Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:45 • sest 16:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:12 • Sest 01:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:07 • Síðdegis: 14:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:20 • Síðdegis: 21:01 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru æðahnútar?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Eru til einhver ráð við æðahnútum?
  • Er hægt að fá blóðtappa vegna æðahnúta?

Æðahnútar eru hnýttar, útþandar bláæðar. Hvaða bláæð sem er getur orðið að æðahnúti en þær sem oftast koma við sögu eru æðarnar í fótum okkar og fótleggjum. Ástæðan er sú að upprétt staða, það er þegar við stöndum og göngum, eykur þrýsting í bláæðunum í neðri hluta líkamans eins og nánar verður vikið að hér á eftir.



Æðahnútar á læri.

Í huga margra eru æðahnútar eingöngu útlitsvandamál. Fyrir aðra eru þeir mun alvarlegra vandamál og valda sársauka og óþægindum. Enn fremur geta þeir verið vísbending um hættu á öðrum og alvarlegri blóðrásartruflunum.

Æðahnútar eru mjög algengir á Vesturlöndum. Sem dæmi má nefna að allt að 60% Bandaríkjamanna hafa æðahnúta, einkum eldri konur.

Eftirfarandi einkenni geta verið merki um æðahnúta:
  • Eymsli eða þungatilfinning í fótleggjum; einnig sviðatilfinning, ásamt púlserandi vöðvakrampa í neðri hluta fótleggja. Þessi einkenni eiga það til að versna við stöður eða setur.
  • Kláði í kringum eina eða fleiri bláæðar.
  • Húðsár við ökklann sem gefur til kynna alvarlegan æðasjúkdóm og krefst tafarlausrar læknisskoðunar.

Æðahnútar eru dökkfjólubláir eða bláir á lit og líkjast undnum og bólgnum snúrum. Þeir koma oftast fram aftan á kálfum eða innan á fótleggjum en þeir geta myndast hvar sem er á fótleggjunum, allt frá nára niður að ökkla.

En lítum nánar á hvernig æðahnútar myndast. Slagæðar flytja blóð frá hjartanu til allra vefja líkamans en bláæðar flytja blóðið til baka frá vefjunum til hjartans. Bláæðar eru bláar að sjá á yfirborði húðarinnar vegna þess að þær innihalda súrefnissnautt blóð. Til þess að koma blóðinu aftur til hjartans þurfa bláæðarnar í fótleggjunum að vinna á móti þyngdaraflinu.

Samdráttur vöðva í neðri hluta fótleggja virkar eins og vöðvadæla og þrýstir blóðinu áfram í bláæðunum innan fjaðurmagnaðra veggja þeirra. Við þrýstinginn opnast örfínar æðalokur innan í æðunum en lokast aftur þegar blóð leitar niður aftur og koma þannig í veg fyrir bakflæði þess. Æðahnútar myndast þegar þessi starfsemi truflast. Með hækkandi aldri geta æðaveggir misst fjaðurmagn sitt þannig að þeir verða slappir og gefa eftir í stað þess að hrökkva til baka eftir að hafa þanist út. Afleiðingin getur orðið sú að í stað þess að blóðið berist áfram í átt að hjartanu flæðir það til baka. Blóðpollar myndast þá í æðunum, þær stækka og verða að æðahnútum.


Fyrir kemur að konur fái æðahnúta á meðgöngutímanum. Ástæðan er sú að blóðmagn í líkama þeirra eykst á þessum tíma en um leið minnkar blóðflæði frá fótleggjum í átt að mjaðmagrind konunnar. Þessi breyting á blóðrásinni er til stuðnings vaxandi fóstrinu en hefur þá leiðinlegu aukaverkun að bláæðar í fótleggjum móðurinnar stækka. Æðahnútar koma stundum upp á yfirborðið í fyrsta sinn eða versna seint á meðgöngunni. Þá þrýstir legið meira niður á bláæðarnar í fótleggjum en áður. Gyllinæð er æðahnútur í eða kringum endaþarmsopið.

Helstu áhættuþættir fyrir æðahnútum eru eftirfarandi:
  • Aldur - öldrun veldur sliti á æðalokunum sem getur endað með bilun þeirra.
  • Kyn - konur eru líklegri en karlar til að fá æðahnúta, líklega vegna áhrifa hormóna á meðgöngu, rétt fyrir tíðir og við tíðahvörf. Taka hormónalyfja gæti aukið áhættuna.
  • Erfðir - Ef aðrir í fjölskyldunni hafa æðahnúta er líklegra að þú fáir þá líka.
  • Offita - Of mikil þyngd eykur þrýsting á bláæðarnar.
  • Langar kyrrstöður - Blóðflæði verður lélegra ef þú ert í kyrrstöðu í langan tíma, þar sem vöðvadælan er ekki að vinna eðlilega.

Til eru ýmis ráð sem geta dregið úr óþægindum vegna æðahnúta og hindrað að ástand þeirra versni. Má þar nefna líkamsrækt, megrun ef um of þungan einstakling er að ræða, sleppa því að ganga í of þröngum fötum, liggja með púða undir fótleggjum og forðast langar kyrrstöður eða –setur. Æðahnútar sem koma fram á meðgöngu skána oftast af sjálfu sér innan þriggja mánaða frá fæðingu.

Ef þessi ráð hafa ekki komið í veg fyrir að æðahnútarnir versni eða ef þú hefur samt áhyggjur af útliti þeirra er rétt að leita til læknis. Eftir skoðun fótleggjanna og æðahnúta á þeim, ásamt samtali við sjúklinginn, metur heimilislæknir hvort ástæða sé til að leita ráða hjá æðaskurð- eða húðlækni. Ýmsar aðgerðir geta komið til greinar, svo sem herðimeðferð, (e. sclerotherapy) leysigeislaaðgerð og skurðaðgerðir sem fjarlægja ónýtu æðarnar með ýmsu móti.

Æðahnútar eru stundum settir í samband við ýmiss konar hættulegt ástand, eins og æðabólgu, sár djúpt í fótleggjum og blóðtappa. Þótt æðahnúturinn sé ekki bein orsök fyrir slíku eykur hann áhættuna þar sem blóðflæði er tregara um hann.

Að lokum má benda á umfjöllun Halldórs Jóhannssonar sérfræðings í æðaskurðlækningum um æðahnúta og háræðaslit á Doktor.is.

Skoðið einnig önnur svör um blóð og blóðrásina eftir sama höfund:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

24.2.2005

Spyrjandi

Pálína Theódórsdóttir
Hildur Björk Snæland

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað eru æðahnútar?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2005, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4773.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2005, 24. febrúar). Hvað eru æðahnútar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4773

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað eru æðahnútar?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2005. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4773>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru æðahnútar?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Eru til einhver ráð við æðahnútum?
  • Er hægt að fá blóðtappa vegna æðahnúta?

Æðahnútar eru hnýttar, útþandar bláæðar. Hvaða bláæð sem er getur orðið að æðahnúti en þær sem oftast koma við sögu eru æðarnar í fótum okkar og fótleggjum. Ástæðan er sú að upprétt staða, það er þegar við stöndum og göngum, eykur þrýsting í bláæðunum í neðri hluta líkamans eins og nánar verður vikið að hér á eftir.



Æðahnútar á læri.

Í huga margra eru æðahnútar eingöngu útlitsvandamál. Fyrir aðra eru þeir mun alvarlegra vandamál og valda sársauka og óþægindum. Enn fremur geta þeir verið vísbending um hættu á öðrum og alvarlegri blóðrásartruflunum.

Æðahnútar eru mjög algengir á Vesturlöndum. Sem dæmi má nefna að allt að 60% Bandaríkjamanna hafa æðahnúta, einkum eldri konur.

Eftirfarandi einkenni geta verið merki um æðahnúta:
  • Eymsli eða þungatilfinning í fótleggjum; einnig sviðatilfinning, ásamt púlserandi vöðvakrampa í neðri hluta fótleggja. Þessi einkenni eiga það til að versna við stöður eða setur.
  • Kláði í kringum eina eða fleiri bláæðar.
  • Húðsár við ökklann sem gefur til kynna alvarlegan æðasjúkdóm og krefst tafarlausrar læknisskoðunar.

Æðahnútar eru dökkfjólubláir eða bláir á lit og líkjast undnum og bólgnum snúrum. Þeir koma oftast fram aftan á kálfum eða innan á fótleggjum en þeir geta myndast hvar sem er á fótleggjunum, allt frá nára niður að ökkla.

En lítum nánar á hvernig æðahnútar myndast. Slagæðar flytja blóð frá hjartanu til allra vefja líkamans en bláæðar flytja blóðið til baka frá vefjunum til hjartans. Bláæðar eru bláar að sjá á yfirborði húðarinnar vegna þess að þær innihalda súrefnissnautt blóð. Til þess að koma blóðinu aftur til hjartans þurfa bláæðarnar í fótleggjunum að vinna á móti þyngdaraflinu.

Samdráttur vöðva í neðri hluta fótleggja virkar eins og vöðvadæla og þrýstir blóðinu áfram í bláæðunum innan fjaðurmagnaðra veggja þeirra. Við þrýstinginn opnast örfínar æðalokur innan í æðunum en lokast aftur þegar blóð leitar niður aftur og koma þannig í veg fyrir bakflæði þess. Æðahnútar myndast þegar þessi starfsemi truflast. Með hækkandi aldri geta æðaveggir misst fjaðurmagn sitt þannig að þeir verða slappir og gefa eftir í stað þess að hrökkva til baka eftir að hafa þanist út. Afleiðingin getur orðið sú að í stað þess að blóðið berist áfram í átt að hjartanu flæðir það til baka. Blóðpollar myndast þá í æðunum, þær stækka og verða að æðahnútum.


Fyrir kemur að konur fái æðahnúta á meðgöngutímanum. Ástæðan er sú að blóðmagn í líkama þeirra eykst á þessum tíma en um leið minnkar blóðflæði frá fótleggjum í átt að mjaðmagrind konunnar. Þessi breyting á blóðrásinni er til stuðnings vaxandi fóstrinu en hefur þá leiðinlegu aukaverkun að bláæðar í fótleggjum móðurinnar stækka. Æðahnútar koma stundum upp á yfirborðið í fyrsta sinn eða versna seint á meðgöngunni. Þá þrýstir legið meira niður á bláæðarnar í fótleggjum en áður. Gyllinæð er æðahnútur í eða kringum endaþarmsopið.

Helstu áhættuþættir fyrir æðahnútum eru eftirfarandi:
  • Aldur - öldrun veldur sliti á æðalokunum sem getur endað með bilun þeirra.
  • Kyn - konur eru líklegri en karlar til að fá æðahnúta, líklega vegna áhrifa hormóna á meðgöngu, rétt fyrir tíðir og við tíðahvörf. Taka hormónalyfja gæti aukið áhættuna.
  • Erfðir - Ef aðrir í fjölskyldunni hafa æðahnúta er líklegra að þú fáir þá líka.
  • Offita - Of mikil þyngd eykur þrýsting á bláæðarnar.
  • Langar kyrrstöður - Blóðflæði verður lélegra ef þú ert í kyrrstöðu í langan tíma, þar sem vöðvadælan er ekki að vinna eðlilega.

Til eru ýmis ráð sem geta dregið úr óþægindum vegna æðahnúta og hindrað að ástand þeirra versni. Má þar nefna líkamsrækt, megrun ef um of þungan einstakling er að ræða, sleppa því að ganga í of þröngum fötum, liggja með púða undir fótleggjum og forðast langar kyrrstöður eða –setur. Æðahnútar sem koma fram á meðgöngu skána oftast af sjálfu sér innan þriggja mánaða frá fæðingu.

Ef þessi ráð hafa ekki komið í veg fyrir að æðahnútarnir versni eða ef þú hefur samt áhyggjur af útliti þeirra er rétt að leita til læknis. Eftir skoðun fótleggjanna og æðahnúta á þeim, ásamt samtali við sjúklinginn, metur heimilislæknir hvort ástæða sé til að leita ráða hjá æðaskurð- eða húðlækni. Ýmsar aðgerðir geta komið til greinar, svo sem herðimeðferð, (e. sclerotherapy) leysigeislaaðgerð og skurðaðgerðir sem fjarlægja ónýtu æðarnar með ýmsu móti.

Æðahnútar eru stundum settir í samband við ýmiss konar hættulegt ástand, eins og æðabólgu, sár djúpt í fótleggjum og blóðtappa. Þótt æðahnúturinn sé ekki bein orsök fyrir slíku eykur hann áhættuna þar sem blóðflæði er tregara um hann.

Að lokum má benda á umfjöllun Halldórs Jóhannssonar sérfræðings í æðaskurðlækningum um æðahnúta og háræðaslit á Doktor.is.

Skoðið einnig önnur svör um blóð og blóðrásina eftir sama höfund:

Heimildir og myndir:...