Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er kvótakerfi?

Gylfi Magnússon

Til eru margs konar kerfi sem kalla mætti kvótakerfi en öll eiga þau það sameiginlegt að verið er að reyna að stjórna magni af einhverju með því að tiltaka hve mikið einstakir aðilar mega nýta (til dæmis veiða, framleiða eða selja). Ýmist er tiltekið það magn sem einstakir aðilar mega nýta eða það hlutfall af heildinni sem hver má nýta. Þessi kerfi eru til dæmis stundum notuð þegar hópur einstaklinga nýtir sameiginlega auðlind eða almenning (e. commons).

Sem dæmi má nefna kvótakerfi í fiskveiðum. Þau eru notuð til að reyna að stjórna því hve mikið er veitt með því að tiltaka hve mikið einstakir aðilar (til dæmis sjómenn eða útgerðir) mega veiða af viðkomandi tegund á ákveðnu svæði á tilteknum tíma. Fleiri leiðir en kvótakerfi er hægt að hugsa sér til að reyna að koma í veg fyrir að gengið verði of nærri fiskstofnum, til dæmis bann við veiðum tiltekinn tíma á ári, bann við notkun ákveðinna veiðarfæra eða hömlur á skipakaupum. Þegar talað er um kvótakerfið (með greini) á Íslandi er yfirleitt átt við það kerfi sem notað er til að stýra veiðum úr flestum fiskstofnum við Ísland.

Einungis má veiða ákveðið magn af þorski á ári.

Mörg önnur kvótakerfi eru og hafa verið í notkun á Íslandi, til dæmis í landbúnaði. Forfeður okkar beittu svokallaðri ítölu til að takmarka beit á afréttum eða annars staðar og það var í reynd kvótakerfi. Í því kvótakerfi sem nú er þekktast í landbúnaði er reynt að stýra framleiddu magni með því að úthluta kvótum til einstakra bænda þar sem tiltekið er hve mikið þeir megi framleiða af tilteknum afurðum á ári.

Þá eru kvótar notaðir til að takmarka innflutning á ákveðnum landbúnaðarafurðum. Ótalmörg fleiri dæmi má nefna, til dæmis er eins konar kvótakerfi beitt við kosningar til alþingis því að hvert kjördæmi fær ákveðinn kvóta (fjölda þingsæta). Í sumum öðrum kosningum tíðkast kynjakvótar, til dæmis þannig að hvort kyn fær ákveðið lágmarkshlutfall af þeim sætum sem kosið er um og svo mætti lengi telja.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

23.5.2000

Spyrjandi

Egill Guðmundsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er kvótakerfi?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2000, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=452.

Gylfi Magnússon. (2000, 23. maí). Hvað er kvótakerfi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=452

Gylfi Magnússon. „Hvað er kvótakerfi?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2000. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=452>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er kvótakerfi?
Til eru margs konar kerfi sem kalla mætti kvótakerfi en öll eiga þau það sameiginlegt að verið er að reyna að stjórna magni af einhverju með því að tiltaka hve mikið einstakir aðilar mega nýta (til dæmis veiða, framleiða eða selja). Ýmist er tiltekið það magn sem einstakir aðilar mega nýta eða það hlutfall af heildinni sem hver má nýta. Þessi kerfi eru til dæmis stundum notuð þegar hópur einstaklinga nýtir sameiginlega auðlind eða almenning (e. commons).

Sem dæmi má nefna kvótakerfi í fiskveiðum. Þau eru notuð til að reyna að stjórna því hve mikið er veitt með því að tiltaka hve mikið einstakir aðilar (til dæmis sjómenn eða útgerðir) mega veiða af viðkomandi tegund á ákveðnu svæði á tilteknum tíma. Fleiri leiðir en kvótakerfi er hægt að hugsa sér til að reyna að koma í veg fyrir að gengið verði of nærri fiskstofnum, til dæmis bann við veiðum tiltekinn tíma á ári, bann við notkun ákveðinna veiðarfæra eða hömlur á skipakaupum. Þegar talað er um kvótakerfið (með greini) á Íslandi er yfirleitt átt við það kerfi sem notað er til að stýra veiðum úr flestum fiskstofnum við Ísland.

Einungis má veiða ákveðið magn af þorski á ári.

Mörg önnur kvótakerfi eru og hafa verið í notkun á Íslandi, til dæmis í landbúnaði. Forfeður okkar beittu svokallaðri ítölu til að takmarka beit á afréttum eða annars staðar og það var í reynd kvótakerfi. Í því kvótakerfi sem nú er þekktast í landbúnaði er reynt að stýra framleiddu magni með því að úthluta kvótum til einstakra bænda þar sem tiltekið er hve mikið þeir megi framleiða af tilteknum afurðum á ári.

Þá eru kvótar notaðir til að takmarka innflutning á ákveðnum landbúnaðarafurðum. Ótalmörg fleiri dæmi má nefna, til dæmis er eins konar kvótakerfi beitt við kosningar til alþingis því að hvert kjördæmi fær ákveðinn kvóta (fjölda þingsæta). Í sumum öðrum kosningum tíðkast kynjakvótar, til dæmis þannig að hvort kyn fær ákveðið lágmarkshlutfall af þeim sætum sem kosið er um og svo mætti lengi telja.

Mynd:...