Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað er sniðill?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Sniðill er (bein) lína (line, straight line) sem sker annan feril (curve), til dæmis hring (circle), samanber línuna gegnum punktana A og B á myndinni. Sniðill er þýðing á erlenda stærðfræðiorðinu secant sem er komið úr latínu og merkir eiginlega 'sá sem sker'. Orðið sniðill hefur verið notað í íslensku stærðfræðimáli að minnsta kosti síðan um miðja 20. öld.

Hringurinn afmarkar strik eða línustrik (segment, line segment) á sniðlinum milli punktanna tveggja (A og B á myndinni) þar sem sniðillinn og hringurinn skerast. Þetta strik nefnist strengur (chord).

Milli strengsins eða sniðilsins og hringsins myndast afmarkaður skiki í sléttunni (plane). Þessi skiki nefnist sneið eða hringsneið (segment, circular segment). Þessar sneiðar eru í rauninni tvær á myndinni, önnur hægra megin og vinstra megin við línuna gegnum A og B, sem er sýnd með rauðbrúnum lit.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

3.10.2002

Spyrjandi

Baldvin Hrafnsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er sniðill?“ Vísindavefurinn, 3. október 2002. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2756.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2002, 3. október). Hvað er sniðill? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2756

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er sniðill?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2002. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2756>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er sniðill?
Sniðill er (bein) lína (line, straight line) sem sker annan feril (curve), til dæmis hring (circle), samanber línuna gegnum punktana A og B á myndinni. Sniðill er þýðing á erlenda stærðfræðiorðinu secant sem er komið úr latínu og merkir eiginlega 'sá sem sker'. Orðið sniðill hefur verið notað í íslensku stærðfræðimáli að minnsta kosti síðan um miðja 20. öld.

Hringurinn afmarkar strik eða línustrik (segment, line segment) á sniðlinum milli punktanna tveggja (A og B á myndinni) þar sem sniðillinn og hringurinn skerast. Þetta strik nefnist strengur (chord).

Milli strengsins eða sniðilsins og hringsins myndast afmarkaður skiki í sléttunni (plane). Þessi skiki nefnist sneið eða hringsneið (segment, circular segment). Þessar sneiðar eru í rauninni tvær á myndinni, önnur hægra megin og vinstra megin við línuna gegnum A og B, sem er sýnd með rauðbrúnum lit....