Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Eoin Colfer fæddist í Wexford á suðausturströnd Írlands árið 1965. Strax í barnaskóla fékk hann áhuga á að skrifa og nú er hann einn af þekktari barnabókahöfundum heims.
Fyrsta bók hans Benny and Omar kom út árið 1998. Segja má að Colfer hafi öðlast alþjóðlega frægð eftir að fyrsta bókin um Artemis Fowl kom út árið 2001. Síðan þá hefur hann helgað sig ritstörfum en áður starfaði hann sem kennari samhliða skrifum.
Alls hafa verið gefnar úr 15 bækur eftir Eoin Colfer. Þegar þetta er skrifað í júní 2009 hafa eftirfarandi bækur verið þýddar á íslensku:
Artemis Fowl
Artemis Fowl - Blekkingin
Artemis Fowl - Læsti teningurinn
Artemis Fowl - Samsærið
Artemis Fowl - Eyjan týnda
Artemis Fowl - Tíma þversögnin
Óskalistinn
Barist við ókunn öfl
Aðrar bækur eftir Colfer, sem ekki hafa komið út í íslenskri þýðingu eru:
Airman
Half Moon Investigations
The Legent of Spud Murphy
The Legend of the Worst Boy in the World
Benny and Omar
Benny and Babe
The Legend of Captain Crow's Teeth
Allar Artemis Fowl bækurnar eru um ungan glæpasnilling sem starfar með álfum. Söguþráður hinn bókanna er svipaður, í þeim er sagt frá ungum krökkum sem gerast glæpamenn með tilgang.
Heimildir og mynd:
Bergþór Snær Jónasson og Valdís Huld Jónsdóttir. „Hvað heita allar bækur sem Eoin Colfer hefur skrifað?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2009, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47734.
Bergþór Snær Jónasson og Valdís Huld Jónsdóttir. (2009, 15. júní). Hvað heita allar bækur sem Eoin Colfer hefur skrifað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47734
Bergþór Snær Jónasson og Valdís Huld Jónsdóttir. „Hvað heita allar bækur sem Eoin Colfer hefur skrifað?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2009. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47734>.