Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvernig skilgreinir maður hring?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Orðið hringur í íslensku hefur margar merkingar en spyrjandi er trúlega á höttunum eftir merkingu þess í stærðfræði. Hún er sem hér segir:
Hringur eða hringferill er mengi þeirra punkta í sléttu eða plani sem eru í tiltekinni fjarlægð frá gefnum punkti. Sá punktur nefnist miðja eða miðpunktur hringsins.

Gefni punkturinn sem skilgreiningin miðast við nefnist miðja eða miðpunktur hringsins (e. centre, center). Fjarlægð hringferilsins frá honum nefnist geisli eða radíus. Lengd striks gegnum miðjuna þvert yfir hringinn nefnist þvermál (e. diameter) hringsins en lengd hringferilsins sjálfs kallast ummál hringsins (e. circumference). Dæmi um hluti í umhverfi okkar sem nálgast hring í þessari merkingu eru giftingarhringar og gjarðir hvers konar.


Orðið hringur er einnig stundum notað um flötinn eða skífuna sem afmarkast af hringferlinum, en til aðgreiningar er þá hægt að tala um hringskífu eða hringflöt. Dæmi um slíkt gæti verið yfirborðið á geisladiski.

Enska orðið um hring er circle, en í síðartöldu merkingunni má tala um circular disk eða einfaldlega disk.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir, ítarefni og myndir:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

11.1.2006

Spyrjandi

Stefanía Magnúsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig skilgreinir maður hring?“ Vísindavefurinn, 11. janúar 2006. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5553.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2006, 11. janúar). Hvernig skilgreinir maður hring? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5553

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig skilgreinir maður hring?“ Vísindavefurinn. 11. jan. 2006. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5553>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig skilgreinir maður hring?
Orðið hringur í íslensku hefur margar merkingar en spyrjandi er trúlega á höttunum eftir merkingu þess í stærðfræði. Hún er sem hér segir:

Hringur eða hringferill er mengi þeirra punkta í sléttu eða plani sem eru í tiltekinni fjarlægð frá gefnum punkti. Sá punktur nefnist miðja eða miðpunktur hringsins.

Gefni punkturinn sem skilgreiningin miðast við nefnist miðja eða miðpunktur hringsins (e. centre, center). Fjarlægð hringferilsins frá honum nefnist geisli eða radíus. Lengd striks gegnum miðjuna þvert yfir hringinn nefnist þvermál (e. diameter) hringsins en lengd hringferilsins sjálfs kallast ummál hringsins (e. circumference). Dæmi um hluti í umhverfi okkar sem nálgast hring í þessari merkingu eru giftingarhringar og gjarðir hvers konar.


Orðið hringur er einnig stundum notað um flötinn eða skífuna sem afmarkast af hringferlinum, en til aðgreiningar er þá hægt að tala um hringskífu eða hringflöt. Dæmi um slíkt gæti verið yfirborðið á geisladiski.

Enska orðið um hring er circle, en í síðartöldu merkingunni má tala um circular disk eða einfaldlega disk.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir, ítarefni og myndir:

...