Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geturðu sagt mér eitthvað um Norður-Ossetíu og þau Kákasuslönd sem liggja þar fyrir austan?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Í rússneska hluta Kákasus eru sjö lýðveldi og eru frá vestri til austurs:
  • Adygea
  • Karachay-Cherkessía
  • Kabardínó-Balkaría
  • Norður-Ossetía
  • Ingúsetía
  • Tsjetsjenía
  • Dagestan
Í svari við spurningunni Hvaða hluti Rússlands tilheyrir Kákasus? er fjallað almennt um Kákasuslöndin og sérstaklega um þrjú fyrstnefndu lýðveldin, það er þau lönd sem liggja fyrir vestan Norður-Ossetíu. Hér verður fjallað um hin lýðveldin fjögur. Athugsemd í ofangreindu svari um misræmi í tölfræðiupplýsingum á einnig við um þetta svar.



Norður-Ossetía, eða Alanía eins og landið er líka nefnt, er um 8.000 km2 að stærð. Höfuðborg lýðveldisins er Vladikavkaz sem er jafnframt stærsta borgin í norðurhluta Kákasus. Íbúar Norður-Ossetíu voru rúmlega 700.000 árið 2002. Á milli 50-60% þeirra eru Ossetíumenn en þeir eru af kákasískum og írönskum uppruna. Tungumál þeirra tilheyrir írönskum málum innan indó-evrópskra mála. Um eða innan við þriðjungur íbúanna eru Rússar en lítill hluti eru Ingúsar auk annarra minni hópa, svo sem Úkraínumanna og Armena. Flestir Ossetíumenn aðhyllast kristna trú.



Ingúsar voru áður hærra hlutfall íbúa Norður Ossetíu en í kjölfar átaka milli Ingúsetíu og Norður-Ossetíu um Prigorodnysvæðið í Norður-Ossetíu flúði mikill meirihluti Ingúsa sem þar bjuggu yfir til Ingúsetíu. Forsaga málsins er sú Prigorodnysvæðið tilheyrði áður Ingúsetíu en var fært undir Norður-Ossetíu árið 1944 þegar Ingúsar voru fluttir nauðungarflutningum til Mið-Asíu (sjá nánar í svari við spurningunni Hvaða hluti Rússlands tilheyrir Kákasus?). Þegar sjálfsstjórnarlýðveldið Ingúsetía var stofnað árið 1992 (sjá hér á eftir) var gerð krafa um að Norður-Ossetía „skilaði“ aftur þeim svæðum sem af Ingúsum voru tekin árið 1944. Í kjölfarið kom til átaka á milli landanna og sendu Rússar hersveitir til þess að skakka leikinn.

Að hluta til var Ingúsunum í Norður-Ossetíu líka ýtt í burtu af flóttamönnum frá Suður-Ossetíu í Georgíu sem voru að flýja átök sem þar áttu sér stað í upphafi 10. áratugar síðustu aldar (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um Georgíu?). Flestir þessara flóttamanna að sunnan komu sér fyrir á svæðum í Norður-Ossetíu sem voru byggð Ingúsum. Ekki hefur fundist endanleg lausn á deilunni um Prigorodnysvæðið og þeim flóttamannavanda sem fylgt hefur henni.

Norður-Ossetía hefur því ekki farið varhluta af þeim átökum sem átt hafa sér stað í Kákasus. Nú síðast blandaðist svæðið inn í átök Tsjetsjena og Rússa með gíslatöku í barnaskóla í borginni Beslan í september 2004 sem tsjetsjenskir uppreisnarmenn stóðu að og endaði með ósköpum.

Ingúsetía er um eða innan við 4.000 km2 að stærð. Frá 2002 hefur Magas verið höfuðborg landsins en áður var það borgin Nazran. Talið að íbúar Ingúsetíu hafi verið á bilinu 300.000-467.000 árið 2002, allt eftir því hvaða heimildir eru skoðaðar. Um 95% þeirra eru Ingúsar en meðal minnihlutahópa eru Rússar og Tsjetsjenar. Opinber tungumál í lýðveldinu eru ingúsetíska, sem er kákasískt mál og náskylt tsjetsjensku, og rússneska. Langflestir íbúar Ingúsetíu eru múslimar.

Á tímum Sovétríkjanna var Ingúsetía hluti af Sovétlýðveldinu Tsjetsjeníu-Ingúsetíu en eftir er Tsjetsjenar lýstu yfir sjálfstæði í byrjun 10. áratugar síðustu aldar skildu leiðir og Ingúsetía varð sérstakt sjálfsstjórnarlýðveldi. Í kjölfarið risu upp deilur milli Ingúsetíu og Norður-Oessetíu um svokallað Prigorodnysvæði og flúði fjöldi Ingúsa sem búsettir voru í Norður-Ossetíu yfir til Ingúsetíu. Einnig hafa tugir eða hundruðir þúsunda tsjetsjenskra flóttamanna leitað hælis í Ingúsetíu vegna átakanna á milli Tsjetsjena og Rússa. Amnesty International taldi að undir lok árs 2003 væru um 70.000 tsjetsjenskir flóttamenn enn í Ingúsetíu.



Tsjetsjenía er austan Ingúsetíu og er höfuðborgin Grosný. Stærð lýðveldisins virðist vera nokkuð á reiki eftir því hvaða heimildir eru skoðaðar, allt frá 12.300 km2 til um 17.300 km2 að flatarmáli. Það sama gildir um íbúafjölda í landinu, heimildum ber langt því frá saman um hversu margir búi í Tsjetsjeníu. Í upphafi 10. áratugar síðustu aldar voru íbúar Tsjetsjeníu líklega rúmlega 1,1 milljón talsins en þeim hefur fækkað mikið síðan þá.

Undanfarin ár hefur verið háð blóðug baraátta á milli Rússa og Tsjetsjena eins og Guðmundur Ólafsson fjallar um í svari sínu við spurningunni Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa? Talið er að stríðið hafi kostað allt að 100.000 manns lífið og að yfir 400.000 hafi flúið land. Sumar heimildir áætla að íbúar Tsjetsjeníu séu nú á bilinu 400-500.000 en aðrar nefna mun hærri tölur. Rétt er að taka fram að sumar heimildir um íbúafjölda og stærð Tsjetsjeníu virðast miðast við Tsjetsjeníu og Ingúsetíu saman, þrátt fyrir að þessi svæði hafi verið sitt hvort lýðveldið í næstum einn og hálfan áratug.

Tsjetsjenar eru langfjölmennastir íbúa í Tsjetsjeníu. Tungumál þeirra telst til norðausturkákasískra mála og er ekki ósvipað máli Ingúsa. Flestir Tsjetsjenar eru múslimar. Áður en stríð hófst á milli Tsjetsjena og Rússa voru Rússar næstum fjórðungur íbúa í landinu en í kjölfar átakanna hefur stór hluti þeirra flust á brott.

Dagestan er austast rússnesku Kákasuslýðveldanna, um 50.300 km2 að stærð og liggur að Kaspíahafi. Höfuðborg Dagestan er hafnarborgin Makhachkala við Kaspíahaf. Íbúar landsins voru 2,1-2,5 milljónir árið 2002 og tilheyra þeir að minnsta kosti 36 þjóðarbrotum eða hópum, enda er Dagestan það svæði í Rússlandi þar sem flest þjóðarbrot eru saman komin.



Flestir íbúar eru Dagestanar en það er ekki einsleit þjóð heldur nokkrir hópar sem hver um sig hefur sitt eigið tungumál eða mállýsku. Önnur þjóðarbrot eru meðal annars Rússar, Tsjetsjenar, Úrkaínumenn og Tatar svo einhverjir séu nefndir. Flestir íbúar tala kákasísk-, tyrknesk- eða írönsk mál en alls eru yfir 30 tungumál töluð í landinu. Mikill meirihluti íbúa í Dagestan eru múslimar en þar er einnig að finna kristna menn, aðallega Rússa, Armena og Georgíumenn.

Dagestan hefur ekki farið varhluta af átökunum á milli nágrannaríkisins Tsjetsjeníu og Rússlands eins og lesa má um í svari Guðmundar Ólafssonar við spurningunni Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?

Hér hefur aðeins verið fjallað stuttlega um austurhluta rússneska Kákasus. Í eftirfarandi heimildum er hægt að lesa nánar um rússnesku Kákasuslýðveldin, sögu þeirra, náttúrfar, stjórnmál, efnahagsmál og margt fleira.

Myndir:

Önnur svör um Kákasus á Vísindavefnum eftir sama höfund:Einnig má benda á svör Guðmundar Ólafssonar við spurningunum:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.10.2004

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Geturðu sagt mér eitthvað um Norður-Ossetíu og þau Kákasuslönd sem liggja þar fyrir austan?“ Vísindavefurinn, 18. október 2004, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4561.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2004, 18. október). Geturðu sagt mér eitthvað um Norður-Ossetíu og þau Kákasuslönd sem liggja þar fyrir austan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4561

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Geturðu sagt mér eitthvað um Norður-Ossetíu og þau Kákasuslönd sem liggja þar fyrir austan?“ Vísindavefurinn. 18. okt. 2004. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4561>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geturðu sagt mér eitthvað um Norður-Ossetíu og þau Kákasuslönd sem liggja þar fyrir austan?
Í rússneska hluta Kákasus eru sjö lýðveldi og eru frá vestri til austurs:

  • Adygea
  • Karachay-Cherkessía
  • Kabardínó-Balkaría
  • Norður-Ossetía
  • Ingúsetía
  • Tsjetsjenía
  • Dagestan
Í svari við spurningunni Hvaða hluti Rússlands tilheyrir Kákasus? er fjallað almennt um Kákasuslöndin og sérstaklega um þrjú fyrstnefndu lýðveldin, það er þau lönd sem liggja fyrir vestan Norður-Ossetíu. Hér verður fjallað um hin lýðveldin fjögur. Athugsemd í ofangreindu svari um misræmi í tölfræðiupplýsingum á einnig við um þetta svar.



Norður-Ossetía, eða Alanía eins og landið er líka nefnt, er um 8.000 km2 að stærð. Höfuðborg lýðveldisins er Vladikavkaz sem er jafnframt stærsta borgin í norðurhluta Kákasus. Íbúar Norður-Ossetíu voru rúmlega 700.000 árið 2002. Á milli 50-60% þeirra eru Ossetíumenn en þeir eru af kákasískum og írönskum uppruna. Tungumál þeirra tilheyrir írönskum málum innan indó-evrópskra mála. Um eða innan við þriðjungur íbúanna eru Rússar en lítill hluti eru Ingúsar auk annarra minni hópa, svo sem Úkraínumanna og Armena. Flestir Ossetíumenn aðhyllast kristna trú.



Ingúsar voru áður hærra hlutfall íbúa Norður Ossetíu en í kjölfar átaka milli Ingúsetíu og Norður-Ossetíu um Prigorodnysvæðið í Norður-Ossetíu flúði mikill meirihluti Ingúsa sem þar bjuggu yfir til Ingúsetíu. Forsaga málsins er sú Prigorodnysvæðið tilheyrði áður Ingúsetíu en var fært undir Norður-Ossetíu árið 1944 þegar Ingúsar voru fluttir nauðungarflutningum til Mið-Asíu (sjá nánar í svari við spurningunni Hvaða hluti Rússlands tilheyrir Kákasus?). Þegar sjálfsstjórnarlýðveldið Ingúsetía var stofnað árið 1992 (sjá hér á eftir) var gerð krafa um að Norður-Ossetía „skilaði“ aftur þeim svæðum sem af Ingúsum voru tekin árið 1944. Í kjölfarið kom til átaka á milli landanna og sendu Rússar hersveitir til þess að skakka leikinn.

Að hluta til var Ingúsunum í Norður-Ossetíu líka ýtt í burtu af flóttamönnum frá Suður-Ossetíu í Georgíu sem voru að flýja átök sem þar áttu sér stað í upphafi 10. áratugar síðustu aldar (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um Georgíu?). Flestir þessara flóttamanna að sunnan komu sér fyrir á svæðum í Norður-Ossetíu sem voru byggð Ingúsum. Ekki hefur fundist endanleg lausn á deilunni um Prigorodnysvæðið og þeim flóttamannavanda sem fylgt hefur henni.

Norður-Ossetía hefur því ekki farið varhluta af þeim átökum sem átt hafa sér stað í Kákasus. Nú síðast blandaðist svæðið inn í átök Tsjetsjena og Rússa með gíslatöku í barnaskóla í borginni Beslan í september 2004 sem tsjetsjenskir uppreisnarmenn stóðu að og endaði með ósköpum.

Ingúsetía er um eða innan við 4.000 km2 að stærð. Frá 2002 hefur Magas verið höfuðborg landsins en áður var það borgin Nazran. Talið að íbúar Ingúsetíu hafi verið á bilinu 300.000-467.000 árið 2002, allt eftir því hvaða heimildir eru skoðaðar. Um 95% þeirra eru Ingúsar en meðal minnihlutahópa eru Rússar og Tsjetsjenar. Opinber tungumál í lýðveldinu eru ingúsetíska, sem er kákasískt mál og náskylt tsjetsjensku, og rússneska. Langflestir íbúar Ingúsetíu eru múslimar.

Á tímum Sovétríkjanna var Ingúsetía hluti af Sovétlýðveldinu Tsjetsjeníu-Ingúsetíu en eftir er Tsjetsjenar lýstu yfir sjálfstæði í byrjun 10. áratugar síðustu aldar skildu leiðir og Ingúsetía varð sérstakt sjálfsstjórnarlýðveldi. Í kjölfarið risu upp deilur milli Ingúsetíu og Norður-Oessetíu um svokallað Prigorodnysvæði og flúði fjöldi Ingúsa sem búsettir voru í Norður-Ossetíu yfir til Ingúsetíu. Einnig hafa tugir eða hundruðir þúsunda tsjetsjenskra flóttamanna leitað hælis í Ingúsetíu vegna átakanna á milli Tsjetsjena og Rússa. Amnesty International taldi að undir lok árs 2003 væru um 70.000 tsjetsjenskir flóttamenn enn í Ingúsetíu.



Tsjetsjenía er austan Ingúsetíu og er höfuðborgin Grosný. Stærð lýðveldisins virðist vera nokkuð á reiki eftir því hvaða heimildir eru skoðaðar, allt frá 12.300 km2 til um 17.300 km2 að flatarmáli. Það sama gildir um íbúafjölda í landinu, heimildum ber langt því frá saman um hversu margir búi í Tsjetsjeníu. Í upphafi 10. áratugar síðustu aldar voru íbúar Tsjetsjeníu líklega rúmlega 1,1 milljón talsins en þeim hefur fækkað mikið síðan þá.

Undanfarin ár hefur verið háð blóðug baraátta á milli Rússa og Tsjetsjena eins og Guðmundur Ólafsson fjallar um í svari sínu við spurningunni Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa? Talið er að stríðið hafi kostað allt að 100.000 manns lífið og að yfir 400.000 hafi flúið land. Sumar heimildir áætla að íbúar Tsjetsjeníu séu nú á bilinu 400-500.000 en aðrar nefna mun hærri tölur. Rétt er að taka fram að sumar heimildir um íbúafjölda og stærð Tsjetsjeníu virðast miðast við Tsjetsjeníu og Ingúsetíu saman, þrátt fyrir að þessi svæði hafi verið sitt hvort lýðveldið í næstum einn og hálfan áratug.

Tsjetsjenar eru langfjölmennastir íbúa í Tsjetsjeníu. Tungumál þeirra telst til norðausturkákasískra mála og er ekki ósvipað máli Ingúsa. Flestir Tsjetsjenar eru múslimar. Áður en stríð hófst á milli Tsjetsjena og Rússa voru Rússar næstum fjórðungur íbúa í landinu en í kjölfar átakanna hefur stór hluti þeirra flust á brott.

Dagestan er austast rússnesku Kákasuslýðveldanna, um 50.300 km2 að stærð og liggur að Kaspíahafi. Höfuðborg Dagestan er hafnarborgin Makhachkala við Kaspíahaf. Íbúar landsins voru 2,1-2,5 milljónir árið 2002 og tilheyra þeir að minnsta kosti 36 þjóðarbrotum eða hópum, enda er Dagestan það svæði í Rússlandi þar sem flest þjóðarbrot eru saman komin.



Flestir íbúar eru Dagestanar en það er ekki einsleit þjóð heldur nokkrir hópar sem hver um sig hefur sitt eigið tungumál eða mállýsku. Önnur þjóðarbrot eru meðal annars Rússar, Tsjetsjenar, Úrkaínumenn og Tatar svo einhverjir séu nefndir. Flestir íbúar tala kákasísk-, tyrknesk- eða írönsk mál en alls eru yfir 30 tungumál töluð í landinu. Mikill meirihluti íbúa í Dagestan eru múslimar en þar er einnig að finna kristna menn, aðallega Rússa, Armena og Georgíumenn.

Dagestan hefur ekki farið varhluta af átökunum á milli nágrannaríkisins Tsjetsjeníu og Rússlands eins og lesa má um í svari Guðmundar Ólafssonar við spurningunni Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?

Hér hefur aðeins verið fjallað stuttlega um austurhluta rússneska Kákasus. Í eftirfarandi heimildum er hægt að lesa nánar um rússnesku Kákasuslýðveldin, sögu þeirra, náttúrfar, stjórnmál, efnahagsmál og margt fleira.

Myndir:

Önnur svör um Kákasus á Vísindavefnum eftir sama höfund:Einnig má benda á svör Guðmundar Ólafssonar við spurningunum:...