Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getur þú sagt mér um Aserbaídsjan?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Aserbaídsjan er í suðaustur Kákasus, liggur að Kaspíahafi og á landamæri að Íran, Armeníu, Georgíu og Rússlandi. Til Aserbaídsjan heyrir einnig sjálfsstjórnarsvæðið Nakhichevan (Naxcivan) sem er í suður Armeníu við landamæri Írans alveg aðskilið frá Aserbaídsjan. Nakichevan er því svokölluð útlenda (e. exclave) en það hugtak er notað um landsvæði sem tilheyrir ákveðnu ríki en er aðskilið frá því af löndum annars ríkis. Aserbaídsjan var eitt af lýðveldum Sovétríkjanna en hlaut sjálfstæði þegar þau liðuðust í sundur árið 1991.



Um 90% íbúa Aserbaídsjan eru Aserar og hefur hlutfall þeirra hækkað nokkuð síðasta einn og hálfan áratug. Ástæðu þess má meðal annars rekja til deilna við Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh í suðurhluta Aserbaídsjan. Nagorno-Karabakh er svokallað innskotssvæði eða hólmlenda (e. enclave). Það heiti er notað yfir land eða landsvæði umlukt svæðum sem tilheyra öðru ríki eða eru frábrugðin að tungu eða menningu en nánast allir íbúar Nagorno-Karabakh eru af armenskum uppruna og svæðið er þess vegna hólmlenda.

Í lok 9. áratugar síðustu aldar braust út stríð á milli Armeníu og Aserbaídsjan í kjölfar þess að armenskir íbúar Nagorno-Karabakh kröfðust aðskilnaðar frá Aserbaídsjan og sameiningar við Armeníu. Stjórnvöld í Armeníu studdu málstað þeirra þrátt fyrir andstöðu Sovétstjórnarinnar sem sendi hersveitir á staðinn til þess að skakka leikinn. Frá því að Armenía og Aserbaídsjan lýstu yfir sjálfstæði sínu árið 1991 hefur verið tekist á um yfirráð yfir Nagorno-Karabakh og er sú deila enn óleyst.

Vegna átakanna um Nagorno-Karabakh flúði mikill meirihluti þeirra Asera sem bjuggu í Armeníu til Aserbaídsjan og Íran á árunum 1990-1994 en á sama tíma flúðu margir Armenar sem búsettir voru í Aserbaídsjan yfir til Armeníu. Fyrir þann tíma voru Armenar um 6% íbúa í Aserbaídsjan en hlutfall þeirra er nú komið niður í 2% og búa þeir nánast eingöngu í Nagorno-Karabakh héraði. Rúmlega 3% íbúa Aserbaídsjan eru frá rússneska sjálfsstjórnarlýðveldinu Dagestan, um 2,5% eru Rússar auk annarra fámennari þjóðarbrota.



Aseríska, sem er náskyld tyrknesku, er opinbert tungumál í Aserbaídsjan og móðurmál um 89% íbúanna. Önnur helstu tungumál eru rússneska og armenska. Yfir 90% Asera eru múslimar en lítill hluti landsmanna tilheyrir rússnesku eða armensku rétttrúnaðarkirkjunni.

Rétt um helmingur Asera býr í þéttbýli. Þéttust er byggðin á Abseronskaga í austurhluta landsins við Kaspíahaf, en þar er meðal annars höfuðborgin Bakú með tæplega 2 milljónir íbúa. Bakú er helsta iðnaðarborg í suðurhluta Kákasus og helgast það fyrst og fremst af olíu- og gasvinnslu. Einnig er Bakú mikil hafnarborg. Önnur stærsta borg Aserbaídjsan er Gäncä í vesturhluta landsins með rúmlega 300.000 íbúa.

Olíuiðnaður er undirstaða efnahagslífsins í Aserbaídsjan og stendur á gömlum merg. Í upphafi 20. aldarinnar var meira en helmingur allrar olíu í heiminum flutt út frá Bakú. Í dag eru Bakú og nágrenni aðaliðnaðarsvæði landsins eins og áður sagði, en auk olíu- og gasvinnslu má nefna annan þungaiðnað eins og stálframleiðslu, framleiðslu á tækjum og tólum til olíuvinnslu og efnaframleiðslu. Á síðari árum hefur verið lögð aukin áhersla á annars konar iðnframleiðslu svo sem vefnaðarvöru (textíl), búsáhöld, skó og annan neysluvarning. Landbúnaður er einnig mikilvæg atvinnugrein. Bómullar- og kornrækt eru þar fremst í flokki en auk þess er mikið ræktað af vínberjum og öðrum ávöxtum og grænmeti.


og eitt helsta iðnaðarsvæði landsins." border=0>

Eins og í svo mörgum öðrum fyrrverandi Sovétlýðveldum hafði upplausn Sovétríkjanna og breytt viðskiptaumhverfi sem því fylgdi, neikvæð áhrif á efnahag í Aserbaídsjan. Það sama má segja um deilurnar um Nagorno-Karabakh. Landið hefur þó verið að rétta úr kútnum síðustu ár, meðal annars með aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Það er rétt að geta þess hér í lokinn að Aserbaídsjan á sér afar langa og flókna sögu þar sem minjar um búsetu á svæðinu ná allt aftur til steinaldar. Engin leið er að gera grein fyrir þeirri sögu í þessu svari enda er því frekar ætlað að gefa mynd af Aserbaídsjan í upphafi 21. aldar. Áhugasömum er bent á að í mörgum þeirra heimilda sem getið er hér að neðan má finna yfirlit yfir sögu svæðisins.

Heimildir og myndir:

Önnur svör um Kákasus á Vísindavefnum eftir sama höfund:Einnig má benda á svör Guðmundar Ólafssonar við spurningunum:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.10.2004

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað getur þú sagt mér um Aserbaídsjan?“ Vísindavefurinn, 5. október 2004, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4543.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2004, 5. október). Hvað getur þú sagt mér um Aserbaídsjan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4543

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað getur þú sagt mér um Aserbaídsjan?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2004. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4543>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um Aserbaídsjan?
Aserbaídsjan er í suðaustur Kákasus, liggur að Kaspíahafi og á landamæri að Íran, Armeníu, Georgíu og Rússlandi. Til Aserbaídsjan heyrir einnig sjálfsstjórnarsvæðið Nakhichevan (Naxcivan) sem er í suður Armeníu við landamæri Írans alveg aðskilið frá Aserbaídsjan. Nakichevan er því svokölluð útlenda (e. exclave) en það hugtak er notað um landsvæði sem tilheyrir ákveðnu ríki en er aðskilið frá því af löndum annars ríkis. Aserbaídsjan var eitt af lýðveldum Sovétríkjanna en hlaut sjálfstæði þegar þau liðuðust í sundur árið 1991.



Um 90% íbúa Aserbaídsjan eru Aserar og hefur hlutfall þeirra hækkað nokkuð síðasta einn og hálfan áratug. Ástæðu þess má meðal annars rekja til deilna við Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh í suðurhluta Aserbaídsjan. Nagorno-Karabakh er svokallað innskotssvæði eða hólmlenda (e. enclave). Það heiti er notað yfir land eða landsvæði umlukt svæðum sem tilheyra öðru ríki eða eru frábrugðin að tungu eða menningu en nánast allir íbúar Nagorno-Karabakh eru af armenskum uppruna og svæðið er þess vegna hólmlenda.

Í lok 9. áratugar síðustu aldar braust út stríð á milli Armeníu og Aserbaídsjan í kjölfar þess að armenskir íbúar Nagorno-Karabakh kröfðust aðskilnaðar frá Aserbaídsjan og sameiningar við Armeníu. Stjórnvöld í Armeníu studdu málstað þeirra þrátt fyrir andstöðu Sovétstjórnarinnar sem sendi hersveitir á staðinn til þess að skakka leikinn. Frá því að Armenía og Aserbaídsjan lýstu yfir sjálfstæði sínu árið 1991 hefur verið tekist á um yfirráð yfir Nagorno-Karabakh og er sú deila enn óleyst.

Vegna átakanna um Nagorno-Karabakh flúði mikill meirihluti þeirra Asera sem bjuggu í Armeníu til Aserbaídsjan og Íran á árunum 1990-1994 en á sama tíma flúðu margir Armenar sem búsettir voru í Aserbaídsjan yfir til Armeníu. Fyrir þann tíma voru Armenar um 6% íbúa í Aserbaídsjan en hlutfall þeirra er nú komið niður í 2% og búa þeir nánast eingöngu í Nagorno-Karabakh héraði. Rúmlega 3% íbúa Aserbaídsjan eru frá rússneska sjálfsstjórnarlýðveldinu Dagestan, um 2,5% eru Rússar auk annarra fámennari þjóðarbrota.



Aseríska, sem er náskyld tyrknesku, er opinbert tungumál í Aserbaídsjan og móðurmál um 89% íbúanna. Önnur helstu tungumál eru rússneska og armenska. Yfir 90% Asera eru múslimar en lítill hluti landsmanna tilheyrir rússnesku eða armensku rétttrúnaðarkirkjunni.

Rétt um helmingur Asera býr í þéttbýli. Þéttust er byggðin á Abseronskaga í austurhluta landsins við Kaspíahaf, en þar er meðal annars höfuðborgin Bakú með tæplega 2 milljónir íbúa. Bakú er helsta iðnaðarborg í suðurhluta Kákasus og helgast það fyrst og fremst af olíu- og gasvinnslu. Einnig er Bakú mikil hafnarborg. Önnur stærsta borg Aserbaídjsan er Gäncä í vesturhluta landsins með rúmlega 300.000 íbúa.

Olíuiðnaður er undirstaða efnahagslífsins í Aserbaídsjan og stendur á gömlum merg. Í upphafi 20. aldarinnar var meira en helmingur allrar olíu í heiminum flutt út frá Bakú. Í dag eru Bakú og nágrenni aðaliðnaðarsvæði landsins eins og áður sagði, en auk olíu- og gasvinnslu má nefna annan þungaiðnað eins og stálframleiðslu, framleiðslu á tækjum og tólum til olíuvinnslu og efnaframleiðslu. Á síðari árum hefur verið lögð aukin áhersla á annars konar iðnframleiðslu svo sem vefnaðarvöru (textíl), búsáhöld, skó og annan neysluvarning. Landbúnaður er einnig mikilvæg atvinnugrein. Bómullar- og kornrækt eru þar fremst í flokki en auk þess er mikið ræktað af vínberjum og öðrum ávöxtum og grænmeti.


og eitt helsta iðnaðarsvæði landsins." border=0>

Eins og í svo mörgum öðrum fyrrverandi Sovétlýðveldum hafði upplausn Sovétríkjanna og breytt viðskiptaumhverfi sem því fylgdi, neikvæð áhrif á efnahag í Aserbaídsjan. Það sama má segja um deilurnar um Nagorno-Karabakh. Landið hefur þó verið að rétta úr kútnum síðustu ár, meðal annars með aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Það er rétt að geta þess hér í lokinn að Aserbaídsjan á sér afar langa og flókna sögu þar sem minjar um búsetu á svæðinu ná allt aftur til steinaldar. Engin leið er að gera grein fyrir þeirri sögu í þessu svari enda er því frekar ætlað að gefa mynd af Aserbaídsjan í upphafi 21. aldar. Áhugasömum er bent á að í mörgum þeirra heimilda sem getið er hér að neðan má finna yfirlit yfir sögu svæðisins.

Heimildir og myndir:

Önnur svör um Kákasus á Vísindavefnum eftir sama höfund:Einnig má benda á svör Guðmundar Ólafssonar við spurningunum: ...