Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað þýðir -teini í skírteini eða hver er uppruni orðsins og merking?

JGÞ

Eldri myndir orðsins skírteini eru 'skírtein' og 'skírteikn', sem er elsta mynd orðsins. Ásgeir Blöndal segir í Íslenskri orðsifjabók að samsetningarliðir orðsins virðist vera lýsingarorðið 'skír' og nafnorðið 'teikn'.

Í gagnasafni Orðabókar Háskólans er að finna orðskýringu frá síðari hluta sautjándu aldar eða fyrri hluta þeirrar átjándu þar sem orðið skírteini er sagt merkja jarteikn.

Seinni liður orðsins skírteini virðist því merkja teikn, það er tákn eða merki. Þegar við sýnum ökuskírteinið okkar erum við að votta með skýrum hætti að við höfum tilskilin réttindi til að stjórna ökutæki. Ökuskírteinið er tákn eða merki um það, eins og orðið segir til um.

Þeir sem vilja lesa meira um ökuskírteini geta skoðað svar við spurningunni Mér var tjáð það að það að keyra bíl væru mannréttindi úr sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er þá hægt að taka ökuskírteini af mönnum?

Heimildir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

8.9.2004

Spyrjandi

Jóhannes Friðbjörnsson

Tilvísun

JGÞ. „Hvað þýðir -teini í skírteini eða hver er uppruni orðsins og merking?“ Vísindavefurinn, 8. september 2004. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4501.

JGÞ. (2004, 8. september). Hvað þýðir -teini í skírteini eða hver er uppruni orðsins og merking? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4501

JGÞ. „Hvað þýðir -teini í skírteini eða hver er uppruni orðsins og merking?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2004. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4501>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir -teini í skírteini eða hver er uppruni orðsins og merking?
Eldri myndir orðsins skírteini eru 'skírtein' og 'skírteikn', sem er elsta mynd orðsins. Ásgeir Blöndal segir í Íslenskri orðsifjabók að samsetningarliðir orðsins virðist vera lýsingarorðið 'skír' og nafnorðið 'teikn'.

Í gagnasafni Orðabókar Háskólans er að finna orðskýringu frá síðari hluta sautjándu aldar eða fyrri hluta þeirrar átjándu þar sem orðið skírteini er sagt merkja jarteikn.

Seinni liður orðsins skírteini virðist því merkja teikn, það er tákn eða merki. Þegar við sýnum ökuskírteinið okkar erum við að votta með skýrum hætti að við höfum tilskilin réttindi til að stjórna ökutæki. Ökuskírteinið er tákn eða merki um það, eins og orðið segir til um.

Þeir sem vilja lesa meira um ökuskírteini geta skoðað svar við spurningunni Mér var tjáð það að það að keyra bíl væru mannréttindi úr sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er þá hægt að taka ökuskírteini af mönnum?

Heimildir:...