Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað geta kettir stokkið hátt?

JMH og JGÞ

Kettir eru afar duglegir að stökkva. Víða erlendis eru margir garðeigendur þreyttir á því að fá ketti í garða, þar sem þeir gera stykkin sín og veiða fugla. Því hafa menn girt garða sína og þá er gengið út frá því að kettir geti stokkið fimm til sjöfalda líkamslengd sína. Að vísu eru það ekki nema allra öflugustu stökkvararnir sem ná að stökkva sjöfalda lengd sína, en slíkt er þó engan veginn óþekkt.



Þetta jafngildir því að meðalmaður sem er 1,80 m stökkvi 12,6 m, en heimsmetið í hástökki er verulega undir þeirri hæð, eða 2,45 m. Stangarstökkvarar eru tæplega hálfdrættingar á við kettina, en heimsmetið þar er 6,14 m.

Svo er rétt að benda lesendum á svar við spurningunni Hvers vegna lenda kettir alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð?

Heimild og mynd:

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.1.2005

Spyrjandi

Steinunn Axelsdóttir

Tilvísun

JMH og JGÞ. „Hvað geta kettir stokkið hátt?“ Vísindavefurinn, 6. janúar 2005. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4702.

JMH og JGÞ. (2005, 6. janúar). Hvað geta kettir stokkið hátt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4702

JMH og JGÞ. „Hvað geta kettir stokkið hátt?“ Vísindavefurinn. 6. jan. 2005. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4702>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað geta kettir stokkið hátt?
Kettir eru afar duglegir að stökkva. Víða erlendis eru margir garðeigendur þreyttir á því að fá ketti í garða, þar sem þeir gera stykkin sín og veiða fugla. Því hafa menn girt garða sína og þá er gengið út frá því að kettir geti stokkið fimm til sjöfalda líkamslengd sína. Að vísu eru það ekki nema allra öflugustu stökkvararnir sem ná að stökkva sjöfalda lengd sína, en slíkt er þó engan veginn óþekkt.



Þetta jafngildir því að meðalmaður sem er 1,80 m stökkvi 12,6 m, en heimsmetið í hástökki er verulega undir þeirri hæð, eða 2,45 m. Stangarstökkvarar eru tæplega hálfdrættingar á við kettina, en heimsmetið þar er 6,14 m.

Svo er rétt að benda lesendum á svar við spurningunni Hvers vegna lenda kettir alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð?

Heimild og mynd:...