Sólin Sólin Rís 10:55 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:21 • Sest 14:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:08 • Síðdegis: 24:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:43 • Síðdegis: 18:36 í Reykjavík

Hver ert latneska heitið yfir orðið hýsil?

JGÞ

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Góðan dag. Ég er að leita að latneska heitinu yfir orðið hýsill.
Þeir sem þurfa að þekkja latnesk heiti hugtaka sem geta reynt að fletta þeim upp í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar. Hlutverk Orðabankans er að safna fræðiheitum og veita aðgang að íslenskum þýðingum á erlendum íðorðum.

Ef orðið hýsill er slegið inn í leitarvél Orðabankans og leitarmálið er haft 'íslenska', koma upp þær útgáfur af hugtakinu á öðrum tungumálum sem til eru í safninu.

Þar kemur fram að latneska hugtakið sé hospes og enska hugtakið host.

Íslenska orðið hýsill er ekki gamalt í málinu. Í öðru gagnasafni sem öllum er aðgengilegt á netinu, Orðabók Háskólans sést að elsta dæmið um orðið er frá árinu 1933, úr tímaritinu Náttúrufræðingurinn. Tilvitnunin er svohljóðandi:
Almennt gera bandormarnir lítið tjón, nema að því leyti, að þeir tileinka sér nokkuð af mat þeim, sem hýsillinn (þ.e. dýr það, sem hýsir bandorminn) er að matreiða handa sjálfum sér.
Hægt er að lesa um hýsla og sníkjudýr í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvað er samlífi, gistilífi, samhjálp og sníkjulíf dýra?

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.9.2004

Spyrjandi

Sigurður Guðjónsson

Tilvísun

JGÞ. „Hver ert latneska heitið yfir orðið hýsil?“ Vísindavefurinn, 14. september 2004. Sótt 5. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=4509.

JGÞ. (2004, 14. september). Hver ert latneska heitið yfir orðið hýsil? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4509

JGÞ. „Hver ert latneska heitið yfir orðið hýsil?“ Vísindavefurinn. 14. sep. 2004. Vefsíða. 5. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4509>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver ert latneska heitið yfir orðið hýsil?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Góðan dag. Ég er að leita að latneska heitinu yfir orðið hýsill.
Þeir sem þurfa að þekkja latnesk heiti hugtaka sem geta reynt að fletta þeim upp í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar. Hlutverk Orðabankans er að safna fræðiheitum og veita aðgang að íslenskum þýðingum á erlendum íðorðum.

Ef orðið hýsill er slegið inn í leitarvél Orðabankans og leitarmálið er haft 'íslenska', koma upp þær útgáfur af hugtakinu á öðrum tungumálum sem til eru í safninu.

Þar kemur fram að latneska hugtakið sé hospes og enska hugtakið host.

Íslenska orðið hýsill er ekki gamalt í málinu. Í öðru gagnasafni sem öllum er aðgengilegt á netinu, Orðabók Háskólans sést að elsta dæmið um orðið er frá árinu 1933, úr tímaritinu Náttúrufræðingurinn. Tilvitnunin er svohljóðandi:
Almennt gera bandormarnir lítið tjón, nema að því leyti, að þeir tileinka sér nokkuð af mat þeim, sem hýsillinn (þ.e. dýr það, sem hýsir bandorminn) er að matreiða handa sjálfum sér.
Hægt er að lesa um hýsla og sníkjudýr í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvað er samlífi, gistilífi, samhjálp og sníkjulíf dýra?...