Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað éta hýenur?

Jón Már Halldórsson

Þrjár tegundir hýena finnast í Afríku og ein í Asíu en í þessu svari verður aðeins fjallað um fæðuöflun afrísku tegundanna.

Þekktasta hýena Afríku er án efa blettahýenan (Crocuta crocuta) en hún er afar útbreidd í álfunni. Blettahýenan er rándýr en jafnframt er hún afar mikilvirk hrææta. Blettahýenur eru tækifærissinnar í fæðuvali og er innihald fæðunnar því háð fæðuframboði á því svæði sem þær halda til hverju sinni. Blettahýenur eru áberandi og mikilvæg rándýr í sunnanverðri Afríku. Rannsóknir þar hafa sýnt að helsta fæða þeirra er stórir og meðalstórir grasbítar svo sem antilópur, sebrahestar og vörtusvín (Phacochoerus aethiopicus).



Blettahýena nærist á hræi af sebrahesti.

Blettahýenur lifa einnig í vestanverðri Afríku meðal annars í Niokolo Koba þjóðgarðinum í Senegal. Þar hafa verið gerðar umfangsmiklar rannsóknir á fæðuvali þeirra og byggja niðurstöðurnar einkum á greiningu á saursýnum. Þar reyndist buffali (Syncerus caffer) vera megin uppistaðan í fæðu hýenunnar. Talið er að það sé einkum vegna þess að þær komist í hræ sem ljón hafi fellt, en afar sjaldgæft er að hýenur felli fullorðin dýr upp á eigin spýtur. Aðrar tegundir sem voru algeng bráð blettahýenunnar í þjóðgarðinum í Senegal voru blábukki (Alcelaphus buselaphus) og tegund sem á ensku nefnist Buffon’s kob (Kobus kob). Einnig reyndust blettahýenurnar veiða mikið af vörtusvínum þar eins og annars staðar. Í Krueger þjóðgarðinum í Suður-Afríku eru vörtusvín til dæmis algengasta bráð hýenunnar.

Brúnhýena (Hyena brunnea) er einnig hrææta að miklu leyti en veiðir þó einnig ýmsar tegundir smærri spendýra svo sem stökkhéra og eyðimerkurref. Ólíkt blettahýenunni eru jurtir einnig stór hluti af fæðu brúnhýenunnar. Þetta endurspeglar aðlögun hennar að lífi á þurrum svæðum í suðurhluta Afríku, svo sem í Kalaharí eyðimörkinni.

Þriðja tegund afrískra hýena er jarðúlfurinn (Proteles cristatus). Hann er töluvert frábrugðinn hinum hýenu tegundunum hvað varðar fæðuval. Hann er afar sérhæfður í fæðuvali en 99% af fæðu hans eru termítar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Bearder, S.K. 1977. Feeding habits of spotted hyenas in woodland habitat. E. Afr. Wildl. J. 14, 233–235.
  • Ilaria Di Silvestre, Ottavio Novelli and Giuseppe Bogliani. 2000. Feeding habits of the spotted hyaena in the Niokolo Koba National Park, Senegal. Afr. J. Ecol. 38, 102–107.
  • Thomas Breuer. 2005. Diet choice of large carnivores in northern Cameroon. Afr. J. Ecol, 43, 97–106.

Mynd: Wikimedia Commons

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.6.2008

Spyrjandi

Sunna Líf Þórarinsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta hýenur?“ Vísindavefurinn, 3. júní 2008. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=47528.

Jón Már Halldórsson. (2008, 3. júní). Hvað éta hýenur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=47528

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta hýenur?“ Vísindavefurinn. 3. jún. 2008. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=47528>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað éta hýenur?
Þrjár tegundir hýena finnast í Afríku og ein í Asíu en í þessu svari verður aðeins fjallað um fæðuöflun afrísku tegundanna.

Þekktasta hýena Afríku er án efa blettahýenan (Crocuta crocuta) en hún er afar útbreidd í álfunni. Blettahýenan er rándýr en jafnframt er hún afar mikilvirk hrææta. Blettahýenur eru tækifærissinnar í fæðuvali og er innihald fæðunnar því háð fæðuframboði á því svæði sem þær halda til hverju sinni. Blettahýenur eru áberandi og mikilvæg rándýr í sunnanverðri Afríku. Rannsóknir þar hafa sýnt að helsta fæða þeirra er stórir og meðalstórir grasbítar svo sem antilópur, sebrahestar og vörtusvín (Phacochoerus aethiopicus).



Blettahýena nærist á hræi af sebrahesti.

Blettahýenur lifa einnig í vestanverðri Afríku meðal annars í Niokolo Koba þjóðgarðinum í Senegal. Þar hafa verið gerðar umfangsmiklar rannsóknir á fæðuvali þeirra og byggja niðurstöðurnar einkum á greiningu á saursýnum. Þar reyndist buffali (Syncerus caffer) vera megin uppistaðan í fæðu hýenunnar. Talið er að það sé einkum vegna þess að þær komist í hræ sem ljón hafi fellt, en afar sjaldgæft er að hýenur felli fullorðin dýr upp á eigin spýtur. Aðrar tegundir sem voru algeng bráð blettahýenunnar í þjóðgarðinum í Senegal voru blábukki (Alcelaphus buselaphus) og tegund sem á ensku nefnist Buffon’s kob (Kobus kob). Einnig reyndust blettahýenurnar veiða mikið af vörtusvínum þar eins og annars staðar. Í Krueger þjóðgarðinum í Suður-Afríku eru vörtusvín til dæmis algengasta bráð hýenunnar.

Brúnhýena (Hyena brunnea) er einnig hrææta að miklu leyti en veiðir þó einnig ýmsar tegundir smærri spendýra svo sem stökkhéra og eyðimerkurref. Ólíkt blettahýenunni eru jurtir einnig stór hluti af fæðu brúnhýenunnar. Þetta endurspeglar aðlögun hennar að lífi á þurrum svæðum í suðurhluta Afríku, svo sem í Kalaharí eyðimörkinni.

Þriðja tegund afrískra hýena er jarðúlfurinn (Proteles cristatus). Hann er töluvert frábrugðinn hinum hýenu tegundunum hvað varðar fæðuval. Hann er afar sérhæfður í fæðuvali en 99% af fæðu hans eru termítar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Bearder, S.K. 1977. Feeding habits of spotted hyenas in woodland habitat. E. Afr. Wildl. J. 14, 233–235.
  • Ilaria Di Silvestre, Ottavio Novelli and Giuseppe Bogliani. 2000. Feeding habits of the spotted hyaena in the Niokolo Koba National Park, Senegal. Afr. J. Ecol. 38, 102–107.
  • Thomas Breuer. 2005. Diet choice of large carnivores in northern Cameroon. Afr. J. Ecol, 43, 97–106.

Mynd: Wikimedia Commons...