Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er bannað að borða sitt eigið hold?

Í lögum er hvergi lagt blátt bann við því að valda sjálfum sér skaða hvort sem það er gert með því að borða eigið hold, skera í það eða beita öðrum aðferðum.

Í þessu felst þó að sjálfsögðu ekki að löggjafinn vilji stuðla að því að menn valdi sjálfum sér skaða, heldur er ástæðan miklu frekar sú að réttur einstaklingsins til að ráða yfir sér sjálfum er viðurkenndur og fólk hefur því yfirráð yfir líkama sínum.

Lög banna til dæmis ekki að fólk valdi sjálfum sér meiðslum eða fari illa með sig, til dæmis með hreyfingarleysi eða ofáti. Slíkar reglur myndu ganga illa upp út frá lagatæknilegum sjónarmiðum, enda væri erfitt að framfylgja slíku banni og skera úr um hvar mörkin milli þess að valda sjálfum sér meiðslum eða ekki lægju.

Það er undir hverjum og einum komið hvað hann gerir við líkama sinn, svo fremi sem það skaðar ekki aðra.

Meira um mannát á Vísindavefnum:

Mynd: Earthforums.com

Útgáfudagur

3.3.2005

Spyrjandi

Halldóra Hjaltadóttir

Höfundur

lögfræðingur

Tilvísun

Árni Helgason. „Er bannað að borða sitt eigið hold?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2005. Sótt 26. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=4781.

Árni Helgason. (2005, 3. mars). Er bannað að borða sitt eigið hold? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4781

Árni Helgason. „Er bannað að borða sitt eigið hold?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2005. Vefsíða. 26. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4781>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðrún Kvaran

1943

Guðrún Kvaran er málfræðingur og prófessor emeritus. Hún starfaði um áratuga skeið við Orðabók Háskólans og varð forstöðumaður hennar árið 2000. Guðrún hefur skrifað fjölda greina sem birst hafa innanlands og erlendis og flutt fjölmarga fyrirlestra um fræðasvið sín, en viðfangsefnin eru einkum íslenskur orðaforði í sögulegu ljósi, nafnfræði og orðabókafræði.