiki og nauðsyn merkja, en þegar við reynum að átta okkur á því, ásamt fólki sem við jafnvel þekkjum ekki, flækjast málin fljótt. Þegar reynt er að greina algilda þýðingu hugtaka hefur reynsla þeirra sem um hugtakið ræða sterka tilhneigingu til að þröngva sér inn í samræðuna.

Til dæmis ef rætt er um hugtakið frelsi þarf fyrst að greina í hvaða skilningi skal fjalla um frelsishugtakið. Skal ræða um frelsi frá einhverju, eins og fangaklefa, eða frelsi til einhvers, eins og að geta flogið?

Reynsla fólks er ólík. Flestir ef ekki allir hafa hugmynd um hvað þessi hugtök þýða, en það er ekki auðvelt að grípa hver hin sanna merking er, þrátt fyrir agaða og vandaða íhugun.

Mannlegir þættir geta spilað inn í heimspekilega samræðu. Áhuga, dugnað eða metnað gæti skort til að leysa úr samræðunni á heimspekilegan hátt.

Lygar, vanþekking og mælskulist geta einnig flækt málin. Heimspekingar verða að geta treyst því að málin verði rædd af einlægni til að árangri verði náð í samræðu. Því er ekki að undra að málin reynist oft flókin þegar samræðan loks hefst og nýjar hugmyndir um merkingu hugtaka spretta fram.

Með rökhugsun og skynsemi að leiðarljósi leitast heimspekingurinn við að finna hið sanna, hið góða, hið fagra og hið rétta. Heimspekingur þarf að vera skapandi og rökvís, og ekki síst umhyggjusamur gagnvart hugtökum, kenningum og fólki; skapandi til að finna flækjurnar, rökvís til að greiða úr flækjunum og umhyggjusamur til að verkið hafi merkingu fyrir aðra sem takast á við sömu flækjur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:
  • Listaverkið Relativity eftir Maurtis Cornelis Escher fengið af vefsetri CGFA
...