Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er staða mörgæsa í flokkunarkerfi fugla?

Jón Már Halldórsson

Þar sem fuglar eru tiltölulega einsleitir að líkamsbyggingu hefur verið talsverður ágreiningur um flokkun þeirra allt fram á þennan dag. Hingað til hafa menn notast við ýmis útlitseinkenni til að staðsetja fugla í ættir, ættbálka og svo framvegis. Nú er hins vegar farið að nota samsvörun í byggingu erfðaefnis (DNA) og aðrar lífefnafræðilegar aðferðir til þess að hjálpa til við flokkun fugla og annarra dýra.



Gulaugnamörgæsin (Megadyptes antipodes) sem lifir meðal annars á Auckland eyju á Nýja Sjálandi.

Í dag eru þekktar um 9.000 tegundir fugla sem skiptast í 27 ættbálka auk tveggja ættbálka sem eru nýlega útdauðir. Einn þessara ættbálka nefnist Sphenisciformes eða mörgæsir.

Annars eru mörgæsir flokkaðar á eftirfarandi hátt:

Ríki (Kingdom) .................. Dýraríki (Animalia)
Fylking (Phylum) ............... Seildýr (Chordata)
Undirfylking (Subphylum) ... Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur (Class) .................. Fuglar (Aves)
Ættbálkur (Order) .............. Mörgæsir(Sphenisciformes)
Ætt (Family) ...................... Mörgæsaætt(Spheniscidae)

Mörgæsaættin greinist í sex ættkvíslir og 19 tegundir samkvæmt nýjustu skilgreiningu. Flokkunin er þessi:

Ættkvísl Fjöldi tegunda
Aptenodytes 2
Eudyptes 7
Eudyptula 2
Megadyptes 1
Spheniscus 4
Pygoscelis 3

Mynd: Bird Photo Gallery - Peter LaTourrette

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

25.2.2005

Spyrjandi

Valur Jónsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er staða mörgæsa í flokkunarkerfi fugla?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2005, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4774.

Jón Már Halldórsson. (2005, 25. febrúar). Hver er staða mörgæsa í flokkunarkerfi fugla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4774

Jón Már Halldórsson. „Hver er staða mörgæsa í flokkunarkerfi fugla?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2005. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4774>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er staða mörgæsa í flokkunarkerfi fugla?
Þar sem fuglar eru tiltölulega einsleitir að líkamsbyggingu hefur verið talsverður ágreiningur um flokkun þeirra allt fram á þennan dag. Hingað til hafa menn notast við ýmis útlitseinkenni til að staðsetja fugla í ættir, ættbálka og svo framvegis. Nú er hins vegar farið að nota samsvörun í byggingu erfðaefnis (DNA) og aðrar lífefnafræðilegar aðferðir til þess að hjálpa til við flokkun fugla og annarra dýra.



Gulaugnamörgæsin (Megadyptes antipodes) sem lifir meðal annars á Auckland eyju á Nýja Sjálandi.

Í dag eru þekktar um 9.000 tegundir fugla sem skiptast í 27 ættbálka auk tveggja ættbálka sem eru nýlega útdauðir. Einn þessara ættbálka nefnist Sphenisciformes eða mörgæsir.

Annars eru mörgæsir flokkaðar á eftirfarandi hátt:

Ríki (Kingdom) .................. Dýraríki (Animalia)
Fylking (Phylum) ............... Seildýr (Chordata)
Undirfylking (Subphylum) ... Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur (Class) .................. Fuglar (Aves)
Ættbálkur (Order) .............. Mörgæsir(Sphenisciformes)
Ætt (Family) ...................... Mörgæsaætt(Spheniscidae)

Mörgæsaættin greinist í sex ættkvíslir og 19 tegundir samkvæmt nýjustu skilgreiningu. Flokkunin er þessi:

Ættkvísl Fjöldi tegunda
Aptenodytes 2
Eudyptes 7
Eudyptula 2
Megadyptes 1
Spheniscus 4
Pygoscelis 3

Mynd: Bird Photo Gallery - Peter LaTourrette

...