Samkvæmt upplýsingum frá dýralæknum og ræktendum græneðla er ráðlegt að hafa næturhita í búri þeirra á bilinu 20-22°C og hita yfir daginn á bilinu 28-35°C. Reynsla eigenda græneðlna er sú að ef hitinn fer undir 20°C í nokkurn tíma þá líður eðlunni ekki vel og hún getur jafnvel skaðast varanlega. Græneðlur, eins og flest önnur skriðdýr, eru mjög hitaþolnar. Ástæðan er sú að húð skriðdýra kemur betur í veg fyrir uppgufun en húð spendýra og froskdýra enda eru skriðdýr meðal algengustu hryggdýra á heitustu og þurrustu svæðum jarðar. Ekki fann höfundur þessa svars neinar upplýsingar um hver er mesti hiti sem græneðlur geta lifað við en vitað er að efri þolmörk hryggdýra eru venjulega við rúmlega 40°C hita og má ætla að það eigi einnig við um græneðlur. Mynd: Cities Species Photo Gallery
Hvað lifa iguanaeðlur í miklum hita og hver er lágmarkshiti sem þær geta lifað við?
Samkvæmt upplýsingum frá dýralæknum og ræktendum græneðla er ráðlegt að hafa næturhita í búri þeirra á bilinu 20-22°C og hita yfir daginn á bilinu 28-35°C. Reynsla eigenda græneðlna er sú að ef hitinn fer undir 20°C í nokkurn tíma þá líður eðlunni ekki vel og hún getur jafnvel skaðast varanlega. Græneðlur, eins og flest önnur skriðdýr, eru mjög hitaþolnar. Ástæðan er sú að húð skriðdýra kemur betur í veg fyrir uppgufun en húð spendýra og froskdýra enda eru skriðdýr meðal algengustu hryggdýra á heitustu og þurrustu svæðum jarðar. Ekki fann höfundur þessa svars neinar upplýsingar um hver er mesti hiti sem græneðlur geta lifað við en vitað er að efri þolmörk hryggdýra eru venjulega við rúmlega 40°C hita og má ætla að það eigi einnig við um græneðlur. Mynd: Cities Species Photo Gallery
Útgáfudagur
31.1.2005
Spyrjandi
Andri Eyjólfur, f. 1987
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Hvað lifa iguanaeðlur í miklum hita og hver er lágmarkshiti sem þær geta lifað við?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2005, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4735.
Jón Már Halldórsson. (2005, 31. janúar). Hvað lifa iguanaeðlur í miklum hita og hver er lágmarkshiti sem þær geta lifað við? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4735
Jón Már Halldórsson. „Hvað lifa iguanaeðlur í miklum hita og hver er lágmarkshiti sem þær geta lifað við?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2005. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4735>.