Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er klukkan í Kína þegar hún er 12 á hádegi hér?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Fjallað er um tímabelti í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum? Þar kemur meðal annars fram að árið 1884 var ákveðið að taka upp alþjóðlegan staðaltíma sem væri miðaður við núll lengdarbauginn, en hann liggur um Greenwich í Englandi. Þar segir einnig:
Hnettinum var skipt í 24 tímabelti sem hvert um sig tekur yfir 15 lengdarbauga. Staðaltími gildir á belti sem liggur 7,5 gráður til austurs og vesturs frá núll-lengdarbaug. Grunnhugmyndin er sú að innan hvers tímabeltis sé klukkan alls staðar það sama, en í austur frá Greenwich bætist ein klukkustund við í hverju tímabelti en dregst frá sé farið í vestur frá Greenwich ...

Tímabeltin fylgja þó ekki lengdarbaugunum nákvæmlega því víða fara þau eftir landamærum þannig að sami tími gildi í landinu öllu. Það er ákvörðun stjórnvalda á hverjum stað hvaða tímabelti er fylgt.

Í þeim löndum sem teygja sig langt í austur/vestur og ná því yfir mörg tímabelti er þó yfirleitt farin sú leið að láta ekki sama tíma gilda í landinu öllu. Hvert tímasvæði tekur samt ekki endilega yfir nákvæmlega 15 lengdarbauga. Sem dæmi má nefna að Kanada nær yfir 6 tímabelti en tímamunurinn á milli austur- og vesturstrandarinnar eru 4 og ½ klukkustund. Rússland nær hins vegar yfir 11 tímabelti en tímamismunurinn á milli St. Pétursborgar í vestri og Andady austast í landinu eru 9 klukkustundir.

Kína er fjórða stærsta land jarðar á eftir Rússlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Það teygir sig yfir fimm tímabelti en ólíkt hinum löndunum þremur sem taka tillit til tímabelta, gildir sami tími alls staðar í Kína. Ekki tókst að finna upplýsingar um hvenær eða hvers vegna sú ákvörðun var tekin en allt Kína fylgir Peking-tíma sem er 8 klukkustundum á undan Greenwich-tíma. Þar sem Ísland fylgir Greenwich-tíma er klukkan í Kína því 20:00 hvar sem er í landinu þegar hún er 12:00 á hádegi á Íslandi.



Tímabelti í Austur-Asíu. Kvarðinn neðst á myndinni sýnir hvað þarf að bæta mörgum klukkutímum við staðaltíma og hvað klukkan er þegar hún er 12 á hádegi í Greenwich.

Það einfaldar ýmislegt að hafa sama tíma alls staðar í landinu, sérstaklega í atvinnulífinu og öllu sem varðar samskipti á milli svæða. Sem dæmi má nefna að ef einhver sem býr austast í landinu mætir í vinnu klukkan 8 að morgni og þarf að eiga samskipti við einhvern sem býr vestast þarf viðkomandi ekki að bíða í 4 tíma eftir að vinnudagurinn hefjist í vesturhlutanum.

Þetta hefur hins vegar í för með sér að þegar sól er hæst á lofti í Peking og nágrenni eru enn 3 tímar þar til sól verður hæst á lofti vestast í landinu þó klukkan sé 12:00 á báðum stöðum. Eins hefur þetta í för með sér að þegar farið er yfir landamærin frá Kína yfir til Pakistan þarf að seinka klukkunni um 3 tíma og um 2 ½ tíma ef farið er yfir landamæralínuna til Indlands. Austast munar hins vegar tveimur tímum hvort staðið er Kína- eða Rússlandsmegin við landamærin.

Með því að smella hér er hægt að skoða kort sem sýnir tímabeltin fyrir allan heiminn.

Mynd: Travel.com.hk

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

8.12.2004

Spyrjandi

Bragi Helgason, f. 1990

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað er klukkan í Kína þegar hún er 12 á hádegi hér?“ Vísindavefurinn, 8. desember 2004, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4651.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2004, 8. desember). Hvað er klukkan í Kína þegar hún er 12 á hádegi hér? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4651

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað er klukkan í Kína þegar hún er 12 á hádegi hér?“ Vísindavefurinn. 8. des. 2004. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4651>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er klukkan í Kína þegar hún er 12 á hádegi hér?
Fjallað er um tímabelti í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum? Þar kemur meðal annars fram að árið 1884 var ákveðið að taka upp alþjóðlegan staðaltíma sem væri miðaður við núll lengdarbauginn, en hann liggur um Greenwich í Englandi. Þar segir einnig:

Hnettinum var skipt í 24 tímabelti sem hvert um sig tekur yfir 15 lengdarbauga. Staðaltími gildir á belti sem liggur 7,5 gráður til austurs og vesturs frá núll-lengdarbaug. Grunnhugmyndin er sú að innan hvers tímabeltis sé klukkan alls staðar það sama, en í austur frá Greenwich bætist ein klukkustund við í hverju tímabelti en dregst frá sé farið í vestur frá Greenwich ...

Tímabeltin fylgja þó ekki lengdarbaugunum nákvæmlega því víða fara þau eftir landamærum þannig að sami tími gildi í landinu öllu. Það er ákvörðun stjórnvalda á hverjum stað hvaða tímabelti er fylgt.

Í þeim löndum sem teygja sig langt í austur/vestur og ná því yfir mörg tímabelti er þó yfirleitt farin sú leið að láta ekki sama tíma gilda í landinu öllu. Hvert tímasvæði tekur samt ekki endilega yfir nákvæmlega 15 lengdarbauga. Sem dæmi má nefna að Kanada nær yfir 6 tímabelti en tímamunurinn á milli austur- og vesturstrandarinnar eru 4 og ½ klukkustund. Rússland nær hins vegar yfir 11 tímabelti en tímamismunurinn á milli St. Pétursborgar í vestri og Andady austast í landinu eru 9 klukkustundir.

Kína er fjórða stærsta land jarðar á eftir Rússlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Það teygir sig yfir fimm tímabelti en ólíkt hinum löndunum þremur sem taka tillit til tímabelta, gildir sami tími alls staðar í Kína. Ekki tókst að finna upplýsingar um hvenær eða hvers vegna sú ákvörðun var tekin en allt Kína fylgir Peking-tíma sem er 8 klukkustundum á undan Greenwich-tíma. Þar sem Ísland fylgir Greenwich-tíma er klukkan í Kína því 20:00 hvar sem er í landinu þegar hún er 12:00 á hádegi á Íslandi.



Tímabelti í Austur-Asíu. Kvarðinn neðst á myndinni sýnir hvað þarf að bæta mörgum klukkutímum við staðaltíma og hvað klukkan er þegar hún er 12 á hádegi í Greenwich.

Það einfaldar ýmislegt að hafa sama tíma alls staðar í landinu, sérstaklega í atvinnulífinu og öllu sem varðar samskipti á milli svæða. Sem dæmi má nefna að ef einhver sem býr austast í landinu mætir í vinnu klukkan 8 að morgni og þarf að eiga samskipti við einhvern sem býr vestast þarf viðkomandi ekki að bíða í 4 tíma eftir að vinnudagurinn hefjist í vesturhlutanum.

Þetta hefur hins vegar í för með sér að þegar sól er hæst á lofti í Peking og nágrenni eru enn 3 tímar þar til sól verður hæst á lofti vestast í landinu þó klukkan sé 12:00 á báðum stöðum. Eins hefur þetta í för með sér að þegar farið er yfir landamærin frá Kína yfir til Pakistan þarf að seinka klukkunni um 3 tíma og um 2 ½ tíma ef farið er yfir landamæralínuna til Indlands. Austast munar hins vegar tveimur tímum hvort staðið er Kína- eða Rússlandsmegin við landamærin.

Með því að smella hér er hægt að skoða kort sem sýnir tímabeltin fyrir allan heiminn.

Mynd: Travel.com.hk...