Sólin Sólin Rís 03:00 • sest 24:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:05 • Síðdegis: 18:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:03 • Síðdegis: 12:08 í Reykjavík

Hvað lifa iguanaeðlur í miklum hita og hver er lágmarkshiti sem þær geta lifað við?

Jón Már Halldórsson

Græneðlur (Iguanidae) eru vinsæl gæludýr víða um heim. Sú tegund ættarinnar sem nýtur mestra vinsælda meðal gæludýraeigenda á Vesturlöndum og þá sérstaklega í Bandaríkjunum er græna iguana eða græneðla (Iguana iguana) eins og hún er oftast kölluð.Samkvæmt upplýsingum frá dýralæknum og ræktendum græneðla er ráðlegt að hafa næturhita í búri þeirra á bilinu 20-22°C og hita yfir daginn á bilinu 28-35°C. Reynsla eigenda græneðlna er sú að ef hitinn fer undir 20°C í nokkurn tíma þá líður eðlunni ekki vel og hún getur jafnvel skaðast varanlega.

Græneðlur, eins og flest önnur skriðdýr, eru mjög hitaþolnar. Ástæðan er sú að húð skriðdýra kemur betur í veg fyrir uppgufun en húð spendýra og froskdýra enda eru skriðdýr meðal algengustu hryggdýra á heitustu og þurrustu svæðum jarðar.

Ekki fann höfundur þessa svars neinar upplýsingar um hver er mesti hiti sem græneðlur geta lifað við en vitað er að efri þolmörk hryggdýra eru venjulega við rúmlega 40°C hita og má ætla að það eigi einnig við um græneðlur.

Mynd: Cities Species Photo Gallery

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

31.1.2005

Spyrjandi

Andri Eyjólfur, f. 1987

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað lifa iguanaeðlur í miklum hita og hver er lágmarkshiti sem þær geta lifað við? “ Vísindavefurinn, 31. janúar 2005. Sótt 28. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=4735.

Jón Már Halldórsson. (2005, 31. janúar). Hvað lifa iguanaeðlur í miklum hita og hver er lágmarkshiti sem þær geta lifað við? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4735

Jón Már Halldórsson. „Hvað lifa iguanaeðlur í miklum hita og hver er lágmarkshiti sem þær geta lifað við? “ Vísindavefurinn. 31. jan. 2005. Vefsíða. 28. jún. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4735>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað lifa iguanaeðlur í miklum hita og hver er lágmarkshiti sem þær geta lifað við?
Græneðlur (Iguanidae) eru vinsæl gæludýr víða um heim. Sú tegund ættarinnar sem nýtur mestra vinsælda meðal gæludýraeigenda á Vesturlöndum og þá sérstaklega í Bandaríkjunum er græna iguana eða græneðla (Iguana iguana) eins og hún er oftast kölluð.Samkvæmt upplýsingum frá dýralæknum og ræktendum græneðla er ráðlegt að hafa næturhita í búri þeirra á bilinu 20-22°C og hita yfir daginn á bilinu 28-35°C. Reynsla eigenda græneðlna er sú að ef hitinn fer undir 20°C í nokkurn tíma þá líður eðlunni ekki vel og hún getur jafnvel skaðast varanlega.

Græneðlur, eins og flest önnur skriðdýr, eru mjög hitaþolnar. Ástæðan er sú að húð skriðdýra kemur betur í veg fyrir uppgufun en húð spendýra og froskdýra enda eru skriðdýr meðal algengustu hryggdýra á heitustu og þurrustu svæðum jarðar.

Ekki fann höfundur þessa svars neinar upplýsingar um hver er mesti hiti sem græneðlur geta lifað við en vitað er að efri þolmörk hryggdýra eru venjulega við rúmlega 40°C hita og má ætla að það eigi einnig við um græneðlur.

Mynd: Cities Species Photo Gallery ...