Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta einkaaðilar tekið land eignarnámi?

Árni Helgason

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Geta einkaaðilar tekið land eignarnámi? Ef svo er, hver tekur þá ákvörðun um eignarnámið?
Í 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar er ákvæði um vernd eignarréttarins. Þar segir:
Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Þetta ákvæði setur þrenn skilyrði fyrir eignarnámi. Að almenningsþörf krefji, lagaheimild sé fyrir eignarnáminu og fullt verð (fullar bætur) komi fyrir.

Fyrstu tvö skilyrðin tengjast, því löggjafinn metur hvort almenningsþörf sé fyrir hendi og telji hann svo vera eru sett lög sem heimila eignarnám. Matsnefnd um eignarnámsbætur ákvarðar hins vegar bætur fyrir eignarnámið, skv. lögum 11/1973

Heimildir löggjafans til að veita eignarnámsheimildir eru ekki bundnar við opinbera aðila, þó mun sjaldgæfara sé að einkaaðilum séu veittar eignarnámsheimildir. Algengast er að stjórnvöldum sé veitt heimild til eignarnáms. Heimildin er oftast þannig úr garði gerð að stjórnvaldinu er veitt almenn eignarnámsheimild sem má beita við ákveðin skilyrði. Sem dæmi má nefna Vegagerðina, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga vegalaga 45/1994 en þar segir að ráðherra geti að fengnum tillögum vegamálastjóra heimilað eignarnám lands til lagningar vega.

Ýmislegt mælir hins vegar gegn því að einkaaðilar fái heimild til eignarnáms og kann ef til vill að skýra hve sjaldgæfar eignarnámsheimildir til einstaklinga eru. Fyrst má nefna að þegar stjórnvaldi eru veittar eignarnámsheimildir verður ákvörðun þeirra um að beita heimildinni að styðjast við stjórnsýslulög og þar af leiðandi að uppfylla kröfur um meðalhóf, jafnræði, andmælareglu og fleira. Dæmi eru um að ákvörðun um eignarnám hafi verið dæmd ógilt vegna þess að stjórnvald hafði ekki fullreynt að ná samningum við eignarnámsþolann áður en ákvörðun var tekin. Stjórnsýslulögin ná ekki til einkaaðila og því er hætt við að staða eignarnámsþola sé ójöfn eftir því hvort opinber aðili eða einkaaðili eigi í hlut.

Í öðru lagi má nefna að skilyrðið um almannaþörf felur í sér að eignarnám verður að vera í þágu framkvæmda eða aðgerða sem hafa þýðingu fyrir almenning. Ef fyrirtæki fengi eignarnámsheimild vegna þess að það vildi stækka við starfsemi sína og auka hagnað en framkvæmdin þjónaði ekki almannahagsmunum að öðru leyti, eru allar líkur á að lagaheimildin stæðist ekki stjórnarskrá. Skilyrðinu um almenningsþörf er ekki talið fullnægt við það eitt að löggjafinn segi að svo sé og lagaheimildir um eignarnám sæta endurskoðunarvaldi dómstóla sem leggja mat á hvort lögin standist stjórnarskrá.

Í þriðja lagi mætti nefna að flest sú starfsemi sem lýtur að almenningsþörf í dag er á höndum hins opinbera. Sú skipan mála er þó ekki heilög og væru stofnanir sem sjá um framkvæmd þessara verkefna einkavæddar er ljóst að þeir aðilar sem tækju við starfseminni fyrirtækisins gætu þurft á eignarnámsheimildum að halda.

Svarið við spurningunni er í stuttu máli að heimild löggjafans til að veita eignarnámsheimildir er ekki bundin við opinbera aðila. Hins vegar er mun sjaldgæfara að einkaaðilum séu veittar eignarnámsheimildir, meðal annars vegna þess að flestar framkvæmdir í almannaþágu eru á höndum hins opinbera.

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

1.12.2004

Spyrjandi

Guðmundur Traustason

Tilvísun

Árni Helgason. „Geta einkaaðilar tekið land eignarnámi?“ Vísindavefurinn, 1. desember 2004, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4639.

Árni Helgason. (2004, 1. desember). Geta einkaaðilar tekið land eignarnámi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4639

Árni Helgason. „Geta einkaaðilar tekið land eignarnámi?“ Vísindavefurinn. 1. des. 2004. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4639>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta einkaaðilar tekið land eignarnámi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Geta einkaaðilar tekið land eignarnámi? Ef svo er, hver tekur þá ákvörðun um eignarnámið?
Í 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar er ákvæði um vernd eignarréttarins. Þar segir:
Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Þetta ákvæði setur þrenn skilyrði fyrir eignarnámi. Að almenningsþörf krefji, lagaheimild sé fyrir eignarnáminu og fullt verð (fullar bætur) komi fyrir.

Fyrstu tvö skilyrðin tengjast, því löggjafinn metur hvort almenningsþörf sé fyrir hendi og telji hann svo vera eru sett lög sem heimila eignarnám. Matsnefnd um eignarnámsbætur ákvarðar hins vegar bætur fyrir eignarnámið, skv. lögum 11/1973

Heimildir löggjafans til að veita eignarnámsheimildir eru ekki bundnar við opinbera aðila, þó mun sjaldgæfara sé að einkaaðilum séu veittar eignarnámsheimildir. Algengast er að stjórnvöldum sé veitt heimild til eignarnáms. Heimildin er oftast þannig úr garði gerð að stjórnvaldinu er veitt almenn eignarnámsheimild sem má beita við ákveðin skilyrði. Sem dæmi má nefna Vegagerðina, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga vegalaga 45/1994 en þar segir að ráðherra geti að fengnum tillögum vegamálastjóra heimilað eignarnám lands til lagningar vega.

Ýmislegt mælir hins vegar gegn því að einkaaðilar fái heimild til eignarnáms og kann ef til vill að skýra hve sjaldgæfar eignarnámsheimildir til einstaklinga eru. Fyrst má nefna að þegar stjórnvaldi eru veittar eignarnámsheimildir verður ákvörðun þeirra um að beita heimildinni að styðjast við stjórnsýslulög og þar af leiðandi að uppfylla kröfur um meðalhóf, jafnræði, andmælareglu og fleira. Dæmi eru um að ákvörðun um eignarnám hafi verið dæmd ógilt vegna þess að stjórnvald hafði ekki fullreynt að ná samningum við eignarnámsþolann áður en ákvörðun var tekin. Stjórnsýslulögin ná ekki til einkaaðila og því er hætt við að staða eignarnámsþola sé ójöfn eftir því hvort opinber aðili eða einkaaðili eigi í hlut.

Í öðru lagi má nefna að skilyrðið um almannaþörf felur í sér að eignarnám verður að vera í þágu framkvæmda eða aðgerða sem hafa þýðingu fyrir almenning. Ef fyrirtæki fengi eignarnámsheimild vegna þess að það vildi stækka við starfsemi sína og auka hagnað en framkvæmdin þjónaði ekki almannahagsmunum að öðru leyti, eru allar líkur á að lagaheimildin stæðist ekki stjórnarskrá. Skilyrðinu um almenningsþörf er ekki talið fullnægt við það eitt að löggjafinn segi að svo sé og lagaheimildir um eignarnám sæta endurskoðunarvaldi dómstóla sem leggja mat á hvort lögin standist stjórnarskrá.

Í þriðja lagi mætti nefna að flest sú starfsemi sem lýtur að almenningsþörf í dag er á höndum hins opinbera. Sú skipan mála er þó ekki heilög og væru stofnanir sem sjá um framkvæmd þessara verkefna einkavæddar er ljóst að þeir aðilar sem tækju við starfseminni fyrirtækisins gætu þurft á eignarnámsheimildum að halda.

Svarið við spurningunni er í stuttu máli að heimild löggjafans til að veita eignarnámsheimildir er ekki bundin við opinbera aðila. Hins vegar er mun sjaldgæfara að einkaaðilum séu veittar eignarnámsheimildir, meðal annars vegna þess að flestar framkvæmdir í almannaþágu eru á höndum hins opinbera.

...