Í gagnasafni Orðabókar Háskólans er að finna orðskýringu frá síðari hluta sautjándu aldar eða fyrri hluta þeirrar átjándu þar sem orðið skírteini er sagt merkja jarteikn.
Seinni liður orðsins skírteini virðist því merkja teikn, það er tákn eða merki. Þegar við sýnum ökuskírteinið okkar erum við að votta með skýrum hætti að við höfum tilskilin réttindi til að stjórna ökutæki. Ökuskírteinið er tákn eða merki um það, eins og orðið segir til um.
Þeir sem vilja lesa meira um ökuskírteini geta skoðað svar við spurningunni Mér var tjáð það að það að keyra bíl væru mannréttindi úr sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er þá hægt að taka ökuskírteini af mönnum?Heimildir:
- Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
- Orðabók Háskólans
- exit.is - Stúdentaferðir