Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 534 svör fundust

Hver er þessi hvippur og hvappur sem menn fara stundum út um?

Orðið hvippur merkir ‘duttlungur, einkennilegt uppátæki’ í orðasambandinu úti um hvippinn og hvappinn. Það er skylt lýsingarorðinu hvippinn ‘fælinn, viðbrigðinn’ og hvorugkynsorðinu hvippi ‘smálaut, grösugur engjablettur’. Orðið hvappur merkir ‘lægð, dalverpi’. Það er notað með hvippur í sambandinu úti um hvippin...

Nánar

Hvað merkir orðið bura í orðatiltækinu 'áttu börn og buru'?

Orðið bura var notað um kvenúlpu með standkraga sem krækt var að framan. Nú til dags er orðið frekar haft um lélega úlpu, oft frekar fyrirferðarmikla, eða olíukápu. "Áttu börn og burur" kemur að minnsta kosti fyrir í munnmælasögum frá 17. öld. Lengri gerðin: "Áttu börn og buru, grófu rætur og muru" þekkist ve...

Nánar

Hvaðan kemur sá siður að láta börn sofa úti í vagni?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur sá siður að láta börn sofa úti í vagni á fyrstu ævi árunum? Hafa rannsóknir verið gerðar á kostum þess og göllum? Höfundur þessa svars veit ekki til þess að gerðar hafi verið athuganir eða rannsóknir á kostum eða göllum útisvefns í vagni. Reynslan hefur hins vegar ...

Nánar

Getur verið að margar tegundir geimvera séu á jörðinni, eins og til dæmis skordýr, spendýr, skriðdýr, plöntur, sveppir?

Svarið er já, þetta er ekki bara möguleiki, heldur er það þannig! Við erum nefnilega öll geimverur ef að er gáð, bæði mennirnir, flugurnar, svínin, slöngurnar, mistilteinninn og kúalubbinn. Við höfum orðið til með þeim hætti að ekkert sérstakt útilokar það með öllu að lífverur hafi getað orðið til með sama hætti a...

Nánar

Hvort eru menn út eða úti um allt?

Orðið út (forsetning/atviksorð) er notað um stefnu og tíma en úti einkum um það sem er utan húss. Bæði orðin eru notuð í ýmsum föstum orðasamböndum. Í sambandinu út(i) um allt heyrist yfirleitt ekki hvort notað er út eða úti þar sem næsta orð, um, hefst á sérhljóði. Í dæminu: „Eftir veisluna var drasl út um allt“...

Nánar

Hvers vegna er stundum kalt og stundum heitt?

Hitabreytingar kringum okkur verða af margvíslegum ástæðum. Þegar ég skrúfa frá ofninum hitnar smám saman hérna inni og ef ég skrúfa fyrir þá kólnar. Ég get líka opnað gluggann og þá kólnar inni ef ég er á Íslandi þar sem er nær alltaf kaldara úti en inni. Ég get líka fært mig til hérna inni, til dæmis ýmist nær o...

Nánar

Hvað eru mörg lönd i Afríku?

Samkvæmt lista á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna eru 56 lönd í Afríku. Átján þeirra teljast til Austur-Afríku, sautján tilheyra Vestur-Afríku, níu lönd mynda Mið-Afríku, sjö eru í Norður-Afríku og sunnanverð Afríka rekur lestina en fimm lönd tilheyra þeim hluta heimsálfunnar. Á heimasíðunni Global Geografia er ...

Nánar

Þrífst lundi á Íslandi bara í Grímsey og Vestmannaeyjum?

Svarið við þessari spurningu er nei. Lundabyggðir eru nánast allt í kringum landið þó stærsta lundabyggð landsins sé í Vestmannaeyjum. Lundabyggðir við strendur Íslands skipta hundruðum og hér verður aðeins minnst á nokkrar þeirra. Nokkrar lundabyggðir eru við Reykjavík og eru sumar þeirra mjög stórar, til dæmi...

Nánar

Finnur maður fyrir hraða eða vindi úti í geimnum?

Spurningin í heild var svona:Finnur maður fyrir hraða úti í geimnum, til dæmis ef maður er á 500 km hraða? Finnur maður fyrir vindi eða hraða?Stutta svarið er að það er enginn vindur úti í geimnum af því að þar er ekkert loft heldur tómarúm (e. vacuum). Við finnum yfirleitt ekki fyrir hraða ef hann er jafn heldur ...

Nánar

Er það satt að ekkert hljóð heyrist úti í geimnum?

Já, það er rétt að ekkert hljóð berst um geiminn. Það er vegna þess að þar er tómarúm, það er að segja nær ekkert efni. Hljóð berst hins vegar eingöngu um efni eins og loft, vatn, steinsteypu eða jarðlög, samanber að jarðskjálftabylgjur eru í rauninni hljóð. Við getum hins vegar breytt hljóðmerkjum í rafsegulby...

Nánar

Hvaða gjaldmiðill er notaður á Kanaríeyjum?

Þótt Kanaríeyjar séu úti fyrir norðvesturströnd Afríku þá tilheyra þær Spáni. Spánn er hluti af Evrópusambandinu og myntbandalagi Evrópu. Evran er gjaldmiðill Spánar eins og flestra annarra landa innan bandalagsins og þar með er hún líka gjaldmiðill Kanaríeyja. Framhlið 20 evru seðils. Hægt er að skoða gengi e...

Nánar

Er þetta spurning?

Einfalt svar gæti verið: Ef þetta er spurning, þá er þetta svar. Flóknara svar: Það fer að sjálfsögðu eftir því, til hvers ábendingarfornafnið "þetta" vísar. En þar sem ekki er gefið í skyn hér að það vísi til neins annars en orðanna "er þetta spurning?", skulum við gera ráð fyrir að svo sé. Nú geta "orð" ve...

Nánar

Er nóg að geyma farangur úti í kulda og frosti yfir nótt og þvo beint upp úr töskunum til að losna við silfurskottur sem gætu hafa fylgt manni frá útlöndum?

Silfurskottur (Lepisma saccharina) sækjast eftir dimmu, röku og hlýju umhverfi en kunna illa við sig utandyra. Algengast er að þær verpi í glufum og sprungum, og dimmum og rökum skotum í húsnæðinu. Nýklakið ungviði og ungviði á fyrstu stigum getur þó þvælst víða og berst auðveldlega í fatnað. Þannig geta menn bori...

Nánar

Hvað er sólin með marga geisla?

Sólin er lýsandi hnöttur úti í geimnum og geislar frá sér ljósi, varma og annarri orku nokkurn veginn jafnt í allar áttir. Ef við horfum bara á sólina "í því ljósi", það er að segja á þennan hátt, þá mundi okkur trúlega aldrei detta í hug að tala um "sólargeisla"!? Þegar himinninn er heiðskír og sólin skín þá s...

Nánar

Fleiri niðurstöður