Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hættulegt að kyngja tyggjói?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað gerist ef maður gleypir tyggjó, er það hættulegt eða getur maður fengið garnaflækju?
  • Er hættulegt að kyngja tyggjói, þá sérstaklega ef börn eiga í hlut?
  • Af hverju er óhollt að kyngja tyggigúmmíi?
  • Hvað tekur það langan tíma fyrir líkamann að melta tyggjó ef það er gleypt?
  • Hvað er tyggjó lengi í líkamanum eða fer það bara í gegn? Er óhollt að gleypa það?
Aðrir spyrjendur eru: Elvar Bjarkason (f. 1992), Friðrik Atlason, Jónína Pétursdóttir (f. 1990), Guðni Oddur Jónsson (f. 1989) og Halldór Kristjánsson.

„Ekki kyngja tyggjóinu – það á að vera í munni en ekki í maga!“ Líklega hafa flestir heyrt eitthvað þessu líkt þegar þeir fengu tyggjó í fyrsta skipti. Ekki eru útskýringarnar sem fylgja þessari áminningu endilega samhljóða, stundum fylgir sögunni að það taki tyggjóið langan tíma að komast í gegnum meltingarveginn, jafnvel nokkur ár, stundum er börnum sagt að það geti stíflað meltingarveginn, þau geti fengið garnaflækju og svo framvegis. Og stundum er skýring þeirra eldri og reyndari á því hvers vegna ekki megi gleypa tyggjó einfaldlega „af því bara, það er ekki gott fyrir þig“.

Staðreyndin er hins vegar sú að við berum engan sérstakan skaða af því að renna tyggjóinu niður, líkaminn bregst við því á sama hátt og öðru sem við kyngjum en getum ekki melt – hann skilar því út í nokkurn veginn óbreyttri mynd.

Þó að hver tyggjóframleiðandi hafi sína sérstöku uppskrift er allt tyggigúmmí að grunninum til úr náttúrulegu eða tilbúnu gúmmíi sem gefur því seigluna og teygjanleikann sem menn sækjast eftir. Auk þess er í tyggjóinu einhvers konar mýkingarefni, til dæmis jurtaolíu, sykur eða sætuefni, önnur bragðefni og litarefni. Þessi efni leysast upp í munninum á meðan við tyggjum tyggjóið. Gúmmíið sjálft leysist hins vegar ekki upp, hvorki í munni né í meltingarvegi. Ef því er kyngt fer það sína leið gegnum meltingarveginn og skilar sér út með hægðum á nokkrum dögum eins og annar ómeltanlegur úrgangur.

Þess vegna er ekki óhollt að kyngja tyggjói þar sem það gerir okkur ekkert mein. Hins vegar nýtir líkaminn það ekki á neinn hátt og því er alveg eins gott að tyggjóið endi í ruslinu eins og gert er ráð fyrir, frekar en að við kyngjum því og það fari síðan sína leið með hægðum.

Lesa má meira um tyggjó í svari Elínar Carstensdóttur við spurningunni Hvernig var fyrsta tyggjóið og hver fann það upp? og um ferð fæðu í gegnum meltingarveginn og hlutverk hinna ýmsu líffæra í því ferli í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvernig starfa líffæri meltingakerfisins saman og hvaða efnaskipti fara þar fram?

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.9.2004

Spyrjandi

Embla Vigfúsdóttir, f. 1987

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Er hættulegt að kyngja tyggjói?“ Vísindavefurinn, 17. september 2004, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4517.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2004, 17. september). Er hættulegt að kyngja tyggjói? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4517

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Er hættulegt að kyngja tyggjói?“ Vísindavefurinn. 17. sep. 2004. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4517>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hættulegt að kyngja tyggjói?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvað gerist ef maður gleypir tyggjó, er það hættulegt eða getur maður fengið garnaflækju?
  • Er hættulegt að kyngja tyggjói, þá sérstaklega ef börn eiga í hlut?
  • Af hverju er óhollt að kyngja tyggigúmmíi?
  • Hvað tekur það langan tíma fyrir líkamann að melta tyggjó ef það er gleypt?
  • Hvað er tyggjó lengi í líkamanum eða fer það bara í gegn? Er óhollt að gleypa það?
Aðrir spyrjendur eru: Elvar Bjarkason (f. 1992), Friðrik Atlason, Jónína Pétursdóttir (f. 1990), Guðni Oddur Jónsson (f. 1989) og Halldór Kristjánsson.

„Ekki kyngja tyggjóinu – það á að vera í munni en ekki í maga!“ Líklega hafa flestir heyrt eitthvað þessu líkt þegar þeir fengu tyggjó í fyrsta skipti. Ekki eru útskýringarnar sem fylgja þessari áminningu endilega samhljóða, stundum fylgir sögunni að það taki tyggjóið langan tíma að komast í gegnum meltingarveginn, jafnvel nokkur ár, stundum er börnum sagt að það geti stíflað meltingarveginn, þau geti fengið garnaflækju og svo framvegis. Og stundum er skýring þeirra eldri og reyndari á því hvers vegna ekki megi gleypa tyggjó einfaldlega „af því bara, það er ekki gott fyrir þig“.

Staðreyndin er hins vegar sú að við berum engan sérstakan skaða af því að renna tyggjóinu niður, líkaminn bregst við því á sama hátt og öðru sem við kyngjum en getum ekki melt – hann skilar því út í nokkurn veginn óbreyttri mynd.

Þó að hver tyggjóframleiðandi hafi sína sérstöku uppskrift er allt tyggigúmmí að grunninum til úr náttúrulegu eða tilbúnu gúmmíi sem gefur því seigluna og teygjanleikann sem menn sækjast eftir. Auk þess er í tyggjóinu einhvers konar mýkingarefni, til dæmis jurtaolíu, sykur eða sætuefni, önnur bragðefni og litarefni. Þessi efni leysast upp í munninum á meðan við tyggjum tyggjóið. Gúmmíið sjálft leysist hins vegar ekki upp, hvorki í munni né í meltingarvegi. Ef því er kyngt fer það sína leið gegnum meltingarveginn og skilar sér út með hægðum á nokkrum dögum eins og annar ómeltanlegur úrgangur.

Þess vegna er ekki óhollt að kyngja tyggjói þar sem það gerir okkur ekkert mein. Hins vegar nýtir líkaminn það ekki á neinn hátt og því er alveg eins gott að tyggjóið endi í ruslinu eins og gert er ráð fyrir, frekar en að við kyngjum því og það fari síðan sína leið með hægðum.

Lesa má meira um tyggjó í svari Elínar Carstensdóttur við spurningunni Hvernig var fyrsta tyggjóið og hver fann það upp? og um ferð fæðu í gegnum meltingarveginn og hlutverk hinna ýmsu líffæra í því ferli í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvernig starfa líffæri meltingakerfisins saman og hvaða efnaskipti fara þar fram?

Heimildir og mynd:...