Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 17:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:32 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:02 • Síðdegis: 16:56 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 17:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:32 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:02 • Síðdegis: 16:56 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Mér er sagt að börn sem ganga mikið á tánum séu kölluð táfetar og það þýði eitthvað sérstakt. Hvað þýðir það?

ÞV

Orðið táfeti (e. digitigrade) er úr dýrafræði og er haft um dýr sem ganga á tánum, andstætt við ilfeta (e. plantigrade) sem ganga á allri ilinni.

Dæmi um táfeta er hesturinn sem gengur á einni tá á hverjum fæti. Klaufdýr eins og sauðkindur og kýr ganga á tveimur tám en leifar af tveimur öðrum tám sjást aftan á fótum þeirra, neðst, og nefnast lágklaufir. Rándýr eins og kettir eru líka táfetar þó að þau gangi á fleiri tám.

Dæmi um ilfeta eru hins vegar ísbjörn, apar og maðurinn.

Þegar talað er um að börn séu táfetar er verið að vísa í þetta og bera saman við það en orðið hefur þá að öðru leyti enga sjálfstæða merkingu samkvæmt orðabók. Þetta er einna líkast því þegar við segjum að einhver sé liðugur eins og köttur (kattliðugur) eða léttur eins og hind í hlaupum.



Fótspor nokkurra dýrategunda. Íkorni, puntsvín, skunkur, þvottabjörn og maður eru ilfetar en önnur spor eru eftir táfeta.

Heimildir:
Mynd:

Grand Canyon Explorer

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

10.8.2004

Spyrjandi

Ragnheiður Jóhannsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

ÞV. „Mér er sagt að börn sem ganga mikið á tánum séu kölluð táfetar og það þýði eitthvað sérstakt. Hvað þýðir það?“ Vísindavefurinn, 10. ágúst 2004, sótt 23. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4453.

ÞV. (2004, 10. ágúst). Mér er sagt að börn sem ganga mikið á tánum séu kölluð táfetar og það þýði eitthvað sérstakt. Hvað þýðir það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4453

ÞV. „Mér er sagt að börn sem ganga mikið á tánum séu kölluð táfetar og það þýði eitthvað sérstakt. Hvað þýðir það?“ Vísindavefurinn. 10. ágú. 2004. Vefsíða. 23. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4453>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Mér er sagt að börn sem ganga mikið á tánum séu kölluð táfetar og það þýði eitthvað sérstakt. Hvað þýðir það?
Orðið táfeti (e. digitigrade) er úr dýrafræði og er haft um dýr sem ganga á tánum, andstætt við ilfeta (e. plantigrade) sem ganga á allri ilinni.

Dæmi um táfeta er hesturinn sem gengur á einni tá á hverjum fæti. Klaufdýr eins og sauðkindur og kýr ganga á tveimur tám en leifar af tveimur öðrum tám sjást aftan á fótum þeirra, neðst, og nefnast lágklaufir. Rándýr eins og kettir eru líka táfetar þó að þau gangi á fleiri tám.

Dæmi um ilfeta eru hins vegar ísbjörn, apar og maðurinn.

Þegar talað er um að börn séu táfetar er verið að vísa í þetta og bera saman við það en orðið hefur þá að öðru leyti enga sjálfstæða merkingu samkvæmt orðabók. Þetta er einna líkast því þegar við segjum að einhver sé liðugur eins og köttur (kattliðugur) eða léttur eins og hind í hlaupum.



Fótspor nokkurra dýrategunda. Íkorni, puntsvín, skunkur, þvottabjörn og maður eru ilfetar en önnur spor eru eftir táfeta.

Heimildir:
Mynd:

Grand Canyon Explorer...