Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær kom nafnið Ómar inn í íslenska tungu, mér finnst það hljóma svo arabískt?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Fyrsti einstaklingurinn sem bar nafnið Ómar á Íslandi fæddist á fyrri hluta 20. aldar.

Hér eru fæðingarár og full nöfn fyrstu fimm Ómara landsins samkvæmt gagnagrunni Íslendingabókar:
  • Haraldur Ómar Vilhelmsson, 1913
  • Ómar Allal, f. 1923
  • Karl Ómar Jónsson, f. 1927
  • Ómar Alfreð Elíasson, f. 1932
  • Ómar Örn Bjarnason, f. 1932
Nú eru í Þjóðskrá 569 einstaklingar sem bera Ómar sem fyrsta eiginnafn og 264 sem annað eiginnafn. Ómar er 58. algengasta nafn karlmanna á Íslandi, bæði sem fyrsta og annað eiginnafn.

Nafnið Ómar kemur fyrir í Biblíunni, bæði í fyrstu Mósebók (36:11 og 15) og í fyrri Kroníkubók (1:36). Ómar var einn af sonum Elífas en hinir synirnir hétu:
  • Teman
  • Sefí (einnig nefndur Sefó)
  • Gaetam
  • Kenas
  • Timna
  • Amalek
Ómar eða Umar er nokkuð algengt nafn í arabísku. Leiðtogi talíbana í Afganistan sem mikið hefur verið í fréttum undanfarin ár heitir Mullah Mohammed Omar og margir kannast við kvikmyndaleikarann og briddsspilarann Omar Sharif sem fæddist í Alexandríu í Egyptalandi og lék meðal annars í myndinni Arabíu-Lawrence (1962) eftir David Lean.

Annar velkunnur Ómar er persneska skáldið, stærð- og stjörnufræðingurinn Omar Kháyyám, fæddur 1048 að okkar tímatali og dó árið 1131. Fullt nafn hans er skráð svona á Britannicu:
  • Ghiyath al-Din Abu al-Fath 'Umar ibn Ibrahim al-Nisaburi al-Khayyami
Um arabískar nafnvenjur er hægt að lesa í svari við spurningunni Omar Kháyyám var fyrr á öldum þekktur fyrir vísindastörf sín en núna minnast menn hans aðallega fyrir kvæðasafnið Rubáiyát, en orðið merkir ferhendur. Þar er fjöldi kvæða þar sem ýmsar lífsnautnir eru dásamaðar.

Að minnsta kosti þrír Íslendingar hafa þýtt eitthvað úr ferhendum Kháyyáms; Magnús Ásgeirsson, Páll Bjarnason og Einar Benediktsson, en hann nefndi þær Ferhendur tjaldarans og er það vegna þess að nafnið Kháyyám þýðir tjaldari eða tjaldagerðarmaður.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.11.2004

Spyrjandi

Hrefna Kristjánsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvenær kom nafnið Ómar inn í íslenska tungu, mér finnst það hljóma svo arabískt?“ Vísindavefurinn, 25. nóvember 2004, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4629.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2004, 25. nóvember). Hvenær kom nafnið Ómar inn í íslenska tungu, mér finnst það hljóma svo arabískt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4629

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvenær kom nafnið Ómar inn í íslenska tungu, mér finnst það hljóma svo arabískt?“ Vísindavefurinn. 25. nóv. 2004. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4629>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær kom nafnið Ómar inn í íslenska tungu, mér finnst það hljóma svo arabískt?
Fyrsti einstaklingurinn sem bar nafnið Ómar á Íslandi fæddist á fyrri hluta 20. aldar.

Hér eru fæðingarár og full nöfn fyrstu fimm Ómara landsins samkvæmt gagnagrunni Íslendingabókar:
  • Haraldur Ómar Vilhelmsson, 1913
  • Ómar Allal, f. 1923
  • Karl Ómar Jónsson, f. 1927
  • Ómar Alfreð Elíasson, f. 1932
  • Ómar Örn Bjarnason, f. 1932
Nú eru í Þjóðskrá 569 einstaklingar sem bera Ómar sem fyrsta eiginnafn og 264 sem annað eiginnafn. Ómar er 58. algengasta nafn karlmanna á Íslandi, bæði sem fyrsta og annað eiginnafn.

Nafnið Ómar kemur fyrir í Biblíunni, bæði í fyrstu Mósebók (36:11 og 15) og í fyrri Kroníkubók (1:36). Ómar var einn af sonum Elífas en hinir synirnir hétu:
  • Teman
  • Sefí (einnig nefndur Sefó)
  • Gaetam
  • Kenas
  • Timna
  • Amalek
Ómar eða Umar er nokkuð algengt nafn í arabísku. Leiðtogi talíbana í Afganistan sem mikið hefur verið í fréttum undanfarin ár heitir Mullah Mohammed Omar og margir kannast við kvikmyndaleikarann og briddsspilarann Omar Sharif sem fæddist í Alexandríu í Egyptalandi og lék meðal annars í myndinni Arabíu-Lawrence (1962) eftir David Lean.

Annar velkunnur Ómar er persneska skáldið, stærð- og stjörnufræðingurinn Omar Kháyyám, fæddur 1048 að okkar tímatali og dó árið 1131. Fullt nafn hans er skráð svona á Britannicu:
  • Ghiyath al-Din Abu al-Fath 'Umar ibn Ibrahim al-Nisaburi al-Khayyami
Um arabískar nafnvenjur er hægt að lesa í svari við spurningunni Omar Kháyyám var fyrr á öldum þekktur fyrir vísindastörf sín en núna minnast menn hans aðallega fyrir kvæðasafnið Rubáiyát, en orðið merkir ferhendur. Þar er fjöldi kvæða þar sem ýmsar lífsnautnir eru dásamaðar.

Að minnsta kosti þrír Íslendingar hafa þýtt eitthvað úr ferhendum Kháyyáms; Magnús Ásgeirsson, Páll Bjarnason og Einar Benediktsson, en hann nefndi þær Ferhendur tjaldarans og er það vegna þess að nafnið Kháyyám þýðir tjaldari eða tjaldagerðarmaður....