Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar er borgin Bilbao?

EDS

Bilbao er stærsta borgin í Baskalandi á Norður-Spáni og stendur við mynni árinnar Nervión við Biscayaflóa. Íbúar borgarinnar sjálfrar eru á bilinu 350-360.000 en á Stór-Bilbao svæðinu öllu býr rúmlega 1 milljón manns.



Bilbao er ein helsta hafnarborg Spánar og hefur verið svo lengi. Upphaf hennar má rekja til þess að sæfarendur settust að við mynni árinnar Nervión, en formlega var borgin stofnuð í kringum árið 1300. Á seinni hluta miðalda var Bilbao vel þekkt í Evrópu fyrir vinnslu og útflutning á járngrýti sem finnst í miklu magni í nágrenninu. Einnig gegndi borgin mikilvægu hlutverki í ullarútflutningi frá Burgos, sem er innar í landinu, til Flæmingjalands (svæðis sem nú tilheyrir Hollandi, Belgíu og Frakklandi). Þegar kom fram á 18. öld blómstraði Bilbao vegna verslunar við nýlendur Spánar í Ameríku.



Á seinni hluta 19. aldar jókst vinnsla járngrýtis verulega og styrkti það borgina í sessi eftir ófrið og umsátur fyrr á öldinni. Enn þann dag í dag er Bilbao eitt helsta málmiðnaðarsvæði Spánar. Aðrar mikilvægar atvinnugreinar eru meðal annars efnaiðnaður, vefnaðarvinnsla, skipasmíðar og -viðgerðir, framleiðsla á efnum fyrir byggingariðnað og fiskveiðar. Einnig er borgin miðstöð fjármála, menningar og mennta í Baskalandi.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.11.2004

Spyrjandi

María Bryndís, f. 1989

Efnisorð

Tilvísun

EDS. „Hvar er borgin Bilbao?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2004, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4618.

EDS. (2004, 18. nóvember). Hvar er borgin Bilbao? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4618

EDS. „Hvar er borgin Bilbao?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2004. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4618>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar er borgin Bilbao?
Bilbao er stærsta borgin í Baskalandi á Norður-Spáni og stendur við mynni árinnar Nervión við Biscayaflóa. Íbúar borgarinnar sjálfrar eru á bilinu 350-360.000 en á Stór-Bilbao svæðinu öllu býr rúmlega 1 milljón manns.



Bilbao er ein helsta hafnarborg Spánar og hefur verið svo lengi. Upphaf hennar má rekja til þess að sæfarendur settust að við mynni árinnar Nervión, en formlega var borgin stofnuð í kringum árið 1300. Á seinni hluta miðalda var Bilbao vel þekkt í Evrópu fyrir vinnslu og útflutning á járngrýti sem finnst í miklu magni í nágrenninu. Einnig gegndi borgin mikilvægu hlutverki í ullarútflutningi frá Burgos, sem er innar í landinu, til Flæmingjalands (svæðis sem nú tilheyrir Hollandi, Belgíu og Frakklandi). Þegar kom fram á 18. öld blómstraði Bilbao vegna verslunar við nýlendur Spánar í Ameríku.



Á seinni hluta 19. aldar jókst vinnsla járngrýtis verulega og styrkti það borgina í sessi eftir ófrið og umsátur fyrr á öldinni. Enn þann dag í dag er Bilbao eitt helsta málmiðnaðarsvæði Spánar. Aðrar mikilvægar atvinnugreinar eru meðal annars efnaiðnaður, vefnaðarvinnsla, skipasmíðar og -viðgerðir, framleiðsla á efnum fyrir byggingariðnað og fiskveiðar. Einnig er borgin miðstöð fjármála, menningar og mennta í Baskalandi.

Heimildir og myndir: ...