Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað er stjörnuferill?

Hildur Guðmundsdóttir

Myndin hér að ofan sýnir stjörnuferil (e. astroid). Þessi ferill er innhjólferill (e. hypocycloid) því hann er teiknaður af punkti sem er fastur á hring sem rúllar innan í öðrum stærri hring. Hreyfimyndin sýnir hvernig ferillinn er teiknaður.

Það fer eftir afstæðum stærðum hringanna hvernig innhjólferillinn lítur út. Til þess að fá stjörnuferil þarf stóri hringurinn að hafa fjórfalt stærra þvermál en litli hringurinn.

Hægt er að fá aðra innhjólferla með því að hafa önnur stærðarhlutföll milli hringanna. Til dæmis fæst deltaferill (e. deltoid), sem hefur þrjá odda en ekki fjóra, ef stóri hringurinn er þrefalt stærri en litli hringurinn.

Ef stjörnuferill er teiknaður í miðju hnitakerfis og við köllum radíus stóra hringsins a þá er hægt að lýsa ferlinum á stikaformi með

x = a·cos3(t), y = a·sin3(t)

þar sem stikinn t táknar hornið milli x-ássins og línunnar frá upphafspunkti að punktinum þar sem hringirnir snertast.

Stjörnuferli má einnig lýsa án stikans með jöfnunni

x2/3 + y2/3 = a2/3

Þegar stigi sem hallar upp að vegg rennur niður þannig að efri endinn snertir vegginn og neðri endinn snertir jörðina þá myndast stjörnuferill eins og sést á myndinni hér til hliðar.

Stjörnuferlar tengjast einnig sporbaugum.

Heimildir og myndir:

Hreyfimyndin er fengin af síðunni mathworld.wolfram.com og þar er að finna frekari upplýsingar um stjörnuferilinn og skylda ferla.

Seinni myndin er fengin frá thesaurus.maths.org.

Höfundur

eðlisfræðinemi

Útgáfudagur

23.7.2004

Spyrjandi

Rósa Jónsdóttir

Tilvísun

Hildur Guðmundsdóttir. „Hvað er stjörnuferill?“ Vísindavefurinn, 23. júlí 2004. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4419.

Hildur Guðmundsdóttir. (2004, 23. júlí). Hvað er stjörnuferill? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4419

Hildur Guðmundsdóttir. „Hvað er stjörnuferill?“ Vísindavefurinn. 23. júl. 2004. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4419>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er stjörnuferill?

Myndin hér að ofan sýnir stjörnuferil (e. astroid). Þessi ferill er innhjólferill (e. hypocycloid) því hann er teiknaður af punkti sem er fastur á hring sem rúllar innan í öðrum stærri hring. Hreyfimyndin sýnir hvernig ferillinn er teiknaður.

Það fer eftir afstæðum stærðum hringanna hvernig innhjólferillinn lítur út. Til þess að fá stjörnuferil þarf stóri hringurinn að hafa fjórfalt stærra þvermál en litli hringurinn.

Hægt er að fá aðra innhjólferla með því að hafa önnur stærðarhlutföll milli hringanna. Til dæmis fæst deltaferill (e. deltoid), sem hefur þrjá odda en ekki fjóra, ef stóri hringurinn er þrefalt stærri en litli hringurinn.

Ef stjörnuferill er teiknaður í miðju hnitakerfis og við köllum radíus stóra hringsins a þá er hægt að lýsa ferlinum á stikaformi með

x = a·cos3(t), y = a·sin3(t)

þar sem stikinn t táknar hornið milli x-ássins og línunnar frá upphafspunkti að punktinum þar sem hringirnir snertast.

Stjörnuferli má einnig lýsa án stikans með jöfnunni

x2/3 + y2/3 = a2/3

Þegar stigi sem hallar upp að vegg rennur niður þannig að efri endinn snertir vegginn og neðri endinn snertir jörðina þá myndast stjörnuferill eins og sést á myndinni hér til hliðar.

Stjörnuferlar tengjast einnig sporbaugum.

Heimildir og myndir:

Hreyfimyndin er fengin af síðunni mathworld.wolfram.com og þar er að finna frekari upplýsingar um stjörnuferilinn og skylda ferla.

Seinni myndin er fengin frá thesaurus.maths.org....