Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er reiknað út hlutfall álagðs virðisaukaskatts og afturreiknaðs? (24,5% verða 19,68%)?

Virðisaukaskattur leggst ofan á verð vöru og þjónustu. Skattþrepin eru tvö, 24,5% og 14%.

Ef við tökum sem dæmi vöru í hærra skattþrepinu sem seljandi vill fá 1.000 krónur fyrir þá verður útsöluverð hennar, með 24,5% virðisaukaskatti, 1.245 krónur. Þetta má til dæmis reikna með því að margfalda 1.000 með 1+24,5% eða 1,245.

Virðisaukaskatturinn verður því 245 krónur af 1.245 eða 19,68% af útsöluverði, sbr. 245/1.245 = 0,1968 = 19,68%. Munurinn á 24,5% annars vegar og 19,68% hins vegar liggur í því að fyrra hlutfallið leggst ofan á verð til seljanda (sem er verð fyrir skatt) en hið síðara reiknast af útsöluverði (verði með skatti).

Á sama hátt fæst að ef seljandi vill fá 1.000 krónur fyrir vöru sem lendir í lægra skattþrepinu þá verður útsöluverð hennar, með skatti, 1.140 krónur. Virðisaukaskatturinn er því 140 krónur eða 12,28% af útsöluverði.


Athugasemd frá ritstjórn, 29.6.2011: Skattþrepin tvö eru nú 25,5% og 7%. Þannig er virðisaukaskatturinn annars vegar 20,32% og hins vegar 6,54% af útsöluverði. Stærðfræðin á bak við dæmin hefur vitanlega ekkert breyst, einungis þarf að nota aðrar tölur. Sjá: Ríkisskattstjóri.

Útgáfudagur

21.12.2004

Spyrjandi

Árni Gunnlaugsson

Höfundur

Gylfi Magnússon

dósent í hagfræði við HÍ

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvernig er reiknað út hlutfall álagðs virðisaukaskatts og afturreiknaðs? (24,5% verða 19,68%)?“ Vísindavefurinn, 21. desember 2004. Sótt 17. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=4675.

Gylfi Magnússon. (2004, 21. desember). Hvernig er reiknað út hlutfall álagðs virðisaukaskatts og afturreiknaðs? (24,5% verða 19,68%)? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4675

Gylfi Magnússon. „Hvernig er reiknað út hlutfall álagðs virðisaukaskatts og afturreiknaðs? (24,5% verða 19,68%)?“ Vísindavefurinn. 21. des. 2004. Vefsíða. 17. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4675>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Halldór G. Svavarsson

1966

Halldór G. Svavarsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknaviðfangsefni Halldórs hafa spannað vítt svið, frá steinsteypu og keramik til smáþörunga og örtækni. Halldór hefur þar að auki æft karate í 35 ár og var um tíma landsliðsþjálfari í greininni.