Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvaðan kemur sá siður að láta börn sofa úti í vagni?

Kolbrún Jónsdóttir

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvaðan kemur sá siður að láta börn sofa úti í vagni á fyrstu ævi árunum? Hafa rannsóknir verið gerðar á kostum þess og göllum?

Höfundur þessa svars veit ekki til þess að gerðar hafi verið athuganir eða rannsóknir á kostum eða göllum útisvefns í vagni. Reynslan hefur hins vegar kennt okkur að börn sofa oft vært og lengur í einu úti í vagni en inni í húsi og með tímanum hefur skapast hefð varðandi útisvefn ungbarna.

En af hverju sofa börnin svona vel úti? Í fyrsta lagi skapast sú venja og börnin verða vön því að sofa úti, en regla á athöfnum daglegs lífs á vel við börn og veitir þeim öryggi. Síðan eru þau hæfilega klædd og umvafin eða búið þannig um þau að þeim líður vel í vagninum. Ruggið í vagninum getur líka virkað róandi á börnin, hvort sem það er vegna þess að vagninn er keyrður eða vindurinn/golan bærir hann hæfilega.

Það er ekki eingöngu á Íslandi sem börn sofa úti í vagni, þessi siður er vel þekktur á hinum Norðurlöndunum.

Það má geta sér til að ástæður þess að byrjað var að láta börn sofa úti í vagni séu vegna lélegra húsakynna hér áður fyrr og barnmergðar og þrengsla á hverju heimili. Einnig voru berklar landlægir hér áður fyrr og þá var „hreina útiloftið“ talið hafa góð áhrif.

Það er hins vegar ekki mælt með því að börn sofi úti þegar frost er og vindur. Þá fer mikil orka barnanna í það að hita kalda loftið sem þau anda að sér og börnin geta ofkólnað. Svo þarf líka að varast að láta þau sofa úti í mikilli sól og hita og láta vagninn standa í skugga fremur en í sól svo ekki verði of heitt inni í vagninum.

Almennt er talið, að það geri barni jafngott að sofa hæfilega klætt við hæfilegt hitastig inni í herbergi í fersku lofti, það er við opinn glugga, en ekki þannig að það gusti á nokkurn hátt á barnið. Þegar við veltum fyrir okkur útisvefni er líka rétt að huga að nánasta umhverfi okkar, það er hvort staðsetning vagnsins sé við mikla umferðargötu eða í einhverri fjarlægð frá mengunarlofti bílaumferðar.

Mynd:

Vísindavefurinn hefur nokkrum sinnum verið spurður um þetta. Aðrar spurningar eru:

  • Er betra fyrir ungbörn að sofa úti eða inni á daginn? Hvenær er orðið of kalt fyrir þau að sofa úti?
  • Hvers vegna hefur tíðkast á Íslandi að láta börn sofa úti í öllum veðrum og er þetta eingöngu gert hér á Íslandi?
  • Af hverju tíðkast á Íslandi að láta ungabörn sofa úti í vagni? Hve lengi hefur siðurinn verið við lýði? Hafa rannsóknir verið gerðar á kostum þess og göllum?


Þetta svar er fengið af vefnum ljosmodir.is og er birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur

Útgáfudagur

9.12.2017

Spyrjandi

Agnes Agnarsdóttir, Edda Rós Þorsteinsdóttir, Ásta María Guðmundsdóttir, Heiða María Sigurðardóttir

Tilvísun

Kolbrún Jónsdóttir. „Hvaðan kemur sá siður að láta börn sofa úti í vagni?“ Vísindavefurinn, 9. desember 2017. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48089.

Kolbrún Jónsdóttir. (2017, 9. desember). Hvaðan kemur sá siður að láta börn sofa úti í vagni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48089

Kolbrún Jónsdóttir. „Hvaðan kemur sá siður að láta börn sofa úti í vagni?“ Vísindavefurinn. 9. des. 2017. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48089>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur sá siður að láta börn sofa úti í vagni?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvaðan kemur sá siður að láta börn sofa úti í vagni á fyrstu ævi árunum? Hafa rannsóknir verið gerðar á kostum þess og göllum?

Höfundur þessa svars veit ekki til þess að gerðar hafi verið athuganir eða rannsóknir á kostum eða göllum útisvefns í vagni. Reynslan hefur hins vegar kennt okkur að börn sofa oft vært og lengur í einu úti í vagni en inni í húsi og með tímanum hefur skapast hefð varðandi útisvefn ungbarna.

En af hverju sofa börnin svona vel úti? Í fyrsta lagi skapast sú venja og börnin verða vön því að sofa úti, en regla á athöfnum daglegs lífs á vel við börn og veitir þeim öryggi. Síðan eru þau hæfilega klædd og umvafin eða búið þannig um þau að þeim líður vel í vagninum. Ruggið í vagninum getur líka virkað róandi á börnin, hvort sem það er vegna þess að vagninn er keyrður eða vindurinn/golan bærir hann hæfilega.

Það er ekki eingöngu á Íslandi sem börn sofa úti í vagni, þessi siður er vel þekktur á hinum Norðurlöndunum.

Það má geta sér til að ástæður þess að byrjað var að láta börn sofa úti í vagni séu vegna lélegra húsakynna hér áður fyrr og barnmergðar og þrengsla á hverju heimili. Einnig voru berklar landlægir hér áður fyrr og þá var „hreina útiloftið“ talið hafa góð áhrif.

Það er hins vegar ekki mælt með því að börn sofi úti þegar frost er og vindur. Þá fer mikil orka barnanna í það að hita kalda loftið sem þau anda að sér og börnin geta ofkólnað. Svo þarf líka að varast að láta þau sofa úti í mikilli sól og hita og láta vagninn standa í skugga fremur en í sól svo ekki verði of heitt inni í vagninum.

Almennt er talið, að það geri barni jafngott að sofa hæfilega klætt við hæfilegt hitastig inni í herbergi í fersku lofti, það er við opinn glugga, en ekki þannig að það gusti á nokkurn hátt á barnið. Þegar við veltum fyrir okkur útisvefni er líka rétt að huga að nánasta umhverfi okkar, það er hvort staðsetning vagnsins sé við mikla umferðargötu eða í einhverri fjarlægð frá mengunarlofti bílaumferðar.

Mynd:

Vísindavefurinn hefur nokkrum sinnum verið spurður um þetta. Aðrar spurningar eru:

  • Er betra fyrir ungbörn að sofa úti eða inni á daginn? Hvenær er orðið of kalt fyrir þau að sofa úti?
  • Hvers vegna hefur tíðkast á Íslandi að láta börn sofa úti í öllum veðrum og er þetta eingöngu gert hér á Íslandi?
  • Af hverju tíðkast á Íslandi að láta ungabörn sofa úti í vagni? Hve lengi hefur siðurinn verið við lýði? Hafa rannsóknir verið gerðar á kostum þess og göllum?


Þetta svar er fengið af vefnum ljosmodir.is og er birt með góðfúslegu leyfi.

...