Sólin Sólin Rís 03:00 • sest 24:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:05 • Síðdegis: 18:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:03 • Síðdegis: 12:08 í Reykjavík

Af hverju er nafnið Blomkvist meitlað í klöpp á Spönginni á Þingvöllum og frá hvaða tíma er áletrunin?

Birna Lárusdóttir

Árið 1993 rak Þórarinn Þórarinsson arkitekt augun í áletrun í klöpp á Þingvöllum, þar sem gengið er út á Spöngina sem er á milli Flosagjár og Nikulásargjár. Áletrunin var uppljómuð í kvöldsólinni en reyndist þó skófum vaxin og máð og gekk því illa að lesa úr stöfunum.

Mynd sem sýnir sykri stráða áletrunina á Spönginni. Giskað hefur verið á að stafirnir séu verk ferðamanna, hugsanlega frá 19. öld. Hægt er að smella á myndina til að skoða stærra eintak af henni. Myndasmiður: Einar Á.E. Sæmundsen.

Fundurinn vakti töluverða athygli. Í fyrstu voru uppi getgátur um að áletrunin kynni að vera frá fyrsta skeiði þinghalds og gæti jafnvel tengst lögréttu sem sumir telja að hafi verið á Spönginni. Þetta var stutt með því að einhver hefði lagt mikið á sig til að slétta klöppina og höggva svo letrið í.

Þingvellir. Spöngin er skammt ofan og hægra megin við miðja mynd, einhvers konar hraunrimi milli tveggja gjáa.

Sagan segir að rútubílstjóri nokkur hafi tekið sig til, stráð sykri í áletrunina og letrið þá orðið læsilegt. Í ljós kom að tvö nöfn höfðu verið höggvin í klöppina: Gulin og Blomkvist. Listfræðingurinn og rithöfundurinn Björn Th. Björnsson taldi líklegast að þarna hefðu skandinavískir ferðamenn verið að verki, sænskir Finnar, hugsanlega um eða eftir 1870, en á þeim tíma var kenningum um lögréttu á Spönginni fyrst haldið á lofti og má ætla að fleiri hafi lagt leið sína þangað í kjölfarið. Jafnvel var talið að um ástarjátningu gæti verið að ræða, að par hefði ákveðið að meitla heit sín í klöppina.

Áletrunin er máð, bæði hefur hún veðrast en einnig er hún fótum troðin af þúsundum ferðamanna sem hafa lagt leið sína út á Spöngina. Þótt ekkert sé hægt að fullyrða um uppruna áletrunarinnar er í það minnsta líklegra að kenna hana við ástfangna Finna en Íslendinga við þingstörf fyrir mörg hundruð eða þúsund árum.

Einari Á.E. Sæmundsen er þökkuð aðstoð við gerð svarsins.

Heimild og myndir:

Upphaflega hljómaði spurningin svo:
Á Spönginni milli Flosagjár og Nikulásargjár á Þingvöllum er klöpp með áletrun. Áletrunin er mjög máð en nafnið Blomkvist kemur þar fram. Er eitthvað vitað um þessa áletrun?

Höfundur

Birna Lárusdóttir

fornleifafræðingur og sérfræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

8.3.2012

Spyrjandi

Kristín Guðnadóttir

Tilvísun

Birna Lárusdóttir. „Af hverju er nafnið Blomkvist meitlað í klöpp á Spönginni á Þingvöllum og frá hvaða tíma er áletrunin?“ Vísindavefurinn, 8. mars 2012. Sótt 28. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=48087.

Birna Lárusdóttir. (2012, 8. mars). Af hverju er nafnið Blomkvist meitlað í klöpp á Spönginni á Þingvöllum og frá hvaða tíma er áletrunin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48087

Birna Lárusdóttir. „Af hverju er nafnið Blomkvist meitlað í klöpp á Spönginni á Þingvöllum og frá hvaða tíma er áletrunin?“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2012. Vefsíða. 28. jún. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48087>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er nafnið Blomkvist meitlað í klöpp á Spönginni á Þingvöllum og frá hvaða tíma er áletrunin?
Árið 1993 rak Þórarinn Þórarinsson arkitekt augun í áletrun í klöpp á Þingvöllum, þar sem gengið er út á Spöngina sem er á milli Flosagjár og Nikulásargjár. Áletrunin var uppljómuð í kvöldsólinni en reyndist þó skófum vaxin og máð og gekk því illa að lesa úr stöfunum.

Mynd sem sýnir sykri stráða áletrunina á Spönginni. Giskað hefur verið á að stafirnir séu verk ferðamanna, hugsanlega frá 19. öld. Hægt er að smella á myndina til að skoða stærra eintak af henni. Myndasmiður: Einar Á.E. Sæmundsen.

Fundurinn vakti töluverða athygli. Í fyrstu voru uppi getgátur um að áletrunin kynni að vera frá fyrsta skeiði þinghalds og gæti jafnvel tengst lögréttu sem sumir telja að hafi verið á Spönginni. Þetta var stutt með því að einhver hefði lagt mikið á sig til að slétta klöppina og höggva svo letrið í.

Þingvellir. Spöngin er skammt ofan og hægra megin við miðja mynd, einhvers konar hraunrimi milli tveggja gjáa.

Sagan segir að rútubílstjóri nokkur hafi tekið sig til, stráð sykri í áletrunina og letrið þá orðið læsilegt. Í ljós kom að tvö nöfn höfðu verið höggvin í klöppina: Gulin og Blomkvist. Listfræðingurinn og rithöfundurinn Björn Th. Björnsson taldi líklegast að þarna hefðu skandinavískir ferðamenn verið að verki, sænskir Finnar, hugsanlega um eða eftir 1870, en á þeim tíma var kenningum um lögréttu á Spönginni fyrst haldið á lofti og má ætla að fleiri hafi lagt leið sína þangað í kjölfarið. Jafnvel var talið að um ástarjátningu gæti verið að ræða, að par hefði ákveðið að meitla heit sín í klöppina.

Áletrunin er máð, bæði hefur hún veðrast en einnig er hún fótum troðin af þúsundum ferðamanna sem hafa lagt leið sína út á Spöngina. Þótt ekkert sé hægt að fullyrða um uppruna áletrunarinnar er í það minnsta líklegra að kenna hana við ástfangna Finna en Íslendinga við þingstörf fyrir mörg hundruð eða þúsund árum.

Einari Á.E. Sæmundsen er þökkuð aðstoð við gerð svarsins.

Heimild og myndir:

Upphaflega hljómaði spurningin svo:
Á Spönginni milli Flosagjár og Nikulásargjár á Þingvöllum er klöpp með áletrun. Áletrunin er mjög máð en nafnið Blomkvist kemur þar fram. Er eitthvað vitað um þessa áletrun?
...