Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er vitað með vissu að Freysdagur hafi verið svo nefndur en ekki Friggjardagur eða Freyjudagur?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Svarið er nei; þetta er hreint ekki vitað með vissu heldur er þetta rangt!

Í Norðurlandamálunum þremur, dönsku, norsku og sænsku, eru nöfn vikudaganna nokkurn veginn eins: Söndag, mandag/måndag, tirsdag/tisdag, onsdag, torsdag, fredag, lördag. Þessi nöfn voru líka notuð á Íslandi þangað til Jón helgi Ögmundsson biskup á Hólum lét afnema þau og innleiddi nöfnin sem við höfum búið við síðan. Svipuð nöfn er að finna í öðrum germönskum málum eins og ensku og þýsku.

Nöfnin eru ekki norræn eða germönsk upphaflega heldur eru þau fengin úr latínu á fyrstu öldum tímatals okkar, ef til vill ásamt sjö daga vikunni. Þetta er ástæðan til þess að við getum svarað þessu svo afdráttarlaust því að daganöfnin í latínu eru ekki valin af einhverju handahófi heldur er um að ræða nöfn föruhnattanna sjö (plánetnanna fyrr á öldum) í ákveðinni röð, eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvað heita vikudagarnir á latínu?

Þegar grannt er skoðað vísar nafnið Freyjudagur (frjádagur, fredag) sem sagt til reikistjörnunnar Venusar en gyðjan Freyja í Ásatrú samsvarar Venusi í trúarbrögðum Rómverja.

Sjá einnig svar okkar við spurningunni Hétu vikudagarnir öðrum nöfnum til forna líkt og mánuðirnir?

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

10.8.2004

Spyrjandi

Freyja Imsland

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er vitað með vissu að Freysdagur hafi verið svo nefndur en ekki Friggjardagur eða Freyjudagur?“ Vísindavefurinn, 10. ágúst 2004, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4452.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2004, 10. ágúst). Er vitað með vissu að Freysdagur hafi verið svo nefndur en ekki Friggjardagur eða Freyjudagur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4452

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er vitað með vissu að Freysdagur hafi verið svo nefndur en ekki Friggjardagur eða Freyjudagur?“ Vísindavefurinn. 10. ágú. 2004. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4452>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er vitað með vissu að Freysdagur hafi verið svo nefndur en ekki Friggjardagur eða Freyjudagur?
Svarið er nei; þetta er hreint ekki vitað með vissu heldur er þetta rangt!

Í Norðurlandamálunum þremur, dönsku, norsku og sænsku, eru nöfn vikudaganna nokkurn veginn eins: Söndag, mandag/måndag, tirsdag/tisdag, onsdag, torsdag, fredag, lördag. Þessi nöfn voru líka notuð á Íslandi þangað til Jón helgi Ögmundsson biskup á Hólum lét afnema þau og innleiddi nöfnin sem við höfum búið við síðan. Svipuð nöfn er að finna í öðrum germönskum málum eins og ensku og þýsku.

Nöfnin eru ekki norræn eða germönsk upphaflega heldur eru þau fengin úr latínu á fyrstu öldum tímatals okkar, ef til vill ásamt sjö daga vikunni. Þetta er ástæðan til þess að við getum svarað þessu svo afdráttarlaust því að daganöfnin í latínu eru ekki valin af einhverju handahófi heldur er um að ræða nöfn föruhnattanna sjö (plánetnanna fyrr á öldum) í ákveðinni röð, eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvað heita vikudagarnir á latínu?

Þegar grannt er skoðað vísar nafnið Freyjudagur (frjádagur, fredag) sem sagt til reikistjörnunnar Venusar en gyðjan Freyja í Ásatrú samsvarar Venusi í trúarbrögðum Rómverja.

Sjá einnig svar okkar við spurningunni Hétu vikudagarnir öðrum nöfnum til forna líkt og mánuðirnir? ...