Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjir eru 5 hæstu fjallvegir á Íslandi?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Á heimasíðu Vegagerðarinnar er að finna ýmsan fróðleik og tölulegar upplýsingar um vegakerfið. Þar er meðal annars að finna töflu með upplýsingum um hæð vega yfir sjó. Samkvæmt henni eru fimm hæstu fjallvegir landsins eftirtaldir:

VegnúmerVeg- og/eða staðarheitiHæð yfir sjó (m)
F821Sprengisandur, Nýjabæjarafrétt til Eyjafjarðar940
F26Sprengisandur hjá Jökuldal, Nýjadal820
F550Kaldidalur720
F208Fjallabaksleið syðri við Grænafjall700
F35Kjalvegur við Fjórðungsöldu672

Þessir fimm vegir eiga það sameiginlegt að vera allir inni á hálendi Íslands eins og búast mátti við og allir eru þeir sumarvegir, það er þeim er ekki haldið opnum yfir vetrartímann.


Kaldidalur er þriðji hæsti fjallvegur landsins.

Sú leið á þjóðvegi 1 sem liggur hæst yfir sjó er hins vegar vegurinn um Langadal við Svartfell á Möðrudalsöræfum en þar er vegurinn í um 600 m hæð. Þar á eftir kemur vegurinn um Öxnadalsheiði á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar sem nær upp í 540 m hæð og síðan Vegaskarð sem liggur í 500 m hæð á milli Víðidals og Möðrudals á Fjöllum.

Mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.12.2004

Spyrjandi

Óli Ólason

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hverjir eru 5 hæstu fjallvegir á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 30. desember 2004, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4690.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2004, 30. desember). Hverjir eru 5 hæstu fjallvegir á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4690

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hverjir eru 5 hæstu fjallvegir á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 30. des. 2004. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4690>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjir eru 5 hæstu fjallvegir á Íslandi?
Á heimasíðu Vegagerðarinnar er að finna ýmsan fróðleik og tölulegar upplýsingar um vegakerfið. Þar er meðal annars að finna töflu með upplýsingum um hæð vega yfir sjó. Samkvæmt henni eru fimm hæstu fjallvegir landsins eftirtaldir:

VegnúmerVeg- og/eða staðarheitiHæð yfir sjó (m)
F821Sprengisandur, Nýjabæjarafrétt til Eyjafjarðar940
F26Sprengisandur hjá Jökuldal, Nýjadal820
F550Kaldidalur720
F208Fjallabaksleið syðri við Grænafjall700
F35Kjalvegur við Fjórðungsöldu672

Þessir fimm vegir eiga það sameiginlegt að vera allir inni á hálendi Íslands eins og búast mátti við og allir eru þeir sumarvegir, það er þeim er ekki haldið opnum yfir vetrartímann.


Kaldidalur er þriðji hæsti fjallvegur landsins.

Sú leið á þjóðvegi 1 sem liggur hæst yfir sjó er hins vegar vegurinn um Langadal við Svartfell á Möðrudalsöræfum en þar er vegurinn í um 600 m hæð. Þar á eftir kemur vegurinn um Öxnadalsheiði á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar sem nær upp í 540 m hæð og síðan Vegaskarð sem liggur í 500 m hæð á milli Víðidals og Möðrudals á Fjöllum.

Mynd:...