Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjir voru helstu guðir Súmera?

Skúli Sæland

Súmerísk menning er frá upphafi sögulegs tíma. Ekki er vitað hvaðan Súmerar eru komnir en þeir mynduðu allnokkur borgríki í Mesópótamíu um 3000 f.Kr. Akkaðarnir sem voru af semitískum stofni náðu tímabundnum yfirráðum á svæðunum 2360-2180 f.Kr. Súmerar komust þá aftur til valda en um 1700 f.Kr. ruddu Amorítar þeim úr veldisstóli. Amorítar héldu völdum einungis í skamman tíma því 1600-1170 f.Kr. höfðu Kassítar yfirráð á svæðinu. Arftakar þeirra voru Assýríumenn sem um 1100 f.Kr. mynduðu víðlent og öflugt ríki en veldi þeirra hrundi um 612 f.Kr. fyrir Babýlóníumönnum sem ríktu til 539 f.Kr. þegar Persar knésettu þá.

Súmerar þróuðu með sér fleygrúnir sem hægt hefur verið að ráða að nokkru leyti og gefa þær nokkrar heimildir um guði þeirra og goðsagnir. Fleygrúnirnar voru skornar á leirtöflur og hefur fundist mikið af þeim við fornleifauppgröft í borginni Nippur þar sem „bókasafn“ musterisins fannst og sömuleiðis í „bókasafni“ konungsins Assurbanipals sem ríkti nálægt 600 f.Kr.

Allar þjóðir eiga sér sköpunarsögu eða heimsmynd. Súmerar eru hér engin undantekning og þar bregður einnig fyrir nokkrum guðum sem hugsanlega hafa ekki verið eins áberandi í daglegri trúariðkun. Í stuttu máli er sköpunarsagan á þá leið að í upphafi var tómið sem perónugerfist í líki gyðjunnar Nammu. Hún gat af sér himinguðinn An og jarðargyðjuna Ki (eða Ninhursag). Þau mynduðu óaðskiljanlega heild sem oft er vísað til sem „fjallið“. Þeir gátu af sér En-lil, guð loftsins, sem skildi að himin og jörð. Til að vinna bug á myrkrinu fæddi En-lil mánaguðinn Nanna sem svo feðraði sólarguðinn Utu. Síðar birtist vatnsguðinn Enki sem skapar manninn með eða án aðstoðar annarra guða til að þjóna guðunum en hann veldur svo miklum vandræðum að þeir senda hann frá sér. Guðir Súmera voru yfirleitt sjálfir í mannsmynd, hegðuðu sér líkt og menn og sýndu tilfinningar. Þeir voru hins vegar stærri, vitrari og ódauðlegir.



Gyðjan Ishtar eða Inanna eins og Súmerar nefndu hana. Hún þekkist einnig undir nöfnunum Ashtart, Anunit, Astarte, og Atarsamain. Tvíburabróðir hennar var Utu.

Hugmyndir þjóða um guði og heimsmyndir í Mið-Austurlöndum virðast mjög samofnar. Sagnir um örkina hans Nóa og syndaflóðið eru til hjá Súmerum og sömleiðis eru sagnir af för gyðjunnar Inanna í undirheima líkar sögunni af hinni grísku Persefón. Semitísku þjóðflokkarnir sem náðu yfirráðum á svæðinu síðar meir virðast hafa dýrkað súmerísku guðina. Þeir hafa látið duga að endurskíra þá súmerískum nöfnum en leyft þeim að halda upprunalegu hlutverki sínu. Þetta kann að stafa að hluta til af því að trúarbrögðin hafi verið orðin blönduð að einhverju leyti áður en veldi Súmera hrynur eða jafnvel að trú Súmera hafi sótt mikið til trúarbragða semíta áður fyrr. Því eru trúarbrögð Súmera samofin trúarbrögðum þeirra þjóðflokka sem síðar koma. Þetta er í raun frjó samsuða fjölgyðistrúarbragða sem lifa hlið við hlið í mörg árhundruð líkt og gerist í Egyptalandi. Það hefur því gert fræðimönnum erfitt að tileinka einhverjum einum guði ákveðið hlutverk.

Trúarbrögð voru samofin stjórnun ríkisins og hvert borgríki hafði sína staðbundnu guði. Í safni Assurbanipals er getið yfir 2000 guða en lítið sem ekkert er vitað um þá flesta. Hafi þeir verið til er liklegt að langflestir hafi einungis haft smáhlutverk í mýtum og heimsmynd Súmera. Hammurabi, konungur Amoríta, sem var uppi um 1700 f.Kr. nefnir til að mynda einungis um tuttugu guði. Eftirfarandi þrír guðir virðast þó hafa haft sérstöðu og ráðið yfir umsvifameiri fyrirbrigðum:

  • An var himinguð og fræðilega séð æðsti guðinn en En-lil tók yfir þá tignarstöðu. An sá um tímann og árstíðirnar.
  • En-lil var sennilega guð lofts, vinda og akuryrkju. Elstu heimildir geta hans og hann oft álitinn æðsti guð Súmera. Hann veitir konungum mátt sinn og refsar þeim sem brjóta gegn boðum hans.
  • Enki ríkti yfir uppsprettum og ám. Hann var vitrasti guðinn og leysti oft vandamál hinna.

Af öðrum og oft staðbundnum guðum má nefna:

  • Nann Ana sem var tunglguð og sonur En-lils og dýrkaðist sérstaklega í borginni Ur.
  • Utu var sólguð. Vísað er til hans sem mikils kappa í hernaði og dýrkaður sem herra réttvísinnar.
  • Dumu-zi var hetja og verndari hjarðarinnar fyrir villtum dýrum. Verður síðar alhliða frjósemisguð.
  • Inanna var gyðja himins og frjósemi. Hún var líka stríðsgyðja sem veitti sigur í bardaga. Margar sagnir greina frá því að hún hafi tælt Dumu-zi og seinna sent hann til ríkis dauðra sér til bjargar.
  • Ninurta var sonur En-lils. Hann var guð þrumuveðurs, plógsins og flóða.

Til viðbótar ofangreindum guðum höfðu konungarnir sína sérstöku ættar- eða verndarguði sem þeir ávörpuðu jafnan sem „sinn guð“.

Þeir sem vilja fræðast frekar um Súmera og menningu þeirra geta lesið fleiri svör á Vísindavefnum eins og:

Heimildir og mynd:

  • „Ishtar“: sótt 22. febrúar 2005 af vefsetrinu Wikipedia
  • „Sumerian religion“: sótt 22. febrúar 2005 af vefsetrinu Wikipedia
  • „Mesopotamian religion“: sótt 22. febrúar 2005 af vefsetrinu Encyclopædia Britannica Online
  • Ringgren, Helmer: „Sumererna och ackaderna.” Religionerna i historia och nutid. Ringgren, Helmer og Ström, Åke. 9. upplag, 2. prentun. (Svíþjóð 1986).

Höfundur

Skúli Sæland

sagnfræðingur

Útgáfudagur

28.2.2005

Síðast uppfært

13.11.2018

Spyrjandi

Alma Lilja Ævarsdóttir

Tilvísun

Skúli Sæland. „Hverjir voru helstu guðir Súmera?“ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2005, sótt 5. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4776.

Skúli Sæland. (2005, 28. febrúar). Hverjir voru helstu guðir Súmera? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4776

Skúli Sæland. „Hverjir voru helstu guðir Súmera?“ Vísindavefurinn. 28. feb. 2005. Vefsíða. 5. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4776>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjir voru helstu guðir Súmera?
Súmerísk menning er frá upphafi sögulegs tíma. Ekki er vitað hvaðan Súmerar eru komnir en þeir mynduðu allnokkur borgríki í Mesópótamíu um 3000 f.Kr. Akkaðarnir sem voru af semitískum stofni náðu tímabundnum yfirráðum á svæðunum 2360-2180 f.Kr. Súmerar komust þá aftur til valda en um 1700 f.Kr. ruddu Amorítar þeim úr veldisstóli. Amorítar héldu völdum einungis í skamman tíma því 1600-1170 f.Kr. höfðu Kassítar yfirráð á svæðinu. Arftakar þeirra voru Assýríumenn sem um 1100 f.Kr. mynduðu víðlent og öflugt ríki en veldi þeirra hrundi um 612 f.Kr. fyrir Babýlóníumönnum sem ríktu til 539 f.Kr. þegar Persar knésettu þá.

Súmerar þróuðu með sér fleygrúnir sem hægt hefur verið að ráða að nokkru leyti og gefa þær nokkrar heimildir um guði þeirra og goðsagnir. Fleygrúnirnar voru skornar á leirtöflur og hefur fundist mikið af þeim við fornleifauppgröft í borginni Nippur þar sem „bókasafn“ musterisins fannst og sömuleiðis í „bókasafni“ konungsins Assurbanipals sem ríkti nálægt 600 f.Kr.

Allar þjóðir eiga sér sköpunarsögu eða heimsmynd. Súmerar eru hér engin undantekning og þar bregður einnig fyrir nokkrum guðum sem hugsanlega hafa ekki verið eins áberandi í daglegri trúariðkun. Í stuttu máli er sköpunarsagan á þá leið að í upphafi var tómið sem perónugerfist í líki gyðjunnar Nammu. Hún gat af sér himinguðinn An og jarðargyðjuna Ki (eða Ninhursag). Þau mynduðu óaðskiljanlega heild sem oft er vísað til sem „fjallið“. Þeir gátu af sér En-lil, guð loftsins, sem skildi að himin og jörð. Til að vinna bug á myrkrinu fæddi En-lil mánaguðinn Nanna sem svo feðraði sólarguðinn Utu. Síðar birtist vatnsguðinn Enki sem skapar manninn með eða án aðstoðar annarra guða til að þjóna guðunum en hann veldur svo miklum vandræðum að þeir senda hann frá sér. Guðir Súmera voru yfirleitt sjálfir í mannsmynd, hegðuðu sér líkt og menn og sýndu tilfinningar. Þeir voru hins vegar stærri, vitrari og ódauðlegir.



Gyðjan Ishtar eða Inanna eins og Súmerar nefndu hana. Hún þekkist einnig undir nöfnunum Ashtart, Anunit, Astarte, og Atarsamain. Tvíburabróðir hennar var Utu.

Hugmyndir þjóða um guði og heimsmyndir í Mið-Austurlöndum virðast mjög samofnar. Sagnir um örkina hans Nóa og syndaflóðið eru til hjá Súmerum og sömleiðis eru sagnir af för gyðjunnar Inanna í undirheima líkar sögunni af hinni grísku Persefón. Semitísku þjóðflokkarnir sem náðu yfirráðum á svæðinu síðar meir virðast hafa dýrkað súmerísku guðina. Þeir hafa látið duga að endurskíra þá súmerískum nöfnum en leyft þeim að halda upprunalegu hlutverki sínu. Þetta kann að stafa að hluta til af því að trúarbrögðin hafi verið orðin blönduð að einhverju leyti áður en veldi Súmera hrynur eða jafnvel að trú Súmera hafi sótt mikið til trúarbragða semíta áður fyrr. Því eru trúarbrögð Súmera samofin trúarbrögðum þeirra þjóðflokka sem síðar koma. Þetta er í raun frjó samsuða fjölgyðistrúarbragða sem lifa hlið við hlið í mörg árhundruð líkt og gerist í Egyptalandi. Það hefur því gert fræðimönnum erfitt að tileinka einhverjum einum guði ákveðið hlutverk.

Trúarbrögð voru samofin stjórnun ríkisins og hvert borgríki hafði sína staðbundnu guði. Í safni Assurbanipals er getið yfir 2000 guða en lítið sem ekkert er vitað um þá flesta. Hafi þeir verið til er liklegt að langflestir hafi einungis haft smáhlutverk í mýtum og heimsmynd Súmera. Hammurabi, konungur Amoríta, sem var uppi um 1700 f.Kr. nefnir til að mynda einungis um tuttugu guði. Eftirfarandi þrír guðir virðast þó hafa haft sérstöðu og ráðið yfir umsvifameiri fyrirbrigðum:

  • An var himinguð og fræðilega séð æðsti guðinn en En-lil tók yfir þá tignarstöðu. An sá um tímann og árstíðirnar.
  • En-lil var sennilega guð lofts, vinda og akuryrkju. Elstu heimildir geta hans og hann oft álitinn æðsti guð Súmera. Hann veitir konungum mátt sinn og refsar þeim sem brjóta gegn boðum hans.
  • Enki ríkti yfir uppsprettum og ám. Hann var vitrasti guðinn og leysti oft vandamál hinna.

Af öðrum og oft staðbundnum guðum má nefna:

  • Nann Ana sem var tunglguð og sonur En-lils og dýrkaðist sérstaklega í borginni Ur.
  • Utu var sólguð. Vísað er til hans sem mikils kappa í hernaði og dýrkaður sem herra réttvísinnar.
  • Dumu-zi var hetja og verndari hjarðarinnar fyrir villtum dýrum. Verður síðar alhliða frjósemisguð.
  • Inanna var gyðja himins og frjósemi. Hún var líka stríðsgyðja sem veitti sigur í bardaga. Margar sagnir greina frá því að hún hafi tælt Dumu-zi og seinna sent hann til ríkis dauðra sér til bjargar.
  • Ninurta var sonur En-lils. Hann var guð þrumuveðurs, plógsins og flóða.

Til viðbótar ofangreindum guðum höfðu konungarnir sína sérstöku ættar- eða verndarguði sem þeir ávörpuðu jafnan sem „sinn guð“.

Þeir sem vilja fræðast frekar um Súmera og menningu þeirra geta lesið fleiri svör á Vísindavefnum eins og:

Heimildir og mynd:

  • „Ishtar“: sótt 22. febrúar 2005 af vefsetrinu Wikipedia
  • „Sumerian religion“: sótt 22. febrúar 2005 af vefsetrinu Wikipedia
  • „Mesopotamian religion“: sótt 22. febrúar 2005 af vefsetrinu Encyclopædia Britannica Online
  • Ringgren, Helmer: „Sumererna och ackaderna.” Religionerna i historia och nutid. Ringgren, Helmer og Ström, Åke. 9. upplag, 2. prentun. (Svíþjóð 1986)....