Sólin Sólin Rís 04:34 • sest 22:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:09 • Sest 24:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:15 • Síðdegis: 18:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:26 í Reykjavík

Hvað eru slímsveppir?

Jón Már Halldórsson

Slímsveppir (e. slime molds) eru frumdýr (protozoa) af fylkingunni Myxomycota. Þeir minna um margt á amöbur sem er annar hópur frumdýra en einnig svipar þeim til sveppa enda draga þeir nafn sitt af þeim.



Ein gerð fullorðinna slímsveppa er með líkamsbyggingu sem á fræðimáli nefnist plasmodium. Plasmodia eru amöbulegar himnur sem geta verið allt að tugir sentimetra í þvermál með óreglulegum útlínum sem breytast í sífellu en þó mjög hægt. Allt er þetta ein lífvera sem myndast hefur við samruna fjölda einstaklinga í einn risamassa. Þessi risafruma er með fjölda kjarna en himnur upprunalegu frumnanna hafa horfið.

Einnig eru til slímsveppir sem eru einhvers konar sambýli raunverulega aðskildra frumna. Þeir kallast pseudoplasmodia og samanstanda af þúsundum amöbulegra frumna.

Slímsveppir finnast í raklendi svo sem í rökum skógum þar sem þeir skríða um skógarbotninn og minna um margt á risastórar amöbur.

Mynd: George Barron's Website on Fungi

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.11.2004

Spyrjandi

Sigurður Már Þorleifsson, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru slímsveppir?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2004. Sótt 8. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4594.

Jón Már Halldórsson. (2004, 4. nóvember). Hvað eru slímsveppir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4594

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru slímsveppir?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2004. Vefsíða. 8. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4594>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru slímsveppir?
Slímsveppir (e. slime molds) eru frumdýr (protozoa) af fylkingunni Myxomycota. Þeir minna um margt á amöbur sem er annar hópur frumdýra en einnig svipar þeim til sveppa enda draga þeir nafn sitt af þeim.



Ein gerð fullorðinna slímsveppa er með líkamsbyggingu sem á fræðimáli nefnist plasmodium. Plasmodia eru amöbulegar himnur sem geta verið allt að tugir sentimetra í þvermál með óreglulegum útlínum sem breytast í sífellu en þó mjög hægt. Allt er þetta ein lífvera sem myndast hefur við samruna fjölda einstaklinga í einn risamassa. Þessi risafruma er með fjölda kjarna en himnur upprunalegu frumnanna hafa horfið.

Einnig eru til slímsveppir sem eru einhvers konar sambýli raunverulega aðskildra frumna. Þeir kallast pseudoplasmodia og samanstanda af þúsundum amöbulegra frumna.

Slímsveppir finnast í raklendi svo sem í rökum skógum þar sem þeir skríða um skógarbotninn og minna um margt á risastórar amöbur.

Mynd: George Barron's Website on Fungi

...