Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hver er réttarstaða manns sem stelur þýfi?

Árni Helgason

Hér snýr málið nokkuð ólíkt við eftir því hverjar aðstæðurnar eru. Skoðum þrjú dæmi:
  1. A stelur sjónvarpi frá B en B stelur sjónvarpinu sjálfur til baka.
  2. A stelur sjónvarpi frá B en C stelur sjónvarpinu svo frá A.
  3. A stelur sjónvarpi frá B en C stelur sjónvarpinu aftur frá A til að skila B.

Málið flækist nokkuð ef tekið er inn í myndina hvernig sjónvarpið var brottnumið í hvert skipti, það er hvort til hafi þurft innbrot í húseign eða hvort sjónvarpið hafi verið tekið af stað sem allir hafa aðgang að.

Hér er hins vegar gert ráð fyrir því að spyrjandi hafi ekki þrotlausan áhuga á tilbúnum dæmum og lögfræðilegum flækjum og því skulum við einbeita okkur að því að finna út hvað gerist þegar stolnum hlut er stolið.



Hnuplað í verslun.

Ef við byrjum á dæmi 2, þá er ljóst að C er ekki heimilt að stela sjónvarpinu, jafnvel þótt A hafi stolið því upphaflega. Innbrot C telst hins vegar ekki fullframið vegna þess að sjónvarpinu er ekki stolið af sínum rétta eiganda. Ásetningur C stendur hins vegar til þess að stela sjónvarpinu og C yrði því að öllum líkindum dæmdur fyrir tilraun til þjófnaðar, skv. 244. grein hegningarlaga sbr. 20. grein sömu laga.

Hafi C við stuldinn brotist inn til A er það sjálfstætt brot og myndi varða við 231. grein hegningarlaga. Ekki skiptir máli í því sambandi þó C brjótist inn til þess eins að stela sjónvarpi sem er illa fengið upphaflega. Þó A hafi stolið sjónvarpinu og geymi það heima hjá sér, verður hann ekki réttlaus fyrir vikið. Innbrot á heimili hans er eftir sem áður refsivert enda eru það einungis lögreglan og tollgæslan sem hafa heimild til að fara inn á heimili fólks sem grunað er um innbrot eða aðra glæpi. Þess má hins vegar geta að við ákvörðun refsingar vegna brota á 244. og 231 gr. hegningarlaga tæmir fyrrnefnda ákvæðið sök gegn hinu síðarnefnda. Með því er átt við að ef brotið er gegn báðum þessum ákvæðum í einu, er refsing aðeins ákvörðuð út frá öðru brotinu og þá því sem kveður á um þyngri refsingu, þ.e. 244. grein.

Snúum okkur þá að dæmi 1. Ef B „stelur“ sjónvarpinu til baka sjálfur er það refsilaust, enda telst það ekki stuldur að taka eigin hluti úr ólögmætri vörslu annarra. Ef B hins vegar brýst inn til A í leiðinni, er það sjálfstætt brot á sama hátt og greinir að ofan.

Í þriðja dæminu myndi reyna talsvert á sönnun og hvort það hafi vakað fyrir C allan tímann að skila B sjónvarpinu. Ef það sannast að C hafi einungis haft í huga að skila sjónvarpinu til síns rétta eiganda, yrði „stuldurinn“ refsilaus og C ekki fundinn sekur um tilraun til þjófnaðar. Það væri enda ólíklegt að C yrði kærður fyrir þjófnað ef hann skilar B sjónvarpinu. Hins vegar mundi það ekki duga C að beita slíkri ástæðu fyrir sig eftir á ef hann hefur ekki skilað sjónvarpinu til hins rétta eiganda. Menn geta ekki sagt eftir á að þeir hafi ætlað að skila því sem þeir stela!

Mynd: Headexplosion.com

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

22.11.2004

Spyrjandi

Guðmundur Harðarson

Tilvísun

Árni Helgason. „Hver er réttarstaða manns sem stelur þýfi?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2004. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4621.

Árni Helgason. (2004, 22. nóvember). Hver er réttarstaða manns sem stelur þýfi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4621

Árni Helgason. „Hver er réttarstaða manns sem stelur þýfi?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2004. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4621>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er réttarstaða manns sem stelur þýfi?
Hér snýr málið nokkuð ólíkt við eftir því hverjar aðstæðurnar eru. Skoðum þrjú dæmi:

  1. A stelur sjónvarpi frá B en B stelur sjónvarpinu sjálfur til baka.
  2. A stelur sjónvarpi frá B en C stelur sjónvarpinu svo frá A.
  3. A stelur sjónvarpi frá B en C stelur sjónvarpinu aftur frá A til að skila B.

Málið flækist nokkuð ef tekið er inn í myndina hvernig sjónvarpið var brottnumið í hvert skipti, það er hvort til hafi þurft innbrot í húseign eða hvort sjónvarpið hafi verið tekið af stað sem allir hafa aðgang að.

Hér er hins vegar gert ráð fyrir því að spyrjandi hafi ekki þrotlausan áhuga á tilbúnum dæmum og lögfræðilegum flækjum og því skulum við einbeita okkur að því að finna út hvað gerist þegar stolnum hlut er stolið.



Hnuplað í verslun.

Ef við byrjum á dæmi 2, þá er ljóst að C er ekki heimilt að stela sjónvarpinu, jafnvel þótt A hafi stolið því upphaflega. Innbrot C telst hins vegar ekki fullframið vegna þess að sjónvarpinu er ekki stolið af sínum rétta eiganda. Ásetningur C stendur hins vegar til þess að stela sjónvarpinu og C yrði því að öllum líkindum dæmdur fyrir tilraun til þjófnaðar, skv. 244. grein hegningarlaga sbr. 20. grein sömu laga.

Hafi C við stuldinn brotist inn til A er það sjálfstætt brot og myndi varða við 231. grein hegningarlaga. Ekki skiptir máli í því sambandi þó C brjótist inn til þess eins að stela sjónvarpi sem er illa fengið upphaflega. Þó A hafi stolið sjónvarpinu og geymi það heima hjá sér, verður hann ekki réttlaus fyrir vikið. Innbrot á heimili hans er eftir sem áður refsivert enda eru það einungis lögreglan og tollgæslan sem hafa heimild til að fara inn á heimili fólks sem grunað er um innbrot eða aðra glæpi. Þess má hins vegar geta að við ákvörðun refsingar vegna brota á 244. og 231 gr. hegningarlaga tæmir fyrrnefnda ákvæðið sök gegn hinu síðarnefnda. Með því er átt við að ef brotið er gegn báðum þessum ákvæðum í einu, er refsing aðeins ákvörðuð út frá öðru brotinu og þá því sem kveður á um þyngri refsingu, þ.e. 244. grein.

Snúum okkur þá að dæmi 1. Ef B „stelur“ sjónvarpinu til baka sjálfur er það refsilaust, enda telst það ekki stuldur að taka eigin hluti úr ólögmætri vörslu annarra. Ef B hins vegar brýst inn til A í leiðinni, er það sjálfstætt brot á sama hátt og greinir að ofan.

Í þriðja dæminu myndi reyna talsvert á sönnun og hvort það hafi vakað fyrir C allan tímann að skila B sjónvarpinu. Ef það sannast að C hafi einungis haft í huga að skila sjónvarpinu til síns rétta eiganda, yrði „stuldurinn“ refsilaus og C ekki fundinn sekur um tilraun til þjófnaðar. Það væri enda ólíklegt að C yrði kærður fyrir þjófnað ef hann skilar B sjónvarpinu. Hins vegar mundi það ekki duga C að beita slíkri ástæðu fyrir sig eftir á ef hann hefur ekki skilað sjónvarpinu til hins rétta eiganda. Menn geta ekki sagt eftir á að þeir hafi ætlað að skila því sem þeir stela!

Mynd: Headexplosion.com...