Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Hvað er strandgróður?

Jón Már Halldórsson

Strandgróður er, eins og nafnið gefur til kynna, gróður sem vex meðfram ströndum. Samanborði við gróður sem vex inn til landsins má segja að gróðursamfélag við strendur landsins sé fáskrúðugt og ósamfellt enda býður jarðvegurinn ekki upp á mikla grósku þar sem hann er mestmegnis möl og sandur.

Strandgróður er vitanlega mun seltuþolnari en gróður sem vex innar í landinu. Gróskumestur er strandgróðurinn í lygnum fjörðum og víkum þar sem aðgangsharka sjávar er ekki eins mikil og á útnesjum og við klettastrendur.Blálilja og fjöruarfi í Surtsey.

Algengustu háplönturnar sem vaxa við ströndina eru tegundir eins og fjöruarfi (Honckenya peploides), blálilja (Mertensia maritima) og hrímblaðka (Atriplex glabriuscula). Aðrar tegundir eru staðbundnari eins og sæhvönn (Ligusticum scoticum) og fjörukál (Cakile arctica) sem vex einkum sunnan- og vestanlands. Þó melgresi (Leymus arenarius) sé ekki bundið við strandsvæði setur það einnig sterkan svip víða við strendur landsins og þá sérstaklega sunnanlands.

Nokkrar tegundir plantna hafa aðlagast vel þeim erfiðu aðstæðum sem ríkja á klöppum og hömrum við sjávarsíðuna. Það má sérstaklega nefna sjávarfitjung (Puccinellia maritima), kattartungu (Plantago maritima) og skarfakál (Cochlearia officinalis) en burnirót (Rhodiola rosea) og ætihvönn (Angelica archangelica) eru einnig nokkuð algengar, auk nokkurra annarra tegunda.Melgresi og hvönn í Furufirði.

Sumar plöntur vaxa neðst í fjöru og má þá segja að þær lifi á mörkum lands og sjávar. Þar eru grænþörungar algengir en í klapparfjörum eru brúnþörungar ríkjandi og þá sérstaklega bóluþang (Fucus vesiculosus) og skúfaþang (Fucus distichus).

Við ákveðnar aðstæður þar sem sjór flæðir yfir á flóði skapast afar merkilegt og fallegt gróðursamfélag. Þetta er samfeldur gróður háplantna og eru þar ríkjandi tegundir á borð við sjávarfitjung, skriðlíngresi (Agrostis stolonifera), heigulstör (Carex glareosa) og flæðastör (Carex supspathacea). Innan um þessar plöntur má einnig finna fáeinar tegundir tvíkimblöðunga svo sem kattartungu, strandsauðlauk (Triglochin maritimum) og lágarfa (Stellaria humifusa).

Marhálmur (Zostera marina) hefur nokkra sérstöðu meðal íslenskra háplantna en hann er eina tegundin hér á landi sem vex neðan flæðamáls. Hann er afar algengur við Breiðafjörð og Faxaflóa og mikilvæg fæða fyrir álft (Cygnus cygnus) og margæs (Branta bernicla).

Myndir:

  • Mynd af blálilju og fjöruarfa fengin af Heimasíðu Surtseyjarfélagsins. Ljósmyndari Sigmar Metúsalemsson. Birt með góðfúslegu leyfi.
  • Mynd af melgresi og hvönn. Ljósmyndari Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.11.2008

Spyrjandi

Jóhannes Hannnes Hannesson, f. 1995

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er strandgróður? “ Vísindavefurinn, 26. nóvember 2008. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=47558.

Jón Már Halldórsson. (2008, 26. nóvember). Hvað er strandgróður? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=47558

Jón Már Halldórsson. „Hvað er strandgróður? “ Vísindavefurinn. 26. nóv. 2008. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=47558>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er strandgróður?
Strandgróður er, eins og nafnið gefur til kynna, gróður sem vex meðfram ströndum. Samanborði við gróður sem vex inn til landsins má segja að gróðursamfélag við strendur landsins sé fáskrúðugt og ósamfellt enda býður jarðvegurinn ekki upp á mikla grósku þar sem hann er mestmegnis möl og sandur.

Strandgróður er vitanlega mun seltuþolnari en gróður sem vex innar í landinu. Gróskumestur er strandgróðurinn í lygnum fjörðum og víkum þar sem aðgangsharka sjávar er ekki eins mikil og á útnesjum og við klettastrendur.Blálilja og fjöruarfi í Surtsey.

Algengustu háplönturnar sem vaxa við ströndina eru tegundir eins og fjöruarfi (Honckenya peploides), blálilja (Mertensia maritima) og hrímblaðka (Atriplex glabriuscula). Aðrar tegundir eru staðbundnari eins og sæhvönn (Ligusticum scoticum) og fjörukál (Cakile arctica) sem vex einkum sunnan- og vestanlands. Þó melgresi (Leymus arenarius) sé ekki bundið við strandsvæði setur það einnig sterkan svip víða við strendur landsins og þá sérstaklega sunnanlands.

Nokkrar tegundir plantna hafa aðlagast vel þeim erfiðu aðstæðum sem ríkja á klöppum og hömrum við sjávarsíðuna. Það má sérstaklega nefna sjávarfitjung (Puccinellia maritima), kattartungu (Plantago maritima) og skarfakál (Cochlearia officinalis) en burnirót (Rhodiola rosea) og ætihvönn (Angelica archangelica) eru einnig nokkuð algengar, auk nokkurra annarra tegunda.Melgresi og hvönn í Furufirði.

Sumar plöntur vaxa neðst í fjöru og má þá segja að þær lifi á mörkum lands og sjávar. Þar eru grænþörungar algengir en í klapparfjörum eru brúnþörungar ríkjandi og þá sérstaklega bóluþang (Fucus vesiculosus) og skúfaþang (Fucus distichus).

Við ákveðnar aðstæður þar sem sjór flæðir yfir á flóði skapast afar merkilegt og fallegt gróðursamfélag. Þetta er samfeldur gróður háplantna og eru þar ríkjandi tegundir á borð við sjávarfitjung, skriðlíngresi (Agrostis stolonifera), heigulstör (Carex glareosa) og flæðastör (Carex supspathacea). Innan um þessar plöntur má einnig finna fáeinar tegundir tvíkimblöðunga svo sem kattartungu, strandsauðlauk (Triglochin maritimum) og lágarfa (Stellaria humifusa).

Marhálmur (Zostera marina) hefur nokkra sérstöðu meðal íslenskra háplantna en hann er eina tegundin hér á landi sem vex neðan flæðamáls. Hann er afar algengur við Breiðafjörð og Faxaflóa og mikilvæg fæða fyrir álft (Cygnus cygnus) og margæs (Branta bernicla).

Myndir:

  • Mynd af blálilju og fjöruarfa fengin af Heimasíðu Surtseyjarfélagsins. Ljósmyndari Sigmar Metúsalemsson. Birt með góðfúslegu leyfi.
  • Mynd af melgresi og hvönn. Ljósmyndari Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir....