Sólin Sólin Rís 07:48 • sest 18:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:19 • Sest 25:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:15 • Síðdegis: 15:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:33 • Síðdegis: 21:35 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um beiður?

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Beiður (Mantis religiosa, e. Praying Mantis) eða bænabeiður eins og þær eru oftast kallaðar á íslensku eru skordýr af ættinni Mantidae. Bænabeiður eru rándýr og draga nafn sitt af því að þegar þær bíða eftir bráð er líkt og þær liggi á bæn með greipar spenntar. Forngrikkir tengdu eitthvað trúarlegt við þessi dýr og hefur sú tegund sem algengust er í Evrópu verið nefnd ‘mantis’ eða ‘hinn guðdómlegi’.Um 2000 tegundir bænabeiða eru þekktar og eru þær aðallega bundnar við regnskógasvæði heims en eru einnig tiltölulega algengar á heittempruðum svæðum. Þær finnast í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu.

Stærð bænabeiða er mjög breytileg eftir tegundum, minnstu tegundirnar eru aðeins um 1 cm að lengd en þær stærstu geta orðið allt að 15 cm langar. Bænabeiður hafa afar góðan felubúning og er erfitt að koma auga á þær í sínu náttúrulega umhverfi. Í skóglendi eru þær oft grænar að lit eða brúnar eftir því hvort tegundirnar halda sig í trjám eða í skógarbotninum. Þessi felubúningur hentar mjög vel þar sem þær bíða rólegar eftir því að eitthvert skordýr gefi færi á sér. Þegar bráðin svo birtist grípur bænabeiðan hana með öflugum framfótarlimum.Æxlun bænabeiða getur verið blóðug í meira lagi. Eftir að karlinn hefur komið sæði sínu inn í kvendýrið þá reynir það að grípa hann og éta. Þetta atferli er útbreitt meðal bænabeiða og margra annarra liðfætla, svo sem köngulóa, og er afar forvitnileg út frá þróunarfræðinni. Sumir náttúrufræðingar telja að svona makaát auki líkurnar á heilbrigðum þroska eggjanna og þar með lífslíkur afkvæmanna. Kostirnir séu því óumdeilanlegir þótt karldýranna geti beði slæm örlög.

Æxlun á sér stað að hausti og að henni lokinni verpir kvendýrið allt að 400 eggjum sem það festir í greinar eða kvisti. Eggin eru hjúpuð efni sem ver þau fyrir sveiflum í veðráttu og fyrir rándýrum. Þegar vorar klekjast eggin. Bænabeiður taka ófullkominni myndbreytingu þannig að afkvæmin, sem kallast gyðlur, eru smækkuð mynd fullorðinna dýra að öðru leyti en því að vængina vantar.

Gyðlurnar hafa harða skurn sem hamlar vexti þeirra. Þær þurfa því að hafa hamskipti 5-10 sinnum á meðan þær eru að ná stærð fullorðinna dýra. Vængirnir koma í ljós í síðustu hamskiptunum þegar dýrið hefur náð fullorðinsstærð.

Gyðlurnar nærist á skordýrum sem eru minni en þær sjálfar, svo sem mjög litlum flugum. Einnig eiga þær það til að éta systkini sín. Fullorðin dýr nærast á fiðrildum, flugum og öðrum skordýrum, jafnvel dýrum sem eru stærri en þau sjálf.

Heimildir og myndir:

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

26.1.2005

Spyrjandi

Baldur Blöndal, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um beiður?“ Vísindavefurinn, 26. janúar 2005. Sótt 5. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=4726.

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2005, 26. janúar). Hvað getið þið sagt mér um beiður? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4726

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um beiður?“ Vísindavefurinn. 26. jan. 2005. Vefsíða. 5. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4726>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um beiður?
Beiður (Mantis religiosa, e. Praying Mantis) eða bænabeiður eins og þær eru oftast kallaðar á íslensku eru skordýr af ættinni Mantidae. Bænabeiður eru rándýr og draga nafn sitt af því að þegar þær bíða eftir bráð er líkt og þær liggi á bæn með greipar spenntar. Forngrikkir tengdu eitthvað trúarlegt við þessi dýr og hefur sú tegund sem algengust er í Evrópu verið nefnd ‘mantis’ eða ‘hinn guðdómlegi’.Um 2000 tegundir bænabeiða eru þekktar og eru þær aðallega bundnar við regnskógasvæði heims en eru einnig tiltölulega algengar á heittempruðum svæðum. Þær finnast í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu.

Stærð bænabeiða er mjög breytileg eftir tegundum, minnstu tegundirnar eru aðeins um 1 cm að lengd en þær stærstu geta orðið allt að 15 cm langar. Bænabeiður hafa afar góðan felubúning og er erfitt að koma auga á þær í sínu náttúrulega umhverfi. Í skóglendi eru þær oft grænar að lit eða brúnar eftir því hvort tegundirnar halda sig í trjám eða í skógarbotninum. Þessi felubúningur hentar mjög vel þar sem þær bíða rólegar eftir því að eitthvert skordýr gefi færi á sér. Þegar bráðin svo birtist grípur bænabeiðan hana með öflugum framfótarlimum.Æxlun bænabeiða getur verið blóðug í meira lagi. Eftir að karlinn hefur komið sæði sínu inn í kvendýrið þá reynir það að grípa hann og éta. Þetta atferli er útbreitt meðal bænabeiða og margra annarra liðfætla, svo sem köngulóa, og er afar forvitnileg út frá þróunarfræðinni. Sumir náttúrufræðingar telja að svona makaát auki líkurnar á heilbrigðum þroska eggjanna og þar með lífslíkur afkvæmanna. Kostirnir séu því óumdeilanlegir þótt karldýranna geti beði slæm örlög.

Æxlun á sér stað að hausti og að henni lokinni verpir kvendýrið allt að 400 eggjum sem það festir í greinar eða kvisti. Eggin eru hjúpuð efni sem ver þau fyrir sveiflum í veðráttu og fyrir rándýrum. Þegar vorar klekjast eggin. Bænabeiður taka ófullkominni myndbreytingu þannig að afkvæmin, sem kallast gyðlur, eru smækkuð mynd fullorðinna dýra að öðru leyti en því að vængina vantar.

Gyðlurnar hafa harða skurn sem hamlar vexti þeirra. Þær þurfa því að hafa hamskipti 5-10 sinnum á meðan þær eru að ná stærð fullorðinna dýra. Vængirnir koma í ljós í síðustu hamskiptunum þegar dýrið hefur náð fullorðinsstærð.

Gyðlurnar nærist á skordýrum sem eru minni en þær sjálfar, svo sem mjög litlum flugum. Einnig eiga þær það til að éta systkini sín. Fullorðin dýr nærast á fiðrildum, flugum og öðrum skordýrum, jafnvel dýrum sem eru stærri en þau sjálf.

Heimildir og myndir:

...